Þetta voru aprílgöbbin í ár: Karnival í Helguvík og Subway-ís Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 23:35 Aprílgöbbin voru fjölbreytt í ár. Vísir/Skjáskot Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot Aprílgabb Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Frá því elstu menn muna hefur ríkt hefð fyrir því víðast hvar að menn séu gabbaðir á fyrsta degi aprílmánaðar og jafnvel látnir hlaupa apríl. Dagurinn í dag var engin undantekning þar á og litu mörg misgóð göbb dagsins ljós, bæði erlendis og hér á landi. Vísir tók að sjálfsögðu þátt í deginum og sagði frá því að Tryggvi Gunnar Hansen hefði fundið ávísun, stílaða á handhafa, upp á 46,5 milljónir bandaríkjadala, í gömlu skrifborði í Góða hiðinum. Þar sagði frá því að trúlega væri um að ræða hagnað af kaupum Ólafs Ólafssonar á Búnaðarbankanum árið 2003. Vísir var ekki eini fréttavefur landsins sem tók þátt í deginum en mbl.is greindi frá því að Ikea hefði sett á fót meðlimaklúbb til höfuðs Costco. Var gabbið reyndar svo trúverðugt að Viðskiptablaðið lét gabbast og birti frétt af málinu. Þá greindu Víkurfréttir frá svokölluðum „fjölskyldudegi United Silicon í Helguvík,“ þar sem bæjarbúum Reykjanesbæjar var boðið í karnivalstemningu við kísilverið, þar sem börnum gæfist meðal annars kostur á að grilla sykurpúða yfir kolum. Norðlenski fréttavefurinn Kaffið.is sagði svo frá því að kynnirinn úr Survivor þáttunum, Jeff Probst væri á Akureyri um þessar mundir. Fréttamiðlarnir voru þó ekki einir um hituna hérlendis í gabbmálum en frá því var greint á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, að í dag myndi hefjast gjaldtaka fyrir öll farartæki sem koma til Húsavíkur að sunnanverðu, allt til loka september, til þess að standa undir innviðauppbyggingu á Húsavík.Vísir/SkjáskotErlendis voru göbbin svo misgóð eins og gengur og gerist. Klámsíðan Pornhub tók til að mynda þátt í deginum og hrellti notendur sína með vægast sagt óþægilegum skilaboðum. Þannig greindi skyndibitakeðjan Burger King frá því að hún hyggðist gefa út tannkrem, sem bragðaðist nákvæmlega eins og vinsælasta hamborgaramáltíð fyrirtækisins, Whopper.Jafnframt greindi lestarfyrirtækið Virgin Trains frá því að fyrirtækið ætlaði sér nú að koma til móts við viðskiptavini sem væru stöðugt að týna lestarmiðum sínum, með því að bjóða þeim upp á að láta húðflúra miða á sig. Þá var greint frá því að Google ætlaði sér að gefa út nýja útgáfu af snjallheimili, undir nafninu Google Gnome, sem væri sérstaklega hannað fyrir garðyrkjustörf.Einnig gaf Subway út tilkynningu, þar sem sagði að fyrirtækið ætli sér að kynna til leiks ístegundir, þar sem hægt væri að fá það sama og á bátum, nema bara í ís.Vísir/Skjáskot
Aprílgabb Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira