Vopnað rán var framið í Apóteki Garðabæjar laust eftir klukkan níu í morgun. Einn hefur verið handtekinn í tengslum við ránið en talið er að hann hafi verið vopnaður öxi. Ekki er talið að neinn hafi sakað.
Maðurinn var handtekinn í Hafnarfirði eftir eftirför lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segist ekki geta sagt til um á þessum tímapunkti hvort maðurinn hafi komist undan með einhvern ránsfeng. Málið sé í rannsókn.
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ

Tengdar fréttir

Ók utan í aðra bíla á flóttanum
Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans.