Svikin loforð – enn og aftur Guðríður Arnardóttir skrifar 5. apríl 2017 16:00 Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun