Rannsókn á máli fangavarðar lokið: Talinn hafa sprautað úr slökkvitæki framan í fanga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. apríl 2017 13:10 Fangavörðurinn gæti átt yfir höfði sér ákæru. vísir/eyþór Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Rannsókn á máli fangavarðar á Litla-Hrauni, sem grunaður er um að hafa brotið gegn fanga í upphafi árs, er lokið og komið til ákærusviðs lögreglunnar sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra á hendur honum. Fangavörðurinn, sem leystur hefur verið tímabundið undan vinnuskyldu, er sakaður um að hafa misbeitt valdi sínu og farið langt fram úr meðalhófi við störf sín.Kveikti í klæðnaði sínum Heimildir fréttastofu herma að atvikið hafi átt sér stað í einangrunarklefa á Litla-Hrauni en fanginn var færður þangað eftir háreysti og stympingar við aðra fanga. Fanganum tókst að koma kveikjara með sér inn í klefann þrátt fyrir að hafa undirgengist leit áður en hann var færður í einangrun, líkt og lög kveða á um. Lögum samkvæmt mega fangar aðeins taka með sér fæði, fatnað og aðrar persónulegar nauðsynjar í einangrunarklefa og ávallt er leitað á þeim áður. Fanganum tókst að kveikja í klæðnaði sínum í klefanum. Fangavörðurinn er sagður hafa slökkt eldinn með slökkvitæki en í framhaldinu sprautað úr tækinu framan í fangann – eftir að hann hafði slökkt eldinn. Eftir því sem Vísir kemst næst var um vatnsslökkvitæki að ræða. Fanginn undirgekkst líkamsleit í kjölfarið og fannst kveikjarinn þá í endaþarmi hans.Þrír aðrir kunna að eiga yfir höfði sér refsingu Atvikið náðist á upptöku og eru þrír aðrir fangaverðir grunaðir um að hafa hylmt yfir með manninum, og kunna að eiga yfir höfði sér refsingu vegna þessa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru engir líkamlegir áverkar á fanganum og líkamlegt ofbeldi átti sér ekki stað. Valdbeiting fangavarðarins er hins vegar sögð hafa verið að miklu leyti andleg, særandi og niðurlægjandi fyrir fangann. Rannsókn málsins er sem fyrr segir lokið og verður ákvörðun tekin á næstu vikum um hvort gefin verði út ákæra í málinu.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira