Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2017 10:02 Frá Kauptúni þar sem ránið átti sér stað. Vísir/Jóhann K. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með rannsókn málsins. Yfirheyrslur byrjuðu í gærkvöldi en lögreglan mat það síðan sem svo að betra væri að bíða með áframhaldandi yfirheyrslur til morguns vegna ástands mannanna. Þær munu því halda áfram í dag og verður í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Þeir voru allir handteknir í íbúð við Laugarnesveg rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Í íbúðinni fundust fíkniefni og skotvopn en aðspurður segir Grímur að ekki sé vitað hversu mikið magn af fíkniefnum er um að ræða né hvað það er þar sem enn á eftir að greina það og vigta. Þetta sé lítilræði af hvítu dufti sem sé þá væntanlega annað hvort amfetamín eða kókaín. Ekki er vitað hvort að vopnin sem fundust í íbúðinni hafi verið notuð við ránið en Grímur segir það einn hluta rannsóknarinnar að upplýsa hvaða vopn voru notuð og hvernig þeim var beitt. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt mann á bílaplaninu við Costco en að sögn Gríms þekkjast hinir grunuðu og maðurinn. Hann vill ekki gefa upp hverju var rænt af manninum en segir það vera smáræði. Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með rannsókn málsins. Yfirheyrslur byrjuðu í gærkvöldi en lögreglan mat það síðan sem svo að betra væri að bíða með áframhaldandi yfirheyrslur til morguns vegna ástands mannanna. Þær munu því halda áfram í dag og verður í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum. Þeir voru allir handteknir í íbúð við Laugarnesveg rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi og hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Í íbúðinni fundust fíkniefni og skotvopn en aðspurður segir Grímur að ekki sé vitað hversu mikið magn af fíkniefnum er um að ræða né hvað það er þar sem enn á eftir að greina það og vigta. Þetta sé lítilræði af hvítu dufti sem sé þá væntanlega annað hvort amfetamín eða kókaín. Ekki er vitað hvort að vopnin sem fundust í íbúðinni hafi verið notuð við ránið en Grímur segir það einn hluta rannsóknarinnar að upplýsa hvaða vopn voru notuð og hvernig þeim var beitt. Mennirnir eru grunaðir um að hafa rænt mann á bílaplaninu við Costco en að sögn Gríms þekkjast hinir grunuðu og maðurinn. Hann vill ekki gefa upp hverju var rænt af manninum en segir það vera smáræði.
Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11