Norður-Kórea sprengir upp Bandaríkin í nýju áróðursmyndbandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. apríl 2017 11:17 Máttur Norður-Kóreu er mikill, að eigin sögn. Guardian Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt. Í myndbandinu sést hvar kjarnorkusprengjum er sleppt á bandaríska stórborg og eldtungur gleypa landið - sem vakti ómælda ánægju viðstaddra. Myndbandið frá hátíðahöldunum má sjá hér að neðan en ljóst er að það á að sýna hernaðarlegan mátt Norður-Kóreu á miklum óvissutímum. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa verið í störukeppni síðustu vikur vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Ástandið á Kóreuskaganum er nú sagt svo eldfimt að hin minnsta ögrun annars hvors ríkisins gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína fyrr í vikunni. Norður-Kóreumenn eru taldir búa yfir margvíslegum langdrægum eldflaugum sem skjóta má bæði frá landi og úr kafbátum en í áróðursmyndbandinu er dregin upp mynd af síðarnefndu aðferðinni. Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC á mánudag að ríkið myndi halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni. Norður-Kóreu myndi þannig ekki láta tilraunaflaugina um liðna helgi, sem sprakk nánast samstundis og henni var skotið upp, slá sig út af laginu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Ríkissjónvarp Norður-Kóreu hefur birt myndskeið frá hátíðahöldunum í tilefni 105 ára afmælis eilífðarþjóðarleiðtogans Kim Il-Sung á sunnudag þar sem nýtt áróðursmyndband var frumsýnt. Í myndbandinu sést hvar kjarnorkusprengjum er sleppt á bandaríska stórborg og eldtungur gleypa landið - sem vakti ómælda ánægju viðstaddra. Myndbandið frá hátíðahöldunum má sjá hér að neðan en ljóst er að það á að sýna hernaðarlegan mátt Norður-Kóreu á miklum óvissutímum. Bandaríkin og Norður-Kórea hafa verið í störukeppni síðustu vikur vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra síðarnefndu. Ástandið á Kóreuskaganum er nú sagt svo eldfimt að hin minnsta ögrun annars hvors ríkisins gæti haft geigvænlegar afleiðingar í för með sér.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun„Nýlega hefur spennan á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu annars vegar og Norður-Kóreu hins vegar aukist. Maður hefur það á tilfinningunni að átök gætu brotist út á hverri stundu,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína fyrr í vikunni. Norður-Kóreumenn eru taldir búa yfir margvíslegum langdrægum eldflaugum sem skjóta má bæði frá landi og úr kafbátum en í áróðursmyndbandinu er dregin upp mynd af síðarnefndu aðferðinni. Aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu sagði í samtali við BBC á mánudag að ríkið myndi halda áfram að þróa flugskeyti og skjóta þeim á loft í tilraunaskyni. Norður-Kóreu myndi þannig ekki láta tilraunaflaugina um liðna helgi, sem sprakk nánast samstundis og henni var skotið upp, slá sig út af laginu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00 Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30 Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Kínverjar uggandi yfir ástandinu á Kóreuskaga Utanríkisráðherra Kína segir að átök gætu brotist út hvað úr hverju. Kínverjar skora á alla aðila að auka spennuna ekki. Bandaríkin sigla upp að Kóreuskaga og hafa sýnt mátt sinn undanfarið. Átök gætu leitt til flóttamannstraums. 15. apríl 2017 07:00
Sérfræðingar segja stefnu Trump einungis til þess fallna að herða afstöðu Norður-Kóreu Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja að yfirvöld þar í landi muni einungis harðna í afstöðu sinni til vopnaþróunar, ef Bandaríkin haldi áfram að hóta þeim með herstyrk sínum. 16. apríl 2017 11:30
Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“ Yfirvöld í Kína hafa varað við að átök á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna geti brotist út "á hverri stundi.“ Gríðarlega spenna er í samskiptum ríkjanna. 14. apríl 2017 18:30
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00