Hrafnar reyndu að vara við Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 08:45 Krummi er vísdómsfugl að mati Gerðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
„Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira