Stjarnan og Fram eru sterkustu liðin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 06:00 Fram og Stjarnan tókust fast á er þau mættust í lokaumferð deildarinnar. Það munu þau gera aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar að því er markahæsti leikmaður deildarinnar spáir. vísir/andri marinó Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Sjá meira
Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna hefst í kvöld. Fjögur efstu lið deildarinnar komust í hana og von er á hörkurimmum. Deildarmeistarar Stjörnunnar koma sjóðheitar inn í úrslitakeppnina gegn liðinu sem hefur staðið í vegi fyrir þeim síðustu tvö ár, Gróttu. „Mér líst mjög vel á þessa rimmu en Stjarnan kemur sterkari inn í þessa rimmu eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn með stæl. Mér finnst þær vera líklegri til þess að taka þessa rimmu,“ segir Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður Selfoss og markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur.Grótta með tak á Stjörnunni „Þær hafa oft átt í vandræðum með Gróttu og ef Gróttustúlkur mæta vel stemmdar geta þær hæglega gert Stjörnuliðinu erfitt fyrir í þessum leikjum. Stjarnan er aftur á móti með mjög flottan og breiðan hóp þannig að þær ættu að taka þessa rimmu að mínu mati.“ Stjarnan hefur lent í öðru sæti fjögur ár í röð og tapað fyrir Gróttu í úrslitunum síðustu tvö ár. Stjörnustúlkur eru því líklega komnar með upp í kok af silfri og ætla að ryðja sínum helsta andstæðingi síðustu ár úr vegi til þess að komast í gullið. „Sú tölfræði er til að krydda þetta og ég trúi ekki öðru en að Stjörnustúlkur séu virkilega vel stemmdar til að klára loksins einvígi gegn Gróttu. Stjarnan er með betri hóp en síðustu ár á meðan Grótta er ekki jafn sterk. Svo er engin Íris Björk í markinu hjá Gróttu en hún var mikilvæg í fyrra. Þær eru með efnilega stelpu í markinu en það munar um leikmann eins og Írisi. Ég hallast að því að Stjarnan vinni 2-0 en þori samt ekki alveg að fullyrða það. Þetta verða hörkuleikir.“Haukar geta stolið þessu Hin rimma kvöldsins er viðureign Fram og Hauka. Fram varð í öðru sæti í deildinni en Haukar því þriðja. Fram stóð vel að vígi fyrir lokaumferð deildarinnar en tapaði stórt gegn Stjörnunni og missti af deildarmeistaratitlinum. „Ég hugsa að Fram taki þessa rimmu. Mér finnst þær vera með sterkari hóp. Fram og Stjarnan eru með sterkustu hópana eins og staðan á töflunni sýndi,“ segir Hrafnhildur Hanna en segir að Haukarnir séu samt klárlega með lið til þess að stríða Frömurum. „Haukarnir gætu alveg stolið þessu ef þær detta í gang. Þær hafa verið vaxandi í vetur og gætu verið að toppa á réttum tíma. Það verður áhugavert að sjá hvernig Fram mætir til leiks eftir svekkjandi tap fyrir Stjörnunni í síðasta leik. Ég held að þær mæti mjög grimmar.“Fimm leikja einvígi Gangi þessi spá stórskyttunnar eftir þá fáum við rimmu Stjörnunnar og Fram í úrslitum. Þar á Hrafnhildur Hanna von á veislu. „Það verður fimm leikja rimma sem ræðst undir lok síðasta leiks. Mér finnst þessi lið vera það jöfn. Það verður einvígi sem áhorfendur ættu að hafa mjög gaman af. Svo höfum við séð í karlaboltanum að það getur allt gerst í þessu og litla liðið getur alveg unnið.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Fleiri fréttir Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti