Sviðsljósið er aðallega á meistaranum í léttþungavigt, Daniel Cormier, og andstæðingi hans Anthony Johnson.
Það er ekki mjög illt á milli þeirra er þeir mæta saman í útvarps- og sjónvarpsviðtal hjá ESPN. Cormier verður reyndar frekar fúll er Johnson stelur sætinu hans í sjónvarpsviðtalinu.
Bardagakvöldið í Buffalo fer fram á laugardag og er í beinni á Stöð 2 Sport.