Þessi 17 ára strákur stökk 5,90 metra á móti um síðustu helgi sem er einfaldlega besta stökk ársins í heiminum. Ekki bara í unglingaflokki heldur í fullorðinsflokki líka.
Þetta stökk hefði tryggt honum bronsverðlaun á ÓL í Ríó og er hærra en öll sigurstökkin á HM fullorðinna frá 2001. Lygilegt.
Duplantis á bandarískan föður en sænska móður. Hann býr í Bandaríkjunum en keppir fyrir Svíþjóð og á eftir að raka inn verðlaunum fyrir Svía á stórmótum í framtíðinni.
Hér að neðan má sjá stökkið magnaðan.