Upplifun fjölskyldunnar ekki með þeim hætti sem spítalinn vildi Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. apríl 2017 20:36 Hafþór Magni Sólmundsson segir að bæta verði úr alvarlegum samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira