Páll Magnússon: Stjórnendur HB Granda hafa ekki gert alveg hreint fyrir sínum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 10:15 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að skýringar stjórnenda útgerðarfyrirtækisns HB Granda á því hvers vegna fyrirtækið telur þörf á að flytja landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur séu ófullnægjandi. Hann segir aðgerðir fyrirtækisins gríðarlegt áfall og þyngra en tárum taki fyrir fólkið sem hugsanlega missi vinnuna vegna þessa en flutningnum hefur nú verið frestað. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, varar þó við bjartsýni í Fréttablaðinu í dag. Páll ræddi þessi mál ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og nefndarmanni í atvinnuveganefnd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu en aðalmálið í þessu finnst mér að það sem snýr að Granda þá finnst mér skýringar fyrirtækisins algjörlega ófullnægjandi á þessari aðgerð og mér finnst þeir ekki hafa gert alveg hreint fyrir sínum dyrum,“ sagði Páll í Bítinu í morgun. Þá sagði hann jafnframt að það væri ekki þannig að fyrirtæki á stærð við HB Granda tæki svona afdrifaríkar ákvarðanir eins og að leggja niður fiskvinnslu „bara út af því að gengi íslensku krónunnar sem er nú alltaf flöktandi sé með einhverjum tilteknum hætti á tiltekinni tímasetningu.“ „Gengið hækkar og lækkar og menn taka ekki svona afdrifaríkar ákvarðanir út af því. Ef þetta er þannig að þeir vilja af hagkvæmnisástæðum flytja þessa botnfiskvinnslu eitthvað annað þá eiga þeir bara að segja það en ekki að vera að gefa til kynna að ástæðurnar séu einhverjar aðrar en þær eru í raun og veru. Þannig að fyrirtæki af þessu tagi [...] því fylgir ákveðin ábyrgð af hálfu þeirra sem hafa fengið þessi afnot af auðlindinni og þeir verða að rísa undir þeirri ábyrgð. Með hvaða hætti staðið er að þessu uppi á Skaga af hálfu Granda þá hafa þeir ekki gert það,“ sagði Páll. Lilja Rafney sagði að uppákoman á Akranesi væri stóralvarleg en þetta væri þó ekki í fyrsta skipti sem svona væri að gerast. „Þetta er auðvitað bara það sem er búið að gerast á einhverju árabili vítt og breitt um landið [...] En það er aldrei gert neitt til að hamla svona [...] það er að þeir sem hafi nýtingarrétt af auðlindinni hverju sinni geti bara hagað sér nákvæmlega eins og þeim dettur í hug með pjúra gróðasjónarmið í huga,“ sagði Lilja Rafney en hlusta má á viðtalið við þau Pál í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Skagamönnum gefinn gálgafrestur Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hefja viðræður við Akranesbæ um hafnarbætur. Fresta ákvörðun um að leggja af landvinnslu í fimm mánuði. Óvissan er mikil og engin bjartsýni á að það gangi saman og 93 störfum fiskvinnslufólks ver 30. mars 2017 06:00 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að skýringar stjórnenda útgerðarfyrirtækisns HB Granda á því hvers vegna fyrirtækið telur þörf á að flytja landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur séu ófullnægjandi. Hann segir aðgerðir fyrirtækisins gríðarlegt áfall og þyngra en tárum taki fyrir fólkið sem hugsanlega missi vinnuna vegna þessa en flutningnum hefur nú verið frestað. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, varar þó við bjartsýni í Fréttablaðinu í dag. Páll ræddi þessi mál ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og nefndarmanni í atvinnuveganefnd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu en aðalmálið í þessu finnst mér að það sem snýr að Granda þá finnst mér skýringar fyrirtækisins algjörlega ófullnægjandi á þessari aðgerð og mér finnst þeir ekki hafa gert alveg hreint fyrir sínum dyrum,“ sagði Páll í Bítinu í morgun. Þá sagði hann jafnframt að það væri ekki þannig að fyrirtæki á stærð við HB Granda tæki svona afdrifaríkar ákvarðanir eins og að leggja niður fiskvinnslu „bara út af því að gengi íslensku krónunnar sem er nú alltaf flöktandi sé með einhverjum tilteknum hætti á tiltekinni tímasetningu.“ „Gengið hækkar og lækkar og menn taka ekki svona afdrifaríkar ákvarðanir út af því. Ef þetta er þannig að þeir vilja af hagkvæmnisástæðum flytja þessa botnfiskvinnslu eitthvað annað þá eiga þeir bara að segja það en ekki að vera að gefa til kynna að ástæðurnar séu einhverjar aðrar en þær eru í raun og veru. Þannig að fyrirtæki af þessu tagi [...] því fylgir ákveðin ábyrgð af hálfu þeirra sem hafa fengið þessi afnot af auðlindinni og þeir verða að rísa undir þeirri ábyrgð. Með hvaða hætti staðið er að þessu uppi á Skaga af hálfu Granda þá hafa þeir ekki gert það,“ sagði Páll. Lilja Rafney sagði að uppákoman á Akranesi væri stóralvarleg en þetta væri þó ekki í fyrsta skipti sem svona væri að gerast. „Þetta er auðvitað bara það sem er búið að gerast á einhverju árabili vítt og breitt um landið [...] En það er aldrei gert neitt til að hamla svona [...] það er að þeir sem hafi nýtingarrétt af auðlindinni hverju sinni geti bara hagað sér nákvæmlega eins og þeim dettur í hug með pjúra gróðasjónarmið í huga,“ sagði Lilja Rafney en hlusta má á viðtalið við þau Pál í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Skagamönnum gefinn gálgafrestur Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hefja viðræður við Akranesbæ um hafnarbætur. Fresta ákvörðun um að leggja af landvinnslu í fimm mánuði. Óvissan er mikil og engin bjartsýni á að það gangi saman og 93 störfum fiskvinnslufólks ver 30. mars 2017 06:00 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
Skagamönnum gefinn gálgafrestur Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hefja viðræður við Akranesbæ um hafnarbætur. Fresta ákvörðun um að leggja af landvinnslu í fimm mánuði. Óvissan er mikil og engin bjartsýni á að það gangi saman og 93 störfum fiskvinnslufólks ver 30. mars 2017 06:00
Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27