Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 15:24 Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en myndin er úr safni. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22