Tveggja og hálfs árs fangelsi og 300 milljón króna sekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 19:54 Friðjón þarf að greiða 300 milljónir króna innan fjögurra vikna. Annrars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. vísir/vilhelm Friðrik Björgvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna Gegn einokun og 1949, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Friðjóni var jafnframt gert að greiða rúmar 307 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Annars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. Þá var eiginkona hans, Harpa Hlynsdóttir, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerðar voru upptækar tæplega fimm milljónir króna við rannsókn málsins, og fjöldi raftækja á borð við fartölvur, leikjatölvur, farsíma og fleira. Skattsvik Friðjóns nema um 100 milljónum króna. Honum var gefið að sök að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nam upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nam um 2,5 milljónum króna. Jafnframt var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Hjónin voru svo bæði ákærð fyrir peningaþvætti, en Friðjóni var gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankareikning sinn hjá Landsbankanum. Þar átti hann að hafa geymt peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikning þeirra hjóna. Að lokum var hann sakaður um að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota. Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Friðrik Björgvin Gunnarsson, framkvæmdastjóri félaganna Gegn einokun og 1949, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og peningaþvætti. Friðjóni var jafnframt gert að greiða rúmar 307 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Annars bætast tólf mánuðir við fangelsisdóm hans. Þá var eiginkona hans, Harpa Hlynsdóttir, dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gerðar voru upptækar tæplega fimm milljónir króna við rannsókn málsins, og fjöldi raftækja á borð við fartölvur, leikjatölvur, farsíma og fleira. Skattsvik Friðjóns nema um 100 milljónum króna. Honum var gefið að sök að hafa vantalið virðisaukaskatt vegna einkahlutafélagsins Gegn einokun á árunum 2012 og 2013 en samkvæmt ákæru nam upphæðin 83,5 milljónum króna. Þá var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti vegna einkahlutafélagsins 1949 en sú upphæð nam um 2,5 milljónum króna. Jafnframt var hann sakaður um að hafa ekki talið fram tekjur sem nema rúmlega 41 milljón króna. Með því sveik hann tæplega 16,5 milljónir undan skatti þar sem hann greiddi hvorki tekjuskatt né útsvar. Hjónin voru svo bæði ákærð fyrir peningaþvætti, en Friðjóni var gefið að sök að hafa lagt eða látið leggja rúmlega 21 milljón króna, sem var hluti ávinningsins af skattsvikunum, inn á bankareikning sinn hjá Landsbankanum. Þar átti hann að hafa geymt peninginn þar til hann ráðstafaði honum til þess að greiða kreditkortareikning þeirra hjóna. Að lokum var hann sakaður um að hafa lagt tæplega 11,5 milljónir króna inn á bankareikning eiginkonu sinnar og var hún einnig ákærð fyrir peningaþvætti vegna þessa þar sem hún veitti upphæðinni viðtöku á bankareikningi sínum. Undanfarin ár hafa ítrekað komið upp ásakanir á hendur Friðjóni um kennitöluflakk vegna viðskipta hans. Þannig var greint frá því í í DV ágúst 2014 að 12 af 17 hlutafélögum sem Friðjón tengist hafi verið lýst gjaldþrota.
Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28 Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01 Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17 Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Buy.is ákærður fyrir að svíkja rúmlega hundrað milljónir undan skatti Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðjóni Gunnari Björgvinssyni, fyrrverandi eiganda netverslunarinnar Buy.is, fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. 15. nóvember 2016 13:28
Krefur eigendur Eplis um 40 milljónir í skaðabætur Friðjón Björgvin Gunnarsson telur lögbann á innflutning Buy.is á Apple vörum hafa keyrt rekstur Buy.is í þrot. 8. desember 2015 15:01
Buy.is sektuð fyrir að kalla iStore „okurbúllu“ Ummælin sögð „ómálefnaleg og til þess fallin að kasta rýrð á iStore“. 25. október 2013 21:17
Eigendur Buy.is og iPhone.is saka hvor annan um meiðyrði Eigandi Buy.is sakar eiganda iPhone.is um að kalla sig skattsvikara og stunda kennitöluflakk. 8. nóvember 2013 15:27