Rangfærslur dómsmálaráðherra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. apríl 2017 07:00 Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Sjaldgæft er að fangar setjist saman fyrir framan sjónvarpið til þess eins að hlýða á umræður kjörinna fulltrúa á Alþingi. Snemma í marsmánuði var þó slík stund þegar fram fór sérstök umræða um stöðu fanga. Það örlaði á brosi meðal áhorfenda, aðallega bjartsýnisbrosi vegna þess velvilja sem gætti meðal þingmanna sem tóku til máls en einnig þótti hálf brosleg áberandi fákunnátta ráðherra málaflokksins. Það er þó kannski skiljanlegt ráðherranum hafi ekki tekist að setja sig inn í fangelsismál á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í embætti. Mörg mál hvíla á herðum ráðherra og fangar eru vanir því að sitja á hakanum. Til að flýta örlítið fyrir skal hér bent á nokkur atriði sem ráðherra fór rangt með í ræðu sinni:„ Í nýjum lögum sem Alþingi samþykkti á síðasta ári var betrunarstefnan lögfest.“ Rangt. Refsistefnan var enn og aftur lögfest en orðið betrun skilgreint. Þetta er tvennt ólíkt og í raun var lítil breyting gerð á eldri lögum nema það að orðinu betrun var bætt inn eftir kröftug mótmæli Afstöðu um að ekkert mætti finna um betrun í frumvarpi til laganna.„Með þessum lögum voru réttindi fanga aukin með rýmkun á fullnustu utan fangelsa, svo sem samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti, vinnu og námi utan fangelsis, fjölskylduleyfi og þess háttar.“ Rangt. Réttindi um vinnu og nám utan fangelsis voru þrengd. Fjölskylduleyfum var komið á en þau eru háð svo ströngum skilyrðum að til þess að geta notið þeirra þarf fangi að vera með meira en 13 ára dóm. Þá hafa þeir fangar yfirleitt misst tengsl við fjölskyldur sínar, einmitt vegna þess að allt kapp er lagt á það í fangelsiskerfinu að sundra fjölskyldum frekar en að sameina.„Verknám er orðinn stór hluti afplánunar“ Rangt. Í öllum fangelsum landsins er ekkert verknám í boði! Örfáir tímar af og til undanfarin ára hafa þó verið í logsuðu á Litla-Hrauni. Allar hugmyndir Afstöðu um verknám, sem hefði auðveldlega verið hægt að gera frá öllum fangelsum landsins án meiri kostnaðar hafa verið hundsaðar í gegnum tíðina.„Það hefur stundum verið erfitt að manna þær stöður [sálfræðinga].“ Rangt. Aldrei hefur verið vandamál að manna stöðu sálfræðinga við fangelsin. Nær væri að fjölga stöðugildum sálfræðinga og að þeir störfuðu við fangelsin en ekki á skrifstofu fangelsismálastofnunar. Hins vegar er rétt að erfitt hefur reynst að manna stöðugildi geðlæknis vegna þess að þeir telja starfsumhverfið sem þeim er gert að vinna við óásættanlegt.„Ég vil þó nefna í lokin varðandi endurkomutíðnina að hún er með skásta móti hér á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin.“ Rangt. Fram kom í máli Ólafar Nordal, fyrrv. innanríkisráðherra á Alþingi í umræðum um fullnustu refsinga á 145. löggjafarþingi, að „[e]ins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ og bætti við að henni þætti það allt of hátt hlutfall. Afstaða tekur heilshugar undir þau orð Ólafar Nordal. Það var þó jákvætt að heyra frá dómsmálaráðherra að vinna við svokallaða fullnustuáætlun væri í gangi og að ráðherrann hefði undirstrikað að ekki stæði annað til en að sjónarmið Afstöðu fengju að koma fram við gerð og vinnu áætlunarinnar. Sú áætlun hefur reyndar verið í vinnslu frá því í árslok 2015, en ráðherrann sagðist þó vonast til að starfshópurinn lyki störfum á næstu vikum. Og þar sem enn hefur ekki verið haft samband við Afstöðu, og miðað við reynslu félagsins af slíkri vinnu í ráðuneytinu, er ólíklegt að sjónarmið fanga fái að heyrast - fyrr en áætlunin hefur verið fullgerð. Úttekið: „eins og við vitum kemur annar hver fangi aftur í fangelsi“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar