Mál Thomasar Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í hádeginu á mánudag. Hann er ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot.
Thomasi var birt ákæran í morgun. Gera má ráð fyrir að hann taki formlega afstöðu til ákærunnar við þingfestinguna á mánudag, en hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu við yfirheyrslur.
Thomas hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 18. janúar síðastliðnum, eftir að hafa verið handtekinn í aðgerðum sérsveitarinnar um borð í togaranum Polar Nanoq. Hann er vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði.
Gert er ráð fyrir aðalmeðferð málsins fari fram fyrir sumarfrí dómstólanna, sem hefst í júlí.
Mál Thomasar Møller þingfest á mánudag

Tengdar fréttir

Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans
Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu

Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi
Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag.

Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur
Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi.