Þekktur barnaníðingur slapp með skilorð vegna dráttar á rannsókn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 22:54 Rannsókn á máli Gunnars tók fjögur ár, og var dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára. Gunnar Jakobsson var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi. Gunnar, áður Roy Svanur Shannon, er þekktur barnaníðingur en dráttur á rannsókn málsins varð til þess að dómurinn varð skilorðsbundinn. Hátt í 50 þúsund ljósmyndir og tæplega 500 myndskeið fundust í vörslum Gunnars í janúar 2013 og játaði hann brot sitt skýlaust. Fram kemur í dómnum yfir Gunnari, sem er 73 ára, að hann hafi aldrei sætt refsingu áður. Hann var hins vegar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tuttugu árum fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum og dreifingu á klámi á netinu. Gunnar flutti síðan til Noregs þar sem hann bjó um hríð en þegar hann sneri aftur hafði hann breytt nafni sínu úr Roy Shannon í Gunnar Jakobsson. „Að teknu tilliti til þess að verulegur dráttur varð á rannsókn málsins, sem ekki verður séð að ákærða sé um að kenna, og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómnum.RÚV greindi frá því fyrir fimm árum að tilkynnt hefði verið um ferðir Gunnars nærri fósturheimili á Stokkseyri, en nágrannar komust að því fyrir tilviljun hver hann væri. Barnavernd hafi þá verið látin vita af málinu en ekkert var hægt að aðhafast þar sem maðurinn var ekki grunaður um afbrot. Þá var Gunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa brotið gegn þremur börnum á Suðurlandi, árið 2013. Skýrslur voru teknar af börnunum í Barnahúsi en niðurstaða rannsóknarinnar var að ákæra þótti ekki líkleg til sakfellingar. Var honum því sleppt úr haldi. Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51 Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15. janúar 2013 17:49 Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35 Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Gunnar Jakobsson var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barnaklámi. Gunnar, áður Roy Svanur Shannon, er þekktur barnaníðingur en dráttur á rannsókn málsins varð til þess að dómurinn varð skilorðsbundinn. Hátt í 50 þúsund ljósmyndir og tæplega 500 myndskeið fundust í vörslum Gunnars í janúar 2013 og játaði hann brot sitt skýlaust. Fram kemur í dómnum yfir Gunnari, sem er 73 ára, að hann hafi aldrei sætt refsingu áður. Hann var hins vegar dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tuttugu árum fyrir kynferðisbrot gegn sex stúlkum og dreifingu á klámi á netinu. Gunnar flutti síðan til Noregs þar sem hann bjó um hríð en þegar hann sneri aftur hafði hann breytt nafni sínu úr Roy Shannon í Gunnar Jakobsson. „Að teknu tilliti til þess að verulegur dráttur varð á rannsókn málsins, sem ekki verður séð að ákærða sé um að kenna, og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða, þykir rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómnum.RÚV greindi frá því fyrir fimm árum að tilkynnt hefði verið um ferðir Gunnars nærri fósturheimili á Stokkseyri, en nágrannar komust að því fyrir tilviljun hver hann væri. Barnavernd hafi þá verið látin vita af málinu en ekkert var hægt að aðhafast þar sem maðurinn var ekki grunaður um afbrot. Þá var Gunnar úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa brotið gegn þremur börnum á Suðurlandi, árið 2013. Skýrslur voru teknar af börnunum í Barnahúsi en niðurstaða rannsóknarinnar var að ákæra þótti ekki líkleg til sakfellingar. Var honum því sleppt úr haldi.
Tengdar fréttir Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51 Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15. janúar 2013 17:49 Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35 Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum. 11. janúar 2013 06:51
Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15. janúar 2013 17:49
Þekktur barnaníðingur grunaður um brot gegn þremur ungum börnum Dómari við Héraðsdóm Suðurlands tók sér frest til klukkan fimm í dag til að úrskurða um það hvort að þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, skyldi sæta gæsluvarðhaldi. 11. janúar 2013 13:35
Samtök vistheimilabarna fordæma heimsóknir barnaníðings á fósturheimili "Okkur er mjög brugðið að sjá þetta,“ segir Víglundur Þór Víglundsson, formaður samtaka vistheimilabarna, en sjálfur varð hann fyrir grimmu ofbeldi á Breiðavík þegar hann dvaldi þar sem barn. Samtök vistheimilabarna sendu frá sér ályktun seint í gærkvöldi þar sem þau fordæmdu ákvörðun fósturheimilis úti á landi sem leyfið barnaníðingi að umgangast börn sem þar voru í fóstri. 12. júní 2012 10:05