Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana Kristinn G. Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 30. mars 2017 20:45 Darri Hilmarsson brýst í gegnum vörn Keflavíkur. vísir/ernir KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira
KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Sjá meira