Ekki er kyn þó keraldið leki Nikólína Hildur Sveinsdóttir skrifar 30. mars 2017 10:04 Fyrir stuttu átti ég í samtali um kynjakvóta við tvo samnememendur mína, sem kváðust báðir vera femínistar. Pistill þessi gengur ekki út á að úthúða samnemendum mínum og skoðunum þeirra, en mér finnst viðhorf þeirra varpa ljósi á það sem heldur aftur af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur kynjakvóta því ég dæmi sjálfur ekki fólk út frá kyni“, útskýrði annar þeirra fyrir mér og hinn neminn tók undir með honum: „Já, ég vil ekki fá eitthvað starf bara af því að ég er kona.“ Báðar þessar röksemdarfærslur skutu mér skelk í bringu, því að mínu mati rangtúlka þær það sem kynjakvóti gengur út á. Fyrir það fyrsta er hættulegt að afsala sér sinni samfélagslegu ábyrgð með því að segjast ekki vera hluti af vandamálinu. Í öðru lagi er jafnréttisbarátta kynjanna ekki háð til þess að gera konum greiða. Kynjakvóti er ætlaður til þess að kynin standi jöfn að vígi. Mikilvægt er að fólk átti sig á að samfélagið mótar okkur, og að sama skapi, mótum við samfélagið. Því getur reynst nauðsynlegt að beita róttækum aðgerðum til að brjóta upp þau samfélagslegu viðhorf sem nú ríkja. Lengi vel hafa konur verið undirskipaðar körlum og ef við viljum koma á kynjajafnrétti verðum við að beita aðgerðum á borð við kynjakvóta. Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum. Stærra samhengið er það sem skiptir máli. Viljir þú að meiri jöfnuður og meira umburðarlyndi ríki í samfélaginu þarftu að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Okkur ber að skapa ný norm og viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Því þurfum við á kynjakvóta að halda. Hann er nauðsynlegur þar til við höfum normalíserað jöfnuð kynjanna í áhrifa-og valdastöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég í samtali um kynjakvóta við tvo samnememendur mína, sem kváðust báðir vera femínistar. Pistill þessi gengur ekki út á að úthúða samnemendum mínum og skoðunum þeirra, en mér finnst viðhorf þeirra varpa ljósi á það sem heldur aftur af jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. „Ég er ekki hlynntur kynjakvóta því ég dæmi sjálfur ekki fólk út frá kyni“, útskýrði annar þeirra fyrir mér og hinn neminn tók undir með honum: „Já, ég vil ekki fá eitthvað starf bara af því að ég er kona.“ Báðar þessar röksemdarfærslur skutu mér skelk í bringu, því að mínu mati rangtúlka þær það sem kynjakvóti gengur út á. Fyrir það fyrsta er hættulegt að afsala sér sinni samfélagslegu ábyrgð með því að segjast ekki vera hluti af vandamálinu. Í öðru lagi er jafnréttisbarátta kynjanna ekki háð til þess að gera konum greiða. Kynjakvóti er ætlaður til þess að kynin standi jöfn að vígi. Mikilvægt er að fólk átti sig á að samfélagið mótar okkur, og að sama skapi, mótum við samfélagið. Því getur reynst nauðsynlegt að beita róttækum aðgerðum til að brjóta upp þau samfélagslegu viðhorf sem nú ríkja. Lengi vel hafa konur verið undirskipaðar körlum og ef við viljum koma á kynjajafnrétti verðum við að beita aðgerðum á borð við kynjakvóta. Það dugar ekki að loka augum og eyrum og miða allt út frá eigin reynsluheimi og skoðunum. Stærra samhengið er það sem skiptir máli. Viljir þú að meiri jöfnuður og meira umburðarlyndi ríki í samfélaginu þarftu að vera tilbúinn að leggja hönd á plóg. Okkur ber að skapa ný norm og viðhorf fyrir komandi kynslóðir. Því þurfum við á kynjakvóta að halda. Hann er nauðsynlegur þar til við höfum normalíserað jöfnuð kynjanna í áhrifa-og valdastöðum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar