Keflavík keppi við Helsinki sem tengistöð heimsálfa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:15 Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“ WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“
WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13
Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01