Segir Brynjar vanhæfan eftir störf sín fyrir Bjarka Diego Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Svandís Svavarsdóttir vísir/daníel Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53
Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00