Allir á tánum vegna risaborðspils Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2017 10:30 Hópurinn hittist síðastliðið sunnudagskvöld til að ljúka spilinu þar sem spennan var orðin óbærileg. vísir/ernir Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Undanfarnar fjórar vikur hafa vinnufélagar hjá Novomatic Lottery Solutions í Kópavogi nýtt hádegishléin til þess að spila borðspilið Mega Civ. Spilið hefur haft talsverð áhrif á andann á vinnustaðnum. „Reglan er sú að við förum snemma í mat, setjumst yfir spilið, stillum vekjaraklukku og spilum þar til hún hringir. Þá standa allir upp og fara aftur að vinna,“ segir Rúnar Þór Þórarinsson. Mega Civ kom út árið 2015 og byggir á grunni Civilization-spila, sem síðar urðu að tölvuleikjum, nema spilið er allt miklu miklu stærra. Spilið er fyrir fimm til átján leikmenn og er gert ráð fyrir því að hvert spil taki minnst um tólf klukkustundir. Pantað að utan kostar spilið um 40 þúsund krónur komið til landsins. „Það eru átta þjóðir sem spila hjá okkur en síðan eru þrír varamenn sem hlaupa inn í spilið ef svo óheppilega vill til að fundur hitti á matarhléið,“ segir Rúnar Þór. Hópurinn við borðið.vísir/ernir Áður en hafist var handa við að spila þekktust ekki allir leikmenn innbyrðis. Sumir voru svo að kalla nýbyrjaðir að vinna hjá fyrirtækinu og segja að leikurinn hafi verið fyrirtaksleið til að kynnast vinnufélögunum. Líkt og þeir sem hafa spilað Civilization vita snýst leikurinn um að byggja upp veldi með því að reisa borgir og þróa þær. Maður getur þó ekki gert það einn síns liðs því maður verður alltaf að vera á varðbergi fyrir mögulegum árásum annarra leikmanna sem horfa öfundaraugum á heimsveldi þitt. „Við höfum gert bandalög til varnar og viðskipta og venjulega eru slík bandalög í mesta lagi til einnar eða tveggja umferða. Nú hafa handsöluð bandalög hins vegar haldist allt spilið,“ segir Rúnar. „Í vinnunni er maður alltaf tortrygginn. Það eru margar hópspjallrásir í gangi fyrir hvert og eitt bandalag og það er mjög óþægilegt að ganga fram hjá tölvuskjá hjá einhverjum og sjá að hann er í hópspjalli sem þú ert ekki í sjálfur. Þetta hefur breytt vinnudeginum svolítið. Öll samtöl hafa einhvern undirliggjandi tón sem tengist spilinu,“ segir Rúnar. „En þetta hefur orðið til að bæta andann. Við munum klárlega spila þetta aftur með svipuðum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borðspil Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira