Eitt ár frá „What can you tell me about a company called Wintris?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:42 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yfirgefur Bessastaði eftir fund sinn með forseta þann 5. apríl. Vísir/Anton Brink Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka. Panama-skjölin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að Panamaskjalaþáttur Kastljóssins fór í loftið. Viðtalið sem þá birtist við þáverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér rétt eins og fleiri upplýsingar sem komið hafa upp á yfirborðið í Panamaskjölunum. Í þættinum, sem frumsýndur var sunnudagskvöldið 3. apríl, var fjallað um gagnaleka frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca en skjöl úr lekanum sýndu meðal annars hvernig þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar höfðu tengsl við aflandsfélög. Þá var einnig sýnt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, þar sem hann laug um tengsl sín við aflandsfélagið Wintris. Fát kom á forsætisráðherrann þegar sænski spyrillinn spurði „What can you tell me about a company called Wintris,“ en með sanni má segja að spurningin hafi öðlast sjálfstætt líf. Viðtalinu lauk svo með því að Sigmundur strunsaði út eins og frægt er orðið.Þann 4. apríl, daginn eftir viðtalið, var boðað til mótmæla á Austurvelli. Talið er að mótmælin hafi mögulega verið þau fjölmennustu í Íslandssögunni. Skipuleggjendur sögðu að allt að 22 þúsund manns hefðu mætt en boðað hafði verið til mótmælanna áður en viðtalið við Sigmund Davíð var sýnt. Yfirskrift mótmælanna var „Kosningar strax“ og var ýmislegt tínt til sem skipuleggjendum fannst ámælisvert í störfum ríkisstjórnarinnar.Sjá einnig: Panama-áhrifin: Stærstu mótmæli sögunnar, orðsporið og óvænt forsetaframboðDegi síðar brunaði Sigmundur Davíð á Bessastaði eftir fund með Bjarna Benediktssyni sem þá var nýkominn heim frá Flórída.Sigmundur Davíð gengur út úr viðtalinu. Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með.Á Bessastöðum óskaði Sigmundur eftir heimild forseta til að rjúfa þing og boða til kosninga. Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti, hafnaði því eins og hann skýrði frá á eftirminnilegum blaðamannafundi í hádeginu, stuttu eftir fund hans og Sigmundar.Stiginn og stóru málin Eftir þingflokksfund Framsóknar, daginn eftir þessi fjölmennu mótmæli, var fréttamönnum tjáð að Sigurður Ingi Jóhannesson, þáverandi varaformaður Framsóknar, myndi taka við embætti forsætisráðherra. Var það sagt vera að tillögu Sigmundar Davíðs sjálfs sem hélt áfram þingmennsku, nú sem óbreyttur. Það var svo miðvikudaginn 6. apríl sem tilkynnt var um endurnýjuð samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í stiga nýbyggingar Alþingishússins - nú undir foyrstu Sigurðar Inga sem fyrr segir. Samstarfið var endurnýjað undir þeim formerkjum að kosningum yrði flýtt - að því gefnu að ríkisstjórninni tækist að klára fjölmörg „stór mál“ sem enn væru útistandandi. Þótti mörgum það vera helst til loðið orðalag og kröfðust þess að allur vafi yrði tekinn af um hvenær raunverulega yrði gengið til kosninga. Það kom svo á daginn að gengið var til þingkosninga þann 29. október - hálfu ári áður en áætlað var og hálfu ári eftir viðtalið afdrifaríka.
Panama-skjölin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira