Með rauðum penna Kári Stefánsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Bjarni, mig hefur lengi langað til þess að tjá þér aðdáun mína á því hvernig þú hefur tekið því þegar ég hef dregið þig yfir naglabrettið í skrifum mínum. Ég hef hætt þig, gert grín að þér, ásakað þig um ljóta hluti og gert lítið úr þér og stundum hefur mér tekist ágætlega upp við þá iðju. Undantekningalaust hefur þú tekið þessu með bros á vör. Ég er handviss um að ef hlutverk okkar hefðu víxlast hefði mig skort bæði þá stærð og jafnvægi sem þarf til þess að halda reisn sem þú gerðir hins vegar eins og að drekka vatn. Sá grunur hefur að vísu leitað á suma að þetta sé vegna þess að þér sé alveg sama, þú hafir í raun réttri engan áhuga á pólitík. Ég kaupi það ekki. Í byrjun nítjándu aldar var Baldvin Einarsson einn af baráttumönnunum fyrir sjálfstæði Íslands. Hann dó hins vegar fyrir aldur fram þrjátíu og eins árs, árið 1833. Nafni þinn Thorarensen byrjaði minningarljóð eftir hann á þessum orðum:Ísalandsóhamingjuverður allt að vopnieldur úr iðrum þessár úr fjöllumbreiðum byggðum eyða Sagan segir að hann hafi ekki komist lengra vegna þess að sorgin yfirbugaði hann, lokaði ljóðabarkanum algjörlega. Jaxlarnir sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar voru nefnilega tilfinningamenn, þeim stóð ekki á sama. Við Íslendingar höfum búið í okkar harðbýla landi í ellefu hundruð ár og við værum ekki hér núna nema vegna þess að við vorum heppin af og til. Það hafa hins vegar komið þær stundir þegar það var ósköp eðlilegt að álykta sem svo að óhamingju þessarar þjóðar yrði gjarnan allt að vopni. Ein af þessum stundum var þegar efnahagslíf þjóðarinnar hrundi árið 2008. Menn greinir á um smáatriði þess sem gerðist, en eitt er víst að bankarnir fóru á hausinn af því þeir tóku áhættu sem þeir höndluðu ekki og við það fór samfélagið á hausinn. Það vill nefnilega svo til að áhættan sem bankarnir tóku var aðallega á kostnað samfélagsins en ekki eigenda bankanna eða stjórnenda. Bjarni, það er hægt að draga alls konar ályktanir af hruninu og heill bálkur þeirra lýtur að bönkunum: Bankar eru grundvallarstofnanir samfélagsins. Þeir sem hafa yfirráð yfir bönkum geta nýtt sér það til þess að kreista fé út úr samfélaginu næstum eins og þeim sýnist. Bankar taka áhættu á kostnað samfélagsins engu síður en eigenda þeirra. Og svo má lengi telja. Það er því svo sannarlega mál allrar þjóðarinnar hverjir eiga bankana. Þegar eignarhald á banka skiptir um hendur og þjóðinni er sagt að henni komi ekki við hverjir nýir eigendur séu ber að líta á það sem meðvitaða tilraun til þess að koma af stað vopnaðri byltingu. Nú kemur að ástæðu þess að ég er að ergja þig með þessu bréfi. Hún er sú að þér virðist standa of mikið á sama, í það minnsta í samanburði við frelsishetjurnar sem við viljum bera forsætisráðherra okkar saman við. Þeir grétu með þjóð sinni þegar illa gekk í stað þess að reyna að græða á eymd hennar og þeir hlógu með henni í stað þess að hlæja að henni. Ég er ekki að halda því fram að þú gerir þetta en þögn þín um mikilvæg mál og yfirlýstur vilji þinn til þess að gleyma þeim býður svo sannarlega heim þeim misskilningi. Þú verður að taka þig saman í andlitinu og leiðrétta þetta vegna þess að þú ert í hjarta þínu hlýr maður og vilt ekki að þjóðin þín sé þjökuð af áhyggjum og angist sem á rætur sínar í misskilningi. Nú ætla ég að gefa þér nokkur dæmi um það sem þú þarft að leiðrétta, helst með rauðum penna:1. Íslendingar standa á öndinni yfir því hvernig S-hópurinn plataði Búnaðarbankann út úr þjóðinni og fylgdi honum síðan inn í Kaupþing og notaði aðstöðu sína þar til þess að fylla vasa sína fé, meðal annars með því að blekkja heiminn til þess að trúa því að bankinn stæði betur en raun bar vitni, ef marka má Hæstarétt Íslands. Einhvern veginn finnst þjóðinni eins og þú látir þér þessa sögu í léttu rúmi liggja og hafir ekki séð ástæðu til þess að fordæma verknaðinn af þeim krafti sem leiðtogi þjóðarinnar ætti að gera. Þjóðin var blekkt af S-hópnum. Ef leiðtoga þjóðarinnar er umhugað um líðan hennar verður hann að fordæma S-hópinn af því afli að neistar fjúki. Það getur hann að vísu ekki nema honum finnist athæfi hópsins þess eðlis að það kalli á fordæmingu. Ég efast ekki um að þú hafir sömu skoðun á S-hópnum og þjóðin almennt, svo lát oss heyra. Síðan á þjóðin erfitt með að skilja hvernig stendur á því að þú virðist ekki skynja mikilvægi þess að fylgja eftir uppgötvuninni á svínaríi S-hópsins með rannsókn á einkavæðingum bankanna allra, bæði þeim fyrri og seinni. Þegar ég hef spurt þá sem gerst þykjast vita hvernig standi á þessum áhugaskorti þínum fæ ég bara eitt svar sem er að fjölskylda þín hafi verið á bólakafi í bankaskítnum og ef það yrði farið að moka þann flór, þá myndu ýmsir úr henni enda í fjóshaugnum. Viðmælendur mínir benda í því sambandi á eignarhald fjölskyldu þinnar á Íslandsbanka og setu föðurbróður þíns og viðskiptafélaga til margra ára í stjórn hans og því hvernig ykkur tókst að selja ykkur út úr bankanum nokkrum klukkustundum áður en hann fór á hausinn. Ég stend í þeirri trú að þetta sé líklega allt rangt eða í það minnsta orðum aukið. Þú verður hins vegar að tjá þig til þess að kveða niður þennan róg og síðan að sjá til þess að við vitum að þú viljir að einkavæðingin verði rannsökuð í tætlur.2. Fyrir rétt rúmum átta árum fór íslenskt efnahagslíf á hliðina. Bankarnir voru reknir með vöxt og skammtímagróða í huga frekar en öryggi og stöðugleika. Áhættan sem þessu fylgdi var að mestu á kostnað samfélagsins þannig að þegar bankarnir fóru á hausinn fór samfélagið að mestu leyti sömu leið. Dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að rekstur bankanna hafi undir það síðasta markast glæpsamlegum blekkingum, sem hafi verið ætlað að sannfæra heiminn um að keisarinn væri ekki nakinn. Það er því ljóst að þeir sem eiga og stjórna bönkum eru ekki yfir það hafnir að taka áhættu á kostnað samfélagsins né skirrast þeir við því að plata samfélagið til þess að ná sínu fram. Því er það sjálfsögð og réttlát krafa að eignarhaldi banka á Íslandi sé aldrei leynt og að samfélagið hafi úrslitaáhrif á það hverjir eigi bankana. Nú er hins vegar búið að selja drjúgan hluta Arion banka nokkrum vogunarsjóðum og Goldman Sachs sem eru að öllum líkindum að kaupa fyrir aðra ónefnda. Nú ef raunverulegir eigendur eru vogunarsjóðirnir og Goldman Sachs þá er bankinn að færast í hendur þeirra sem vinna fyrir saltinu í grautinn sinn með því að taka þá tegund áhættu sem kom samfélaginu á hausinn árið 2008, ef ekki þá er verið að leyna eignarhaldi. Það er ljóst, Bjarni, að samfélaginu finnst ekki að þú gangir vasklega fram í að upplýsa þetta mál og sýnir því grunsamlegt fálæti. Það eru meira að segja þeir sem halda því fram að það sé vegna þess að fjölskylda þín sé að undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Þetta verðurðu að kveða í kútinn sem fyrst.3. Það ætlar seint að þagna kliðurinn sem hlaust af sölu Landsbankans á Borgun. Sagan segir að kaupendur hafi fengið hlutinn fyrir slikk og meðal þeirra hafi verið menn úr frændgarði þínum. Í einni útgáfunni, nokkuð vinsælli, segir að fyrst hafi gengið á fund stjórnenda Landsbankans hópur manna frá Borgun og falast eftir hlutnum en ekki haft erindi sem erfiði. Nokkru síðar leitaði annar hópur frá Borgun til Bankans og í þetta skiptið var Einar Sveinsson, föðurbróðir (þinn) fjármálaráðherra, í för með þeim og í það skiptið var þeim tekið opnum örmum og hluturinn var seldur þeim á þann máta að það er varla hægt að líta á það sem annað en gjafagjörning; Landsbankinn gaf þessum nýja hópi mikil verðmæti. Sagan segir líka að frændsemi þín við Einar Sveinsson og staða þín sem fjármálaráðherra sé ástæða þess að svona hafi verið staðið að verki. Þetta þarftu að leiðrétta ef þess er kostur.4. Þessi gróusaga, sem er sú síðasta sem ég rek hér, fjallar um rútur sem aka farþegum til og frá flugstöðinni í Keflavík. Fyrirtækið utan um þær ku vera í eigu föður þíns og systkina og segir sagan að það sé enginn einn aðili sem hafi notið meira undanþágu frá fullum virðisaukaskatti sem hlotnaðist rútufyrirtækjum heldur en einmitt þessi gullmoli fjölskyldu þinnar. Ein aðalástæða þess er að þetta fyrirtæki hefur einkaleyfi á því að flytja farþega til og frá flugstöðinni í Keflavík. Einkaleyfið á, samkvæmt sögunni, að hafa fengist hjá ISAVIA þar sem Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður. Ingimundur er náinn vinur fjölskyldu þinnar og varð stjórnarformaður í umboði fjármálaráðherra sem þá varst þú, Bjarni Benediktsson. Í fullri lengd sinni er þessi saga með kafla um það þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyndu að sjá til þess að Ingimundur yrði ekki endurkosinn stjórnarformaður á aðalfundi ISAVIA um daginn, vegna þess að þetta liti illa út fyrir þig og fjölskyldu þína en þú hafir yppt öxlum af því að þér sé sama. Þetta er eitt af því sem kallar á rauðan penna til leiðréttingar. Bjarni, ég hef ekki rakið þessar sögur vegna þess að ég telji að það sé líklegt að þær séu sannar heldur vegna þess að það hittast varla svo tveir eða fleiri Íslendingar í dag án þess að þær séu sagðar. Þegar þú leggst í leiðréttingar á gróusögum af þeirri gerð sem hér hafa verið raktar er mikilvægt að gera það af einlægni og þannig að það skiljist hvað þú ert að reyna að segja. Ekki ætla ég mér þá dul að ráðleggja þér um það hvernig sé best að standa að því, en get gefið þér dæmi um það hvernig á ekki að gera svona lagað: Þegar Dagur B. Eggertsson var spurður í Silfrinu um daginn hvað honum fyndist um þau ummæli þín að borgin yrði að gyrða sig í brók í húsnæðismálum svaraði hann því til að sér fyndist það „ódýrt“. Hvað á maðurinn við? Húsnæðismál í borginni, sem og víða annars staðar á landinu, eru í ólestri. Þegar maður er með buxurnar á hælunum af hvaða ástæðu sem er stendur manni ekki annað til boða en að gyrða sig. Hann fór í vörn og með því fór einlægnin út um gluggann, sem var einfaldlega ekki í boði. Bjarni, þetta er gott dæmi um það hvað það getur verið hættulegt fyrir pólitíkus að hrökkva í vörn. Síðar í þættinum sagði Dagur: „Við erum með sérstaka áherslu á samvinnu við uppbyggingaraðila sem eru ekki að byggja í hagnaðarskyni.“ Hann er nýbúinn að skrifa undir samning við Ólaf Ólafsson S-hóps foringja um að byggja 320 íbúðir fyrir Borgina. Þar af leiðandi er enginn möguleiki fyrir venjulegt fólk að skilja hvað hann meinar með því að hann leggi sérstaka áherslu á samvinnu við aðila sem vilja forðast hagnað. Það hefur reyndar vafist fyrir mörgum manninum að skilja taumlaust orðskrúðið sem flæðir út úr Degi. Í þetta skiptið hallast ég að því að hann hafi ekki skilið það sjálfur. Þegar þú ræðst í leiðréttingarnar verðurðu að gera þær kröfur til þín að þjóðin skilji og virði það sem þú segir. Nú vil ég leggja áherslu á að ekkert af því sem ég hef sagt hér að ofan ber að skilja sem árás á Ólaf Ólafsson, þann vaska mann. Frá mínum bæjardyrum séð er hann er einfaldlega bísnissmaður sem fyrir hrun gerði það sem við sem þjóð og eftirlitsaðilar okkar létu hann komast upp með og er nú aftur kominn á kreik af því að við leyfum honum það sem hlýtur að teljast merki um einhvers konar brjálæði. Ég er því ósammála landlækni þegar hann segir að Íslendingar bryðji of mikið af geðlyfjum, ég held því fram að hegðun þeirra bendi til þess að þeir þjáist af skorti á þeim.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Bjarni, mig hefur lengi langað til þess að tjá þér aðdáun mína á því hvernig þú hefur tekið því þegar ég hef dregið þig yfir naglabrettið í skrifum mínum. Ég hef hætt þig, gert grín að þér, ásakað þig um ljóta hluti og gert lítið úr þér og stundum hefur mér tekist ágætlega upp við þá iðju. Undantekningalaust hefur þú tekið þessu með bros á vör. Ég er handviss um að ef hlutverk okkar hefðu víxlast hefði mig skort bæði þá stærð og jafnvægi sem þarf til þess að halda reisn sem þú gerðir hins vegar eins og að drekka vatn. Sá grunur hefur að vísu leitað á suma að þetta sé vegna þess að þér sé alveg sama, þú hafir í raun réttri engan áhuga á pólitík. Ég kaupi það ekki. Í byrjun nítjándu aldar var Baldvin Einarsson einn af baráttumönnunum fyrir sjálfstæði Íslands. Hann dó hins vegar fyrir aldur fram þrjátíu og eins árs, árið 1833. Nafni þinn Thorarensen byrjaði minningarljóð eftir hann á þessum orðum:Ísalandsóhamingjuverður allt að vopnieldur úr iðrum þessár úr fjöllumbreiðum byggðum eyða Sagan segir að hann hafi ekki komist lengra vegna þess að sorgin yfirbugaði hann, lokaði ljóðabarkanum algjörlega. Jaxlarnir sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar voru nefnilega tilfinningamenn, þeim stóð ekki á sama. Við Íslendingar höfum búið í okkar harðbýla landi í ellefu hundruð ár og við værum ekki hér núna nema vegna þess að við vorum heppin af og til. Það hafa hins vegar komið þær stundir þegar það var ósköp eðlilegt að álykta sem svo að óhamingju þessarar þjóðar yrði gjarnan allt að vopni. Ein af þessum stundum var þegar efnahagslíf þjóðarinnar hrundi árið 2008. Menn greinir á um smáatriði þess sem gerðist, en eitt er víst að bankarnir fóru á hausinn af því þeir tóku áhættu sem þeir höndluðu ekki og við það fór samfélagið á hausinn. Það vill nefnilega svo til að áhættan sem bankarnir tóku var aðallega á kostnað samfélagsins en ekki eigenda bankanna eða stjórnenda. Bjarni, það er hægt að draga alls konar ályktanir af hruninu og heill bálkur þeirra lýtur að bönkunum: Bankar eru grundvallarstofnanir samfélagsins. Þeir sem hafa yfirráð yfir bönkum geta nýtt sér það til þess að kreista fé út úr samfélaginu næstum eins og þeim sýnist. Bankar taka áhættu á kostnað samfélagsins engu síður en eigenda þeirra. Og svo má lengi telja. Það er því svo sannarlega mál allrar þjóðarinnar hverjir eiga bankana. Þegar eignarhald á banka skiptir um hendur og þjóðinni er sagt að henni komi ekki við hverjir nýir eigendur séu ber að líta á það sem meðvitaða tilraun til þess að koma af stað vopnaðri byltingu. Nú kemur að ástæðu þess að ég er að ergja þig með þessu bréfi. Hún er sú að þér virðist standa of mikið á sama, í það minnsta í samanburði við frelsishetjurnar sem við viljum bera forsætisráðherra okkar saman við. Þeir grétu með þjóð sinni þegar illa gekk í stað þess að reyna að græða á eymd hennar og þeir hlógu með henni í stað þess að hlæja að henni. Ég er ekki að halda því fram að þú gerir þetta en þögn þín um mikilvæg mál og yfirlýstur vilji þinn til þess að gleyma þeim býður svo sannarlega heim þeim misskilningi. Þú verður að taka þig saman í andlitinu og leiðrétta þetta vegna þess að þú ert í hjarta þínu hlýr maður og vilt ekki að þjóðin þín sé þjökuð af áhyggjum og angist sem á rætur sínar í misskilningi. Nú ætla ég að gefa þér nokkur dæmi um það sem þú þarft að leiðrétta, helst með rauðum penna:1. Íslendingar standa á öndinni yfir því hvernig S-hópurinn plataði Búnaðarbankann út úr þjóðinni og fylgdi honum síðan inn í Kaupþing og notaði aðstöðu sína þar til þess að fylla vasa sína fé, meðal annars með því að blekkja heiminn til þess að trúa því að bankinn stæði betur en raun bar vitni, ef marka má Hæstarétt Íslands. Einhvern veginn finnst þjóðinni eins og þú látir þér þessa sögu í léttu rúmi liggja og hafir ekki séð ástæðu til þess að fordæma verknaðinn af þeim krafti sem leiðtogi þjóðarinnar ætti að gera. Þjóðin var blekkt af S-hópnum. Ef leiðtoga þjóðarinnar er umhugað um líðan hennar verður hann að fordæma S-hópinn af því afli að neistar fjúki. Það getur hann að vísu ekki nema honum finnist athæfi hópsins þess eðlis að það kalli á fordæmingu. Ég efast ekki um að þú hafir sömu skoðun á S-hópnum og þjóðin almennt, svo lát oss heyra. Síðan á þjóðin erfitt með að skilja hvernig stendur á því að þú virðist ekki skynja mikilvægi þess að fylgja eftir uppgötvuninni á svínaríi S-hópsins með rannsókn á einkavæðingum bankanna allra, bæði þeim fyrri og seinni. Þegar ég hef spurt þá sem gerst þykjast vita hvernig standi á þessum áhugaskorti þínum fæ ég bara eitt svar sem er að fjölskylda þín hafi verið á bólakafi í bankaskítnum og ef það yrði farið að moka þann flór, þá myndu ýmsir úr henni enda í fjóshaugnum. Viðmælendur mínir benda í því sambandi á eignarhald fjölskyldu þinnar á Íslandsbanka og setu föðurbróður þíns og viðskiptafélaga til margra ára í stjórn hans og því hvernig ykkur tókst að selja ykkur út úr bankanum nokkrum klukkustundum áður en hann fór á hausinn. Ég stend í þeirri trú að þetta sé líklega allt rangt eða í það minnsta orðum aukið. Þú verður hins vegar að tjá þig til þess að kveða niður þennan róg og síðan að sjá til þess að við vitum að þú viljir að einkavæðingin verði rannsökuð í tætlur.2. Fyrir rétt rúmum átta árum fór íslenskt efnahagslíf á hliðina. Bankarnir voru reknir með vöxt og skammtímagróða í huga frekar en öryggi og stöðugleika. Áhættan sem þessu fylgdi var að mestu á kostnað samfélagsins þannig að þegar bankarnir fóru á hausinn fór samfélagið að mestu leyti sömu leið. Dómstólar hafa komist að þeirri niðurstöðu að rekstur bankanna hafi undir það síðasta markast glæpsamlegum blekkingum, sem hafi verið ætlað að sannfæra heiminn um að keisarinn væri ekki nakinn. Það er því ljóst að þeir sem eiga og stjórna bönkum eru ekki yfir það hafnir að taka áhættu á kostnað samfélagsins né skirrast þeir við því að plata samfélagið til þess að ná sínu fram. Því er það sjálfsögð og réttlát krafa að eignarhaldi banka á Íslandi sé aldrei leynt og að samfélagið hafi úrslitaáhrif á það hverjir eigi bankana. Nú er hins vegar búið að selja drjúgan hluta Arion banka nokkrum vogunarsjóðum og Goldman Sachs sem eru að öllum líkindum að kaupa fyrir aðra ónefnda. Nú ef raunverulegir eigendur eru vogunarsjóðirnir og Goldman Sachs þá er bankinn að færast í hendur þeirra sem vinna fyrir saltinu í grautinn sinn með því að taka þá tegund áhættu sem kom samfélaginu á hausinn árið 2008, ef ekki þá er verið að leyna eignarhaldi. Það er ljóst, Bjarni, að samfélaginu finnst ekki að þú gangir vasklega fram í að upplýsa þetta mál og sýnir því grunsamlegt fálæti. Það eru meira að segja þeir sem halda því fram að það sé vegna þess að fjölskylda þín sé að undirbúa að kaupa sig inn í bankakerfið öðru sinni, til dæmis með því að láta Borgun kaupa Íslandsbanka með aðkomu lífeyrissjóða. Þetta verðurðu að kveða í kútinn sem fyrst.3. Það ætlar seint að þagna kliðurinn sem hlaust af sölu Landsbankans á Borgun. Sagan segir að kaupendur hafi fengið hlutinn fyrir slikk og meðal þeirra hafi verið menn úr frændgarði þínum. Í einni útgáfunni, nokkuð vinsælli, segir að fyrst hafi gengið á fund stjórnenda Landsbankans hópur manna frá Borgun og falast eftir hlutnum en ekki haft erindi sem erfiði. Nokkru síðar leitaði annar hópur frá Borgun til Bankans og í þetta skiptið var Einar Sveinsson, föðurbróðir (þinn) fjármálaráðherra, í för með þeim og í það skiptið var þeim tekið opnum örmum og hluturinn var seldur þeim á þann máta að það er varla hægt að líta á það sem annað en gjafagjörning; Landsbankinn gaf þessum nýja hópi mikil verðmæti. Sagan segir líka að frændsemi þín við Einar Sveinsson og staða þín sem fjármálaráðherra sé ástæða þess að svona hafi verið staðið að verki. Þetta þarftu að leiðrétta ef þess er kostur.4. Þessi gróusaga, sem er sú síðasta sem ég rek hér, fjallar um rútur sem aka farþegum til og frá flugstöðinni í Keflavík. Fyrirtækið utan um þær ku vera í eigu föður þíns og systkina og segir sagan að það sé enginn einn aðili sem hafi notið meira undanþágu frá fullum virðisaukaskatti sem hlotnaðist rútufyrirtækjum heldur en einmitt þessi gullmoli fjölskyldu þinnar. Ein aðalástæða þess er að þetta fyrirtæki hefur einkaleyfi á því að flytja farþega til og frá flugstöðinni í Keflavík. Einkaleyfið á, samkvæmt sögunni, að hafa fengist hjá ISAVIA þar sem Ingimundur Sigurpálsson er stjórnarformaður. Ingimundur er náinn vinur fjölskyldu þinnar og varð stjórnarformaður í umboði fjármálaráðherra sem þá varst þú, Bjarni Benediktsson. Í fullri lengd sinni er þessi saga með kafla um það þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyndu að sjá til þess að Ingimundur yrði ekki endurkosinn stjórnarformaður á aðalfundi ISAVIA um daginn, vegna þess að þetta liti illa út fyrir þig og fjölskyldu þína en þú hafir yppt öxlum af því að þér sé sama. Þetta er eitt af því sem kallar á rauðan penna til leiðréttingar. Bjarni, ég hef ekki rakið þessar sögur vegna þess að ég telji að það sé líklegt að þær séu sannar heldur vegna þess að það hittast varla svo tveir eða fleiri Íslendingar í dag án þess að þær séu sagðar. Þegar þú leggst í leiðréttingar á gróusögum af þeirri gerð sem hér hafa verið raktar er mikilvægt að gera það af einlægni og þannig að það skiljist hvað þú ert að reyna að segja. Ekki ætla ég mér þá dul að ráðleggja þér um það hvernig sé best að standa að því, en get gefið þér dæmi um það hvernig á ekki að gera svona lagað: Þegar Dagur B. Eggertsson var spurður í Silfrinu um daginn hvað honum fyndist um þau ummæli þín að borgin yrði að gyrða sig í brók í húsnæðismálum svaraði hann því til að sér fyndist það „ódýrt“. Hvað á maðurinn við? Húsnæðismál í borginni, sem og víða annars staðar á landinu, eru í ólestri. Þegar maður er með buxurnar á hælunum af hvaða ástæðu sem er stendur manni ekki annað til boða en að gyrða sig. Hann fór í vörn og með því fór einlægnin út um gluggann, sem var einfaldlega ekki í boði. Bjarni, þetta er gott dæmi um það hvað það getur verið hættulegt fyrir pólitíkus að hrökkva í vörn. Síðar í þættinum sagði Dagur: „Við erum með sérstaka áherslu á samvinnu við uppbyggingaraðila sem eru ekki að byggja í hagnaðarskyni.“ Hann er nýbúinn að skrifa undir samning við Ólaf Ólafsson S-hóps foringja um að byggja 320 íbúðir fyrir Borgina. Þar af leiðandi er enginn möguleiki fyrir venjulegt fólk að skilja hvað hann meinar með því að hann leggi sérstaka áherslu á samvinnu við aðila sem vilja forðast hagnað. Það hefur reyndar vafist fyrir mörgum manninum að skilja taumlaust orðskrúðið sem flæðir út úr Degi. Í þetta skiptið hallast ég að því að hann hafi ekki skilið það sjálfur. Þegar þú ræðst í leiðréttingarnar verðurðu að gera þær kröfur til þín að þjóðin skilji og virði það sem þú segir. Nú vil ég leggja áherslu á að ekkert af því sem ég hef sagt hér að ofan ber að skilja sem árás á Ólaf Ólafsson, þann vaska mann. Frá mínum bæjardyrum séð er hann er einfaldlega bísnissmaður sem fyrir hrun gerði það sem við sem þjóð og eftirlitsaðilar okkar létu hann komast upp með og er nú aftur kominn á kreik af því að við leyfum honum það sem hlýtur að teljast merki um einhvers konar brjálæði. Ég er því ósammála landlækni þegar hann segir að Íslendingar bryðji of mikið af geðlyfjum, ég held því fram að hegðun þeirra bendi til þess að þeir þjáist af skorti á þeim.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun