Ráðuneytið vinnur að gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2017 21:17 Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í dómsmálaráðuneytinu fer nú fram vinna við gerð reglugerðar um fylgdarlaus börn á flótta sem koma hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir reglurnar snúa að verklagi og málsmeðferð þessara mála. Í síðustu viku var greint frá því að tveir hælisleitendur á barnsaldri sem komu fylgdarlausir hingað til lands með Norrænu í september dvelji einir á gistiheimili í miðbæ Reykjavík. Lögmaður þeirra segir þá búa við óviðunandi aðstæður og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa lítil afskipti af þeim. Þá sagði talskona Barnaheilla – Save the Children á Íslandi að brotið væri á réttindum barnanna þar sem úrræði vanti fyrir þau. Hún segir vanta samstarf milli Barnaverndarnefndar og Útlendingastofnunar um úrræði fyrir börnin. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að bregðast við. „Það þarf klárlega að setja upp verklag sem rennur nokkuð áreynslulaust hérna og við erum nú að setja reglur með stoð í útlendingalögum. Auðvitað hefur verið unnið eftir ákveðnu verklagi hér en það þarf auðvitað að formgera það.“ Hún segir að um ræði málsmeðferðar- og verklagsreglur. „Hverjum ber hvað í þessu, það Útlendingastofnun, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndar í hverju sveitarfélagi. Þessir aðilar hafa allir hlutverki að gegna þegar kemur að fylgdarlausum börnum. Aðalmarkmið íslenskra yfirvalda þegar kemur að fylgdarlausum börnum er að leita og finna uppruna þeirra, finna fjölskyldur þeirra. Markmiðið er auðvitað sameina þessa einstaklinga fjölskyldum sínum.“ Sigríður segist vera vel meðvituð um stöðu fylgdarlausra á landinu. „Þau eru auðvitað vistuð í móttökustöðvum Útlendingastofnunar, á sérstökum fjölskyldugöngum. Í einhverjum tilvikum hefur það verið mat Útlendingastofnunar að það fari betur að þau séu vistuð annars staðar,“ segir Sigríður.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira