Sumarið ekki í kortunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 11:00 Það verður frekar kalt á sumardaginn fyrsta og éljagangur víða um land. Vísir/Anton Brink „Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark. Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
„Sumarið er ekkert sérstaklega mikið í kortunum,“ segir Arnór Tumi Jóhannsson, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, þegar blaðamaður spyr hvenær sumarið komi en eins og einhverjum ætti að vera kunnugt um er sumardagurinn fyrsti á morgun. Arnór segir að lægð komi upp að landinu vestanverðu í nótt og sumardagurinn fyrsti byrji því með éljakenndri úrkomu á landinu vestan til. „Svo snýst hann fljótlega í norðanátt, fyrst norðan til, og það fylgja því líka él þannig að það verða víða él og ekkert sérstaklega hlýtt. Það verður þíða með suður-og vesturströndinni að deginum en víða vægt frost, þá sérstaklega norðan til og skýjað með köflum. En það verður þessi éljagangur og sérstaklega fyrir norðan,“ segir Arnór. Hann segir að helst gæti verið bjart með köflum suðaustanlands og á Austurlandi auk þess sem það gæti eitthvað sést til sólar á sunnanverðum Vestfjörðum. Í höfuðborginni verður hins vegar skýjað og dimmast verður norðanlands. Það verður síðan ekkert sérstaklega hlýtt þegar sumarið gengur formlega í garð þar sem það er kólnandi veður á landinu og hitinn verður ekki fjarri frostmarki. Um helgina er síðan ekkert von á betra veðri að sögn Arnórs. „Það verður áfram kalt á föstudaginn, um helgina verður reyndar aðeins hægari vindur en á sunnudaginn kemur svo leiðindaveður. Það er spáð lægð sem kemur alveg upp að suðurströndinni og henni fylgir norðan-og norðaustan hvassviðri og að öllum líkindum snjókoma víða um land en slydda allra syðst,“ segir Arnór.Veðurspáin næstu daga er annars þessi:Sunnan 8-15 og slydda eða rigning, einkum S- og V-lands. Vestlægari í dag, 10-18 m/s síðdegis og skúrir eða él, en léttskýjað á A-verðu landinu. Hiti 1 til 12 stig, hlýjast austast.Dregur aðeins úr vindi á morgun, vestan 8-15 síðdegis en hægari NV-til. Úrkomulítið SA-lands, annars víða él. Hiti 1 til 7 stig að deginum, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):Vestan 8-15 m/s, fer að lægja síðdegis. Víða él, en léttskýjað á SA-landi og Austfjörðum. Hiti 1 til 7 stig að deginum, hlýjast SA-til, en í kringum frostmark á N-verðu landinu.Á föstudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt, en norðvestan 8-13 m/s úti við NA-ströndina. Stöku él V-til og á annesjum NA-lands, annars bjart með köflum. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, áfram svalt í veðri. Slydda eða snjókoma á S- og V-landi með kvöldinu.Á sunnudag:Breytileg og síðar norðlæg átt. Víða snjókoma, en rigning eða slydda sunnan heiða. Snjókoma eða él seinni partinn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti kringum frostmark.
Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira