Saga til næsta bæjar: Strönd útlaganna Stefán Pálsson skrifar 9. apríl 2017 09:00 Úr því að Franska-Gvæjana var í huga Frakka orðin einhvers konar helvíti á jörðu, var óraunhæft að stofna þar hefðbundna nýlendu með fólki sem flyttist sjálfviljugt, en snemma kviknaði sú hugmynd að þangað mætti senda sakamenn. Árið 1969 kom út í Frakklandi bókin Papillon eða Fiðrildið eftir Henri Charrière. Verkið sló þegar í gegn og tróndi á toppi sölulista í marga mánuði. Sagan var þýdd á fjölda tungumála og kom út á íslensku árið 1976. Þremur árum fyrr var hún kvikmynduð með stórleikurunum Steve McQueen og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Vinsældir Papillion voru skiljanlegar enda Charrière afbragðssögumaður og fléttan æsileg. Sagan gerist á fjórtán ára tímabili, frá 1931 til 1945, og byggði að sögn höfundarins í öllum meginatriðum á ævi hans sjálfs, allt frá því að hann var handtekinn og ranglega dæmdur fyrir morð árið 1931 þar til hann slapp úr fangelsi fjórtán árum síðar eftir ótal flóttatilraunir, sem margar hverjar gengu upp en enduðu yfirleitt með nýrri handtöku innan skamms. Ævintýri þessi gerast öll í Frönsku-Gvæjana, fanganýlendu Frakka í Suður-Ameríku þar sem söguhetjan var vistuð í hverju fangelsinu öðru rammgerðara. Að lokum var honum komið fyrir á hinni alræmdu Djöflaey, sem útilokað var talið að flýja frá, en það tókst engu að síður. Áhugafólk um æsilegar flóttabókmenntir verður ekki svikið af sögunni um Papillon, þótt fræðimenn dragi sannleiksgildi hennar í efa. Þannig lýstu frönsk stjórnvöld því yfir skömmu eftir útkomu bókarinnar að Charrière hefði aldrei verið vistaður á Djöflaey, sem þess utan var ekki nýtt til þrælkunarvinnu líkt og lýst er í bókinni heldur sem einangrunarfangelsi fyrir fanga sem taldir voru sérlega háskalegir eða þjáðust af geðsjúkdómum. Talið er að Charrière hafi í raun upplifað fæst þeirra ævintýra sem hann lýsir í sögunni, heldur safnað saman frásögnum samfanga sinna og spunnið úr þeim spennandi söguþráð. En þótt umgengni höfundarins við sannleikann kunni að hafa verið frjálsleg, átti bókin stóran þátt í að vekja athygli umheimsins á ljótum kafla í franskri sögu, fanganýlendunni í Frönsku-Gvæjana. Franska-Gvæjana er rúmlega 80 þúsund ferkílómetra landsvæði með 250 þúsund íbúa á norðvesturhorni meginlands Suður-Ameríku. Hún liggur að Brasilíu til suðurs, en vestan hennar eru tvö smáríki, Súrínam og Gvæjana. Þau ríki eru bæði fjölmennari en Franska-Gvæjana og eru fullvalda, þótt tengslin við gömlu nýlenduveldin, Holland og Bretland, séu enn sterk. Franska-Gvæjana telst á hinn bóginn hluti franska ríkisins. Íbúarnir eru Frakkar, kjósa í frönsku þing- og forsetakosningunum, notast við evru í viðskiptum og landið er hluti af Evrópusambandinu.Prettir og plágur Saga Evrópumanna í þessu einangraða landi hófst þegar með fyrstu leiðöngrum Kristófers Kólumbusar til nýja heimsins, þegar menn hans sigldu að ströndum Suður-Ameríku og freistuðu landgöngu. Í refskák evrópsku nýlenduveldanna færðist landið milli áhrifasvæða ýmissa ríkja, en snemma fengu Frakkar þó augastað á því. Fyrstu tilraunir til að koma upp frönskum nýlendum á svæðinu voru gerðar á fyrri hluta sautjándu aldar, en fóru út um þúfur vegna árása innfæddra og árekstra við önnur stórveldi. Sjö ára stríðinu (sem raunar stóð í níu ár) lauk árið 1763 með sigri Breta en fullum ósigri Frakka og Spánverja. Í friðarsamningunum misstu Frakkar mikil lönd í Vesturheimi og var Franska-Gvæjana meðal þess litla sem þeir héldu eftir. Í kjölfarið jókst því áhugi franskra stjórnmálamanna á að nýta þessar lendur sínar með einhverjum hætti. Stjórn Loðvíks fimmtánda freistaði þess að hefja stórfellt landnám og lokkaði þúsundir Frakka vestur um haf með gylliboðum um auðævi og líf í lystisemdum. Það reyndust orðin tóm. Landnemarnir kunnu ekkert á umhverfið, máttu þola árásir indíána og hrundu niður úr hitabeltissjúkdómum. Aðeins nokkur hundruð áttu afturkvæmt til Frakklands og lýstu þar illri vist sinni, með þeim afleiðingum að Franska-Gvæjana fékk á sig illt orð meðal almennings sem lifði áratugum saman. Úr því að Franska-Gvæjana var í huga Frakka orðin einhvers konar helvíti á jörðu, var óraunhæft að stofna þar hefðbundna nýlendu með fólki sem flyttist sjálfviljugt, en snemma kviknaði sú hugmynd að þangað mætti senda sakamenn. Þannig var hópur fylgismanna byltingarforingjans Robespierres sendur þangað í útlegð eftir að leiðtogi þeirra var fundinn sekur um landráð og tekinn af lífi í hjaðningavígum frönsku byltingarinnar. Þá smástyrktist plantekrubúskapurinn í landinu, sem byggðist á svörtum þrælum. Ein helsta framleiðsluvaran var rauður pipar, sem nefnist cayenne-pipar á ýmsum tungumálum og er einmitt kenndur við Cayenne, höfuðstað og langfjölmennasta bæ Frönsku-Gvæjana. Það var þó ekki fyrr en um miðja nítjándu öld að stórfelldir flutningar á föngum hófust frá Frakklandi til Frönsku-Gvæjana. Í fyrstu voru það einkum glæpamenn sem fengið höfðu þyngstu dómana sem hlutu þessi örlög, en árið 1885 voru sett lög þess efnis að þeir sem hlytu dóm fyrir sinn þriðja glæp skyldu sendir til fanganýlendunnar óháð því hversu smávægileg afbrotin kynnu að vera. Fólkið sem hlaut þessi örlög skyldi afplána refsingu sína í fangabúðum en að því loknu vera óheimilt að snúa aftur til Frakklands. Í þeirri von að fanganýlendan yrði með tímanum burðugt samfélag, voru dómstólar sérstaklega duglegir við að dæma konur í útlegðarvist í þeirri von að þær myndu giftast fyrrverandi föngum og eiga með þeim börn.Harðasti dómurinn Fyrirmyndir þessa kerfis voru ýmsar. Þannig höfðu Bretar um langt skeið létt af yfirfullum fangelsum sínum með því að senda heilu skipsfarmana af fólki til Ástralíu. Ólíku var þó saman að jafna varðandi möguleika fólks á að bjarga sér í hinum nýju heimkynnum. Í Frönsku-Gvæjana beið fæstra annað en örbirgð, þar sem betl og þjófnaður voru helstu bjargirnar og hvers kyns sjúkdómar herjuðu á mannskapinn. Útlegðardómur til fanganýlendunnar var því í ansi mörgum tilvikum í raun skjótvirkur dauðadómur. Hörmulegastar eru þó lýsingarnar á þeim fangelsum sem vistuðu geðsjúka afbrotamenn eða fólk sem sturlast hafði meðan á dvölinni stóð. Það var læst inni í rammgerðum byggingum sem fangaverðirnir sjálfir hættu sér tæpast inn í og þar réði algjört stjórnleysi ríkjum. Fengu fangarnir mat afhentan í gegnum lúgu og varðmenn hirtu í staðinn lík þeirra sem dóu eftirlitslausir innan múranna. Þrátt fyrir harðneskjuleg viðhorf þessara ára á sviði refsinga, hefði aðbúnaður af þessu tagi aldrei verið liðinn í Evrópu en fékk að viðgangast athugasemdalaust í hinu fjarlæga landi. Dreyfuss-málið sem skók franskt samfélag um aldamótin 1900 beindi athyglinni að aðstæðum á Djöflaey og í öðrum fangabúðum Frönsku-Gvæjana. Alfred Dreyfuss, gyðingur og yfirmaður í franska hernum, var þar ranglega sakfelldur fyrir að selja Þjóðverjum hernaðarleyndarmál. Dreyfuss eignaðist fjölmarga málsvara úr röðum frjálslyndra Frakka. Honum var haldið föngnum á Djöflaey og varð það til þess að ýmsir blaðamenn tóku að kynna sér ástandið þar. Árið 1906 var Dreyfuss sýknaður eftir gríðarlega harðar deilur og í kjölfarið ákvað franska ríkisstjórnin að stefna að lokun fangelsanna í áföngum. Það tók þó lengri tíma en ætlað var, meðal annars vegna tveggja heimsstyrjalda og heimskreppunnar. Formlega voru fangabúðirnar starfræktar til ársins 1951 og í raun nokkuð lengur, þar sem geðsjúkum föngum var haldið áfram innilokuðum. Þá hirti franska stjórnin ekki um að flytja heim þá fanga sem látnir voru lausir. Því var fjöldi fólks sem ekki gat greitt fargjaldið til Frakklands strandaglópar í landinu og bjó við sára fátækt. Franska-Gvæjana fékk árið 1946 stjórnskipulega stöðu sína sem hluti franska ríkisins. Tveimur áratugum síðar fluttu Frakkar miðstöð geimferðaáætlunar sinnar þangað frá Alsír, en nálægðin við miðbaug gerir landið heppilegt til geimskota. Eru flest geimskot Evrópsku geimferðastofnunarinnar því framkvæmd í Frönsku-Gvæjana og skapar þjónusta í tengslum við það allnokkrar tekjur fyrir heimamenn. Þjóðarframleiðsla á mann er nokkru hærri í landinu en gerist og gengur í Suður-Ameríku, en lífskjör eru þó miklu lakari en í Frakklandi sjálfu. Fátækt er útbreidd, um fjórðungur landsmanna er án atvinnu og stór hluti landsmanna hefur ekki tryggan aðgang að rafmagni og heilsusamlegu neysluvatni. Þótt franska ríkisfangið tryggi íbúum Frönsku-Gvæjana ýmis réttindi, svo sem fría grunnmenntun og heilbrigðisþjónustu, má segja að sambandið við Frakkland sé einnig fjötur um fót og komi í veg fyrir að þjóðfélagið og atvinnulífið geti þróast á eigin forsendum. Framleiðsla er lítil og samfélagið algjörlega komið upp á innflutning og opinberan stuðning. Íbúarnir eru ósáttir við kjör sín og afskiptaleysi franskra stjórnmálamanna sem sýna landinu engan áhuga nema rétt í aðdraganda kosninga. Á liðnum vikum hafa kröftug mótmæli og allsherjarverkföll riðið yfir Frönsku-Gvæjana, þar sem efnahagslegra úrbóta er krafist og stjórnmálamönnum sagt til syndanna. Það var því eins og olía á eld þegar Emmanuel Macron, sem talinn er sigurstranglegastur í forsetakosningunum, tjáði sig um málefni Frönsku-Gvæjana og reyndist svo fáfróður um landið að hann hélt að það væri eyja! Íbúar þessarar snauðu gömlu fanganýlendu eygja því litlar breytingar þótt nýr maður flytji í forsetahöllina í París. Birtist í Fréttablaðinu Franska Gvæjana Saga til næsta bæjar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Árið 1969 kom út í Frakklandi bókin Papillon eða Fiðrildið eftir Henri Charrière. Verkið sló þegar í gegn og tróndi á toppi sölulista í marga mánuði. Sagan var þýdd á fjölda tungumála og kom út á íslensku árið 1976. Þremur árum fyrr var hún kvikmynduð með stórleikurunum Steve McQueen og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Vinsældir Papillion voru skiljanlegar enda Charrière afbragðssögumaður og fléttan æsileg. Sagan gerist á fjórtán ára tímabili, frá 1931 til 1945, og byggði að sögn höfundarins í öllum meginatriðum á ævi hans sjálfs, allt frá því að hann var handtekinn og ranglega dæmdur fyrir morð árið 1931 þar til hann slapp úr fangelsi fjórtán árum síðar eftir ótal flóttatilraunir, sem margar hverjar gengu upp en enduðu yfirleitt með nýrri handtöku innan skamms. Ævintýri þessi gerast öll í Frönsku-Gvæjana, fanganýlendu Frakka í Suður-Ameríku þar sem söguhetjan var vistuð í hverju fangelsinu öðru rammgerðara. Að lokum var honum komið fyrir á hinni alræmdu Djöflaey, sem útilokað var talið að flýja frá, en það tókst engu að síður. Áhugafólk um æsilegar flóttabókmenntir verður ekki svikið af sögunni um Papillon, þótt fræðimenn dragi sannleiksgildi hennar í efa. Þannig lýstu frönsk stjórnvöld því yfir skömmu eftir útkomu bókarinnar að Charrière hefði aldrei verið vistaður á Djöflaey, sem þess utan var ekki nýtt til þrælkunarvinnu líkt og lýst er í bókinni heldur sem einangrunarfangelsi fyrir fanga sem taldir voru sérlega háskalegir eða þjáðust af geðsjúkdómum. Talið er að Charrière hafi í raun upplifað fæst þeirra ævintýra sem hann lýsir í sögunni, heldur safnað saman frásögnum samfanga sinna og spunnið úr þeim spennandi söguþráð. En þótt umgengni höfundarins við sannleikann kunni að hafa verið frjálsleg, átti bókin stóran þátt í að vekja athygli umheimsins á ljótum kafla í franskri sögu, fanganýlendunni í Frönsku-Gvæjana. Franska-Gvæjana er rúmlega 80 þúsund ferkílómetra landsvæði með 250 þúsund íbúa á norðvesturhorni meginlands Suður-Ameríku. Hún liggur að Brasilíu til suðurs, en vestan hennar eru tvö smáríki, Súrínam og Gvæjana. Þau ríki eru bæði fjölmennari en Franska-Gvæjana og eru fullvalda, þótt tengslin við gömlu nýlenduveldin, Holland og Bretland, séu enn sterk. Franska-Gvæjana telst á hinn bóginn hluti franska ríkisins. Íbúarnir eru Frakkar, kjósa í frönsku þing- og forsetakosningunum, notast við evru í viðskiptum og landið er hluti af Evrópusambandinu.Prettir og plágur Saga Evrópumanna í þessu einangraða landi hófst þegar með fyrstu leiðöngrum Kristófers Kólumbusar til nýja heimsins, þegar menn hans sigldu að ströndum Suður-Ameríku og freistuðu landgöngu. Í refskák evrópsku nýlenduveldanna færðist landið milli áhrifasvæða ýmissa ríkja, en snemma fengu Frakkar þó augastað á því. Fyrstu tilraunir til að koma upp frönskum nýlendum á svæðinu voru gerðar á fyrri hluta sautjándu aldar, en fóru út um þúfur vegna árása innfæddra og árekstra við önnur stórveldi. Sjö ára stríðinu (sem raunar stóð í níu ár) lauk árið 1763 með sigri Breta en fullum ósigri Frakka og Spánverja. Í friðarsamningunum misstu Frakkar mikil lönd í Vesturheimi og var Franska-Gvæjana meðal þess litla sem þeir héldu eftir. Í kjölfarið jókst því áhugi franskra stjórnmálamanna á að nýta þessar lendur sínar með einhverjum hætti. Stjórn Loðvíks fimmtánda freistaði þess að hefja stórfellt landnám og lokkaði þúsundir Frakka vestur um haf með gylliboðum um auðævi og líf í lystisemdum. Það reyndust orðin tóm. Landnemarnir kunnu ekkert á umhverfið, máttu þola árásir indíána og hrundu niður úr hitabeltissjúkdómum. Aðeins nokkur hundruð áttu afturkvæmt til Frakklands og lýstu þar illri vist sinni, með þeim afleiðingum að Franska-Gvæjana fékk á sig illt orð meðal almennings sem lifði áratugum saman. Úr því að Franska-Gvæjana var í huga Frakka orðin einhvers konar helvíti á jörðu, var óraunhæft að stofna þar hefðbundna nýlendu með fólki sem flyttist sjálfviljugt, en snemma kviknaði sú hugmynd að þangað mætti senda sakamenn. Þannig var hópur fylgismanna byltingarforingjans Robespierres sendur þangað í útlegð eftir að leiðtogi þeirra var fundinn sekur um landráð og tekinn af lífi í hjaðningavígum frönsku byltingarinnar. Þá smástyrktist plantekrubúskapurinn í landinu, sem byggðist á svörtum þrælum. Ein helsta framleiðsluvaran var rauður pipar, sem nefnist cayenne-pipar á ýmsum tungumálum og er einmitt kenndur við Cayenne, höfuðstað og langfjölmennasta bæ Frönsku-Gvæjana. Það var þó ekki fyrr en um miðja nítjándu öld að stórfelldir flutningar á föngum hófust frá Frakklandi til Frönsku-Gvæjana. Í fyrstu voru það einkum glæpamenn sem fengið höfðu þyngstu dómana sem hlutu þessi örlög, en árið 1885 voru sett lög þess efnis að þeir sem hlytu dóm fyrir sinn þriðja glæp skyldu sendir til fanganýlendunnar óháð því hversu smávægileg afbrotin kynnu að vera. Fólkið sem hlaut þessi örlög skyldi afplána refsingu sína í fangabúðum en að því loknu vera óheimilt að snúa aftur til Frakklands. Í þeirri von að fanganýlendan yrði með tímanum burðugt samfélag, voru dómstólar sérstaklega duglegir við að dæma konur í útlegðarvist í þeirri von að þær myndu giftast fyrrverandi föngum og eiga með þeim börn.Harðasti dómurinn Fyrirmyndir þessa kerfis voru ýmsar. Þannig höfðu Bretar um langt skeið létt af yfirfullum fangelsum sínum með því að senda heilu skipsfarmana af fólki til Ástralíu. Ólíku var þó saman að jafna varðandi möguleika fólks á að bjarga sér í hinum nýju heimkynnum. Í Frönsku-Gvæjana beið fæstra annað en örbirgð, þar sem betl og þjófnaður voru helstu bjargirnar og hvers kyns sjúkdómar herjuðu á mannskapinn. Útlegðardómur til fanganýlendunnar var því í ansi mörgum tilvikum í raun skjótvirkur dauðadómur. Hörmulegastar eru þó lýsingarnar á þeim fangelsum sem vistuðu geðsjúka afbrotamenn eða fólk sem sturlast hafði meðan á dvölinni stóð. Það var læst inni í rammgerðum byggingum sem fangaverðirnir sjálfir hættu sér tæpast inn í og þar réði algjört stjórnleysi ríkjum. Fengu fangarnir mat afhentan í gegnum lúgu og varðmenn hirtu í staðinn lík þeirra sem dóu eftirlitslausir innan múranna. Þrátt fyrir harðneskjuleg viðhorf þessara ára á sviði refsinga, hefði aðbúnaður af þessu tagi aldrei verið liðinn í Evrópu en fékk að viðgangast athugasemdalaust í hinu fjarlæga landi. Dreyfuss-málið sem skók franskt samfélag um aldamótin 1900 beindi athyglinni að aðstæðum á Djöflaey og í öðrum fangabúðum Frönsku-Gvæjana. Alfred Dreyfuss, gyðingur og yfirmaður í franska hernum, var þar ranglega sakfelldur fyrir að selja Þjóðverjum hernaðarleyndarmál. Dreyfuss eignaðist fjölmarga málsvara úr röðum frjálslyndra Frakka. Honum var haldið föngnum á Djöflaey og varð það til þess að ýmsir blaðamenn tóku að kynna sér ástandið þar. Árið 1906 var Dreyfuss sýknaður eftir gríðarlega harðar deilur og í kjölfarið ákvað franska ríkisstjórnin að stefna að lokun fangelsanna í áföngum. Það tók þó lengri tíma en ætlað var, meðal annars vegna tveggja heimsstyrjalda og heimskreppunnar. Formlega voru fangabúðirnar starfræktar til ársins 1951 og í raun nokkuð lengur, þar sem geðsjúkum föngum var haldið áfram innilokuðum. Þá hirti franska stjórnin ekki um að flytja heim þá fanga sem látnir voru lausir. Því var fjöldi fólks sem ekki gat greitt fargjaldið til Frakklands strandaglópar í landinu og bjó við sára fátækt. Franska-Gvæjana fékk árið 1946 stjórnskipulega stöðu sína sem hluti franska ríkisins. Tveimur áratugum síðar fluttu Frakkar miðstöð geimferðaáætlunar sinnar þangað frá Alsír, en nálægðin við miðbaug gerir landið heppilegt til geimskota. Eru flest geimskot Evrópsku geimferðastofnunarinnar því framkvæmd í Frönsku-Gvæjana og skapar þjónusta í tengslum við það allnokkrar tekjur fyrir heimamenn. Þjóðarframleiðsla á mann er nokkru hærri í landinu en gerist og gengur í Suður-Ameríku, en lífskjör eru þó miklu lakari en í Frakklandi sjálfu. Fátækt er útbreidd, um fjórðungur landsmanna er án atvinnu og stór hluti landsmanna hefur ekki tryggan aðgang að rafmagni og heilsusamlegu neysluvatni. Þótt franska ríkisfangið tryggi íbúum Frönsku-Gvæjana ýmis réttindi, svo sem fría grunnmenntun og heilbrigðisþjónustu, má segja að sambandið við Frakkland sé einnig fjötur um fót og komi í veg fyrir að þjóðfélagið og atvinnulífið geti þróast á eigin forsendum. Framleiðsla er lítil og samfélagið algjörlega komið upp á innflutning og opinberan stuðning. Íbúarnir eru ósáttir við kjör sín og afskiptaleysi franskra stjórnmálamanna sem sýna landinu engan áhuga nema rétt í aðdraganda kosninga. Á liðnum vikum hafa kröftug mótmæli og allsherjarverkföll riðið yfir Frönsku-Gvæjana, þar sem efnahagslegra úrbóta er krafist og stjórnmálamönnum sagt til syndanna. Það var því eins og olía á eld þegar Emmanuel Macron, sem talinn er sigurstranglegastur í forsetakosningunum, tjáði sig um málefni Frönsku-Gvæjana og reyndist svo fáfróður um landið að hann hélt að það væri eyja! Íbúar þessarar snauðu gömlu fanganýlendu eygja því litlar breytingar þótt nýr maður flytji í forsetahöllina í París.
Birtist í Fréttablaðinu Franska Gvæjana Saga til næsta bæjar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira