Léttþungavigtarmeistarinn hjá UFC, Daniel Cormier, hefur ekki mikla trú á félaga sínum hjá UFC, Conor McGregor, í boxbardaga gegn Floyd Mayweather.
Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um að þeir gætu mæst í boxbardaga síðar á þessu ári. Hinn fertugi Mayweather barðist síðast í september árið 2015 en það skiptir Cormier engu máli.
„Floyd myndi drepa Conor. Conor McGregor getur ekki boxað við Floyd Mayweather. Við skulum tala í alvörunni. Hvorugur getur hoppað inn í íþrótt hins,“ sagði Cormier sem ver titil sinn um helgina gehn Anthony Johnson.
„Ef þetta væri MMA-bardagi þá myndi Conor drepa hann. Floyd myndi ekki endast í tvær mínútur í búrinu með honum.
„Floyd Mayweather er þannig fjárhagslega stæður að hann getur samið reglurnar eftir sínu höfði. Conor mun þurfa að fara til hans og því mun Floyd lemja hann.“
