Stokkað upp í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar og stefnt á framboð til borgarstjórnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2017 19:35 Nokkur átök hafa verið innan flokksins, en tveir lykilmenn; Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, sögðu sig úr flokknum rétt fyrir síðustu alþingiskosningar. vísir/stefán Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“ Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Uppstokkun varð í stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn var í Kiwanishúsinu í Hafnarfirði í dag. Flokkurinn stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Alls voru fjórir í framboði til formanns en Guðmundur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari. Guðmundur tekur við formennsku af Helga Helgasyni, stofnanda flokksins. Jens G. Garðarsson fékk næstflest atkvæði í formannskjörinu og þar á eftir komu Hjördís Diljá Bech og Jón Valur Jensson. Nýr varaformaður er Reynir Heiðarsson og tekur hann við af Birgi Eiríkssyni. Þá tekur Sverrir J. Sverrisson við starfi ritara, sem Sigurlaug Oddný Björnsdóttir gegndi áður. Þá voru tólf kjörnir í flokksstjórn og þrír varamenn, en flokksstjórnin mun skipa gjaldkera á aðalfundi flokksins.Helgi Helgason víkur fyrir nýjum formanni, Guðmundi Þorleifssyni. Hann segist hafa viljað leyfa öðrum að spreyta sig.Helgi Helgason, fyrrverandi formaður flokksins og stofnandi hans, segist afar ánægður með breytingarnar. „Það var góður andi á fundinum og þetta var allt í bróðerni. Það var tekist á og það voru kosningar og það var heilmikið líf í okkur en það voru líka 35 manns á fundinum. Þetta lofar mjög góðu, nú er nýtt fólk tekið við keflinu. Ég er núna bara í fótgönguliðinu eins og sagt er en mun halda áfram að vinna að framgangi mála, þó ég komi ekki að yfirstjórninni,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt verði að framboði til borgarstjórnarkosninga, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um sveitarstjórnarkosningar. Helstu áherslumál flokksins verði að vinna gegn uppbyggingu mosku og að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Deilur innan flokksins urðu til þess að hann bauð ekki fram í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir síðustu alþingiskosningar, líkt og fyrirhugað var. Oddvitar þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, drógu framboð sín til baka og sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga. Helgi segir þessar deilur ekki ástæðu þess að hann bauð sig ekki fram, heldur hafi hann margt á sínum snærum þessa dagana. „Mig langar að leyfa öðrum að spreyta sig og svo er ég bara í svo mörgu öðru. Ég tók þessa ákvörðun alls ekki út af þessu, heldur fyrst og fremst til að geta sinnt öðrum hlutum betur. Það er engin krafa um að ég víki.“
Tengdar fréttir Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Segir „fjórmenningaklíkuna“ hafa hótað að eyðileggja Þjóðfylkinguna Helgi Helgason, formaður Þjóðfylkingarinnar, segir flokksfólk slegið eftir innrás þriggja aðila á flokksstjórnarfund í gær. 21. október 2016 16:27