Hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð um Iðnó? Ögmundur Jónasson skrifar 6. apríl 2017 07:00 Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02 Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Iðnó í Reykjavík hefur í eitt hundrað og tuttugu ár verið menningarhús Reykvíkinga, verkalýðshús, leikhús, listasmiðja leikhúsfólks, samkomuhús fyrir aðskiljanlega viðburði, ráðstefnustaður, fundarstaður, veitingastaður, veislustaður, erfidrykkjustaður, fermingarveislustaður, allt þetta, og alltaf opið okkur öllum. Ég hef reynslu af Iðnó svo lengi sem ég man eftir mér, fyrst náttúrlega sem leikhúsgestur og hin síðari ár sem þátttakandi í viðburðum innan veggja Iðnó. Í Hruninu voru oft líflegir umræðufundir í Iðnó. Ég hef reynslu af því að skipuleggja fundi þar sem ráðherra, þingmaður og sem einstaklingur á eigin vegum án þess að tilheyra tilteknum hópi. Og í stuttu máli þá er reynsla mín af Iðnó góð. Þess vegna sperrti ég eyrun þegar ég frétti að til stæði að borgin segði upp samningi við núverandi rekstraraðila og leitaði á ný mið. Ég varð mér úti um tilboð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn. Mér skilst að Reykjavíkurborg sækist eftir hærri leigutekjum og fengi þær ef tilboði yrði tekið. En hvað kynni að glatast með því? Hefur þeirri spurningu verið svarað? Hækkar þá leiga til þeirra sem, iðulega af vanefnum, efna til funda eða nýta sér húsið, hópa leiklistarfólks til dæmis, mannréttindahópa eða þeirra sem boða til almennra umræðufunda? Eða er ætlunin að annars konar starfsemi fari fram í húsinu en hingað til? Ef svo er, þá á sú umræða að fara fram opinberlega því hún er í eðli sínu pólitísk, fjallar um tilgang og markmið. Greinargerð þeirra sem vilja taka að sér reksturinn á Iðnó er sérkennileg lesning, eins konar auglýsingabæklingur þar sem mikið er gert úr fagmannlegum nefndum og ráðum en án þess að maður verði nokkru nær um hvað raunverulega kæmi til með að breytast, annað en meint fagmennska sem samkvæmt mínum gæðastuðli hefur verið til fyrirmyndar í Iðnó – að ónefndri lipurð og ljúfmennsku. Eitt er nokkuð ljóst. Einfaldara verður það ekki fyrir okkur sem höfum staðið fyrir fundum í Iðnó að þurfa að skríða í gegnum nálarauga innlendra og erlendra fagmanna sem dæmi um það hvort við séum húsum hæf: „Utanaðkomandi hópar eða samtök geta sótt um að halda viðburði í gegn um ákveðið umsóknarferli. Óháð valnefnd mun meta umsóknir og gera tillögur um úthlutun á þriggja mánaða fresti. Umsóknir verða metnar á grundvelli gæða, fjölbreytileika, gildi og hvort þær hæfi húsnæðinu. Um opna viðburði munum við eiga náið samstarf við innlenda og alþjóðlega aðila.“ Þessi texti úr tilboðinu segir sína sögu. En hafa borgaryfirvöld sagt sitt síðasta orð, telja þau sig ekki þurfa að skýra betur út fyrir okkur kjósendum hvað fyrir þeim vakir?
Kveður Iðnó eftir sextán ár og er "gjörsamlega slegin“ Margrét Rósa Einarsdóttir hefur undanfarin 16 ár haft umsjón með starfsemi Iðnó. Breyting verður á í haust þegar nýir leigjendur taka við húsinu. 15. mars 2017 13:02
Reginn fasteignafélag vildi kaupa Iðnó Þeir Þórir Bergsson og René Boonekamp munu taka við umsjón Iðnó í haust. 15. mars 2017 11:08
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun