Jón Þór flytur af stúdentagörðum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 19:37 "Finnst rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og okkar fjölskylda," segir Jón Þór. vísir/vilhelm Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum. Hann segir rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda.Þetta kemur fram á vefsíðu hans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Jón Þór, sem er með rúmlega eina milljón króna í laun á mánuði, sé búsettur á stúdentagörðunum. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór.Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirFordæmið megi ekki verða að reglu Jón Þór segir nú á vefsíðu sinni að fjölskyldan muni flytja eins fljótt og verða megi. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“ Jón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun. Tengdar fréttir Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að flytja úr íbúð fjölskyldunnar á Stúdentagörðunum. Hann segir rétt að víkja fyrir annarri fjölskyldu sem er ekki í jafn góðri stöðu og hans fjölskylda.Þetta kemur fram á vefsíðu hans, en greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Jón Þór, sem er með rúmlega eina milljón króna í laun á mánuði, sé búsettur á stúdentagörðunum. Hann sagði að óeðlilegt væri ef starf hans myndi skerða rétt maka síns til búsetu á stúdentagörðunum. „Það er konan mín sem leigir íbúðina ekki ég. Það er hluti af hennar öryggi að hafa stúdentaíbúð og ekki hægt að spyrða það við manninn hennar,“ sagði Jón Þór.Stúdentaíbúðir eru eftirsóttar og geta umsækjendur þurft að bíða nokkra stund eftir því að fá íbúð.vísir/ernirFordæmið megi ekki verða að reglu Jón Þór segir nú á vefsíðu sinni að fjölskyldan muni flytja eins fljótt og verða megi. „Við vörum við því að slíkt fordæmi verði að reglu því ekki eru allir í sambúð í eins öruggu sambandi eða með sameiginlegan fjárhag. Fólk verður að geta verið sjálfstætt þótt það sé í sambúð.“ Jón Þór náði kjöri sem þingmaður í alþingiskosningunum 2013 en sagði af sér þingmennsku þegar kjörtímabilið var hálfnað. Eftir að hann hætti á þingi komst kona hans inn á stúdentagarða en hún stundar nám við Háskóla Íslands. Hann segir að almennt réttmætt sé að fólk fái þrjá mánuði til að skipta um búsetu og að nú líði bráðum þrír mánuðir frá því að ríkisstjórnin var mynduð og ljóst að hann yrði áfram í þingstarfinu. Þá tekur hann fram að búið sé að afnema að tekjur maka skerði lífeyri eldri borga frá almannatryggingum. Það sé gott réttindamál en að enn búi eldri borgarar og öryrkjar við tekjuskerðingar vegna sambúðar. „Þessar skerðingar þarf að afnema. Ég mun áfram vinna með Félagi Eldriborgara í Reykjavík í þessum málum.“ Jón Þór er þriðji varaforseti Alþingis og nýtur því 15 prósenta álags á þingfararkaupið. Hann er því með rúmlega 1,26 milljónir í laun.
Tengdar fréttir Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Þingmaður með meira en milljón á mánuði en býr á Görðunum Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Stúdentagörðum en maki hans stundar nám við Háskóla Íslands. Mánaðarlaun hans eru hátt í 1,3 milljónir króna. Staða maka hefur ekki áhrif á umsókn stúdents til búsetu á Görðunum. 3. apríl 2017 06:00