Landssamband lögreglumanna vinnur að úrsagnarferli úr BSRB Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2017 18:45 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna vinnur að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB. Formaður landssambandsins segir ljóst að þegar ný lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna taka gildi í sumar muni lífeyrir þeirra skerðast. Alþingi lögfesti rétt fyrir síðustu jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fjögur fagfélög innan BSRB voru andvíg þessum breytingum þar sem þau töldu lífeyrisréttindi félagsmanna sinna skerðast. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög í september á síðasta ári. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulaginu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og Alþingi, að rjúfa það traust sem bandalög opinberra starfsmanna sýndu þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samkomulagið. Traust milli aðila sé lykilforsenda þess að friður ríki á vinnumarkaði og þótti BSRB það miður að Alþingi hafi rofið traustið með því að samþykkja frumvarp sem endurspeglar ekki grundvallaratriði samkomulagsins. Fagfélögin fjögur veittu formanni BSRB ekki heimild til undirritunar samkomulagsins á sínum tíma en ágreiningur var um hvort forystu sambandsins væri heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að bera það undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Landssamband lögreglumanna hefur nú kannað hug félagsmanna sinni og unnið er að því að hefja forlegt úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. „Það er komin fram tillaga til okkar, stjórnar Landssambandsins, frá rúmlega þrjátíu félagsmönnum Landssambandsins um það að hefja slíkt úrsagnarferli og hún verður tekin fyrir á formannaráðsfundi, sem er ígildi aðalfundar núna í byrjun maí. Í tillögunni er lagt upp með það að gerð yrði skýrsla eða úttekt á kostum og göllum þess að vera í BSRB, þannig að í byrjun maí munum við sjá hverjar lyktir þessarar tillögu verða,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að líklegt sé að tillagan verði samþykkt. „Það má eðlilega draga þá ályktun, þetta eru um það bil fimm prósent félagsmanna Landssambandsins sem að skrifa undir þessa tillögu og það má að sjálfsögðu draga þá ályktun að hún gæti hlotið meirihluta atkvæða í það minnsta á þessum formannaráðsfundi,“ segir Snorri. Unnið er að skýrslu sem lögð verður fyrir formannaráð Landssambands lögreglumanna um kosti og galla þess að vera innan BSRB eftir breytingu laganna sem samþykkt voru síðustu jól. Að því loknu verður allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Snorri segir það hins vegar ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. „Það kemur hins vegar berlega fram í skýrslu sem Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, sem er undir félaginu hjá BHM og lét vinna fyrir sig að bara við gildistöku laganna að þá muni verða skerðingar á örorkulífeyri, barnalífeyri og makalífeyri. Það er bara eitthvað sem liggur fyrir samkvæmt skýrslu sem þegar hefur verið unnin,“ segir Snorri. Tengdar fréttir BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Landssamband lögreglumanna vinnur að því að hefja formlegt úrsagnarferli úr BSRB. Formaður landssambandsins segir ljóst að þegar ný lög um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna taka gildi í sumar muni lífeyrir þeirra skerðast. Alþingi lögfesti rétt fyrir síðustu jól frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Fjögur fagfélög innan BSRB voru andvíg þessum breytingum þar sem þau töldu lífeyrisréttindi félagsmanna sinna skerðast. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög í september á síðasta ári. Í því samkomulagi er kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála sem kveðið er á um í samkomulaginu“. Þrátt fyrir afar skýrt orðalag samkomulagsins kusu stjórnvöld, og Alþingi, að rjúfa það traust sem bandalög opinberra starfsmanna sýndu þegar fulltrúar þeirra undirrituðu samkomulagið. Traust milli aðila sé lykilforsenda þess að friður ríki á vinnumarkaði og þótti BSRB það miður að Alþingi hafi rofið traustið með því að samþykkja frumvarp sem endurspeglar ekki grundvallaratriði samkomulagsins. Fagfélögin fjögur veittu formanni BSRB ekki heimild til undirritunar samkomulagsins á sínum tíma en ágreiningur var um hvort forystu sambandsins væri heimilt að taka svo veigamiklar ákvarðanir á lífeyrisréttindum félagsmanna án þess að bera það undir í allsherjaratkvæðagreiðslu. Landssamband lögreglumanna hefur nú kannað hug félagsmanna sinni og unnið er að því að hefja forlegt úrsagnarferli úr BSRB í byrjun maí. „Það er komin fram tillaga til okkar, stjórnar Landssambandsins, frá rúmlega þrjátíu félagsmönnum Landssambandsins um það að hefja slíkt úrsagnarferli og hún verður tekin fyrir á formannaráðsfundi, sem er ígildi aðalfundar núna í byrjun maí. Í tillögunni er lagt upp með það að gerð yrði skýrsla eða úttekt á kostum og göllum þess að vera í BSRB, þannig að í byrjun maí munum við sjá hverjar lyktir þessarar tillögu verða,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri segir að líklegt sé að tillagan verði samþykkt. „Það má eðlilega draga þá ályktun, þetta eru um það bil fimm prósent félagsmanna Landssambandsins sem að skrifa undir þessa tillögu og það má að sjálfsögðu draga þá ályktun að hún gæti hlotið meirihluta atkvæða í það minnsta á þessum formannaráðsfundi,“ segir Snorri. Unnið er að skýrslu sem lögð verður fyrir formannaráð Landssambands lögreglumanna um kosti og galla þess að vera innan BSRB eftir breytingu laganna sem samþykkt voru síðustu jól. Að því loknu verður allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna. Snorri segir það hins vegar ljóst að skerðing verður á lífeyrisréttindum þegar lögin taka gildi í sumar. „Það kemur hins vegar berlega fram í skýrslu sem Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, sem er undir félaginu hjá BHM og lét vinna fyrir sig að bara við gildistöku laganna að þá muni verða skerðingar á örorkulífeyri, barnalífeyri og makalífeyri. Það er bara eitthvað sem liggur fyrir samkvæmt skýrslu sem þegar hefur verið unnin,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. 20. desember 2016 12:00