Lífið

Þetta eru ástæðurnar fyrir því að þú eyðir svona miklu á djamminu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt kvöld getur kostað.
Skemmtilegt kvöld getur kostað. Vísir/getty
Það kannast eflaust margir við það að eyða miklum peningi þegar það fer út að skemmta sér og neytir í leiðinni áfengis.

Hver hefur ekki lent í því að fara inn á heimabankann daginn eftir og fengið áfall yfir eyðslunni.

Á vef Independent er farið nokkuð ítarlega yfir þær ástæður af hverju fólk eyðir svona miklum peningi. Samkvæmt Dr. Seth Rankin eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju fólk er líklegra til þess að henda frá sér peningum drukkið, en hann tjáir sig um málið í Cosmopolitan.

Hér að neðan má lesa um nokkrar þeirra:

1. Minnisleysi er ein helsta ástæðan fyrir því að við eyðum miklum peningi. Því meira sem þú drekkur, því meira gleymir maður og því meira eyðir maður.

2. Áfengi fær mann til að gleyma öllum áhyggjum. Því afslappaðri sem maður er, því líklegra er að maður eyði. Þá t.d. gleymir maður kannski bara að maður þarf að borga leigu, símareikning og visa-reikninginn.

3. Áfengi getur haft þau áhrif á heilann og getur manneskjan getur verið í vandræðum með að reikna út hvað allir þessir drykkir kosta samanlagt. Rankin segir einnig að manneskja kaupi oft marga drykki til að sýna völd innan hópsins.

4. Áfengi fær mann til að taka ákvarðanir sem eru ekki úthugsaðar og eru sumir stundum í þó nokkru ójafnvægi. Þetta fær mann til að eyða peningum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×