Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn, grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu. Annar mannanna var látinn laus í gær en hinn maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en staðfest hefur verið með réttarfræðilegri rannsókn að henni var ráðinn bani.Vilja að Birnu verði minnst sem stelpunnar sem hún var Birna verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, þremur vikum eftir að hún fór út að skemmta sér með vinum sínum föstudagskvöldið 13. janúar. Í viðtali við Fréttablaðið um seinustu helgi sögðu vinkonur Birnu, þær María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir, að þær vilji að hennar verði minnst sem stelpunnar sem hún raunverulega var, en ekki bara fyrir það sem kom fyrir hana. Hér að neðan er atburðarás þessa sorglega máls rakin en óhætt er að segja að Birna Brjánsdóttir hafi snert alla þjóðina, sem sást kannski ekki síst í göngu til minningar um hana síðastliðinn laugardag þegar þúsundir komu saman í miðbæ Reykjavíkur og minntust þessarar stúlku. Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags.VísirFöstudagskvöldið 13. janúar: Birna leggur bíl sínum í Tjarnargötu og fer með vinkonu sinni, Matthildi Soffíu, á Nora Magasin í Hafnarstræti. Þær fara svo yfir á skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og eru þar saman til klukkan tvö um nóttina þegar Matthildur fer heim. Birna verður eftir á staðnum með sameiginlegri vinkonu þeirra. Í viðtali sögðu vinkonur Birnu, Matthildur og María, allt hafa verið eðlilegt umrætt kvöld; Birna hafi í góðu skapi að skemmta sér.Laugardagur 14. janúar: Birna fer af skemmtistaðnum Húrra um fimmleytið. Þaðan fer hún á Alí Baba til að fá sér að borða en sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, upp Bankastræti, inn Skólavörðustíg, niður Bergstaðastræti og inn á Laugaveg. Birna hverfur síðan sjónum klukkan 05:25 við Laugaveg 31. Á sama tíma sést á eftirlitsmyndavélum hvar rauðum Kia Rio-bíl er ekið vestur Laugaveg til móts við hús númer 31 og lýsti lögreglan eftir ökumanni bílsins á mánudagsmorgun.Lögreglan fékk ýmsar mikilvægar upplýsingar fyrir rannsókn málsins með því að skoða gögn tengd farsíma Birnu.vísir/fréttablaðiðLögregla hefur rakið ferðir Birnu út frá símagögnum þar sem gengið er út frá því í rannsókninni að hún hafi verið með símann sinn á sér um nóttina. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknar á símanum þegar hann tengist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði.Á kortinu má sjá ferðir Birnu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags.Vísir/loftmyndirKlukkan 12 á laugardeginum átti Birna svo að mæta í vinnuna en mætti ekki. María, vinkona hennar sem vinnur með henni, segir að hún hafi ekki hringt sig inn veika eða boðað önnur forföll. Þegar hún svo reyndi að hringja í hana hafi verið slökkt á símanum. María hafi því athugað hvort sameiginlegir vinir þeirra vissu eitthvað um Birnu en enginn vissi neitt.Rétt fyrir miðnætti lýsti lögreglan svo eftir Birnu:Lögregla leitar að Birnu Brjánsdóttur fædd ´96. Birna er 170 cm há, uþb. 70 kg með sítt ljóst rautt hár .Birna var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó. Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 sl nótt. Upplýsingar um ferðir Birnu berist til lögreglu í síma 444 1000.Birna Brjánsdóttir.Sunnudagur 15. janúar: Vinir Birnu og ættingjar hefja leit að henni í Hafnarfirði. Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, segir í samtali við Vísi að það eina sem þau hafi í höndunum varðandi hvar dóttir hennar geti verið sé verið sé merki frá síma Birnu klukkan 05:50 á laugardagsmorgun. Sjálfboðaliðarnir við leitina ganga meðal annars hús úr húsi með mynd af henni og spyrja hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir móðir Birnu svo að hún vilji einfaldlega að allsherjarleit verði gerð að dóttur hennar. Þá biðlaði hún til þeirra sem gætu verið með henni. „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“Síðar um kvöldið sendir lögreglan frá sér tilkynningu vegna hvarfs Birnu. Er tekið fram að leitin að henni sé í algjörum forgangi. Verið sé að skoða þær ábendingar sem borist hafa en lögregla er engu nær.Skömmu eftir miðnætti er síðan óskað eftir aðstoð sporhundsins Perlu við leitina. Hann fer meðal annars að skemmtistaðnum Húrra og að Flatahrauni. Leitin ber ekki árangur en hundurinn rekur slóð Birnu frá Húrra og að Laugavegi 31. Þar missir hann slóðina.Mánudagur 16. janúar: Klukkan 06:45 sendir lögreglan frá sér tilkynningu þar sem lýst er eftir ökumanni rauðs fólksbíls af gerðinni Kia Rio sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Er það sá svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan telur að í bílnum séu möguleg vitni sem veitt geti upplýsingar um ferðir Birnu þar sem ekki er vitað hvert hún fer eftir að hún hverfur sjónum.Klukkan 10:30 er sérhæft leitarfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallað út til leitar í miðbæ Reykjavíkur. Á fjórða tug leitarmanna taka þátt og er svæði í 300 metra radíus frá Laugavegi 31, staðnum þar sem Birna hverfur úr eftirlitsmyndavélum aðfaranótt laugardags, fínkembt í leit að vísbendingum. Klukkan 14:15 er fleira leitarfólk kallað út til að leita við Flatahraun í Hafnarfirði en þar kemur merki frá síma Birnu í seinasta sinn inn á símamastur. Öðruvísi leitaraðferðum er beitt í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur þar sem stærra svæði er undir. Alls taka um sextíu manns þátt í leitinni; helmingurinn leitar í Reykjavík og helmingurinn við Flatahraun.Björgunarsveitarmenn fínkemba svæði í 300 metra radíus frá þeim stað þar sem Birna sást seinast.vísir/loftmyndirKlukkan 17 heldur lögreglan blaðamannafund vegna hvarfs Birnu. Á fundinum kemur fram að fjölmargar ábendingar hafi borist lögreglu frá almenningi en þær hafi engu skilað. Lögreglan er því litlu nær hvert Birna fer eftir að hún hverfur úr eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. Helst er litið til þess að hún hafi annað hvort farið upp í rauða Kia Rio-bílinn, beygt niður Vatnsstíg eða farið inn í port bak við hús á Laugavegi. Lögreglan biðlar því til íbúa í miðborginni til að leita eftir vísbendingum um Birnu í skúmaskotum og kjöllurum. Á blaðamannafundinum kemur jafnframt fram að lögreglan telji ólíklegt að Birna hafi farið úr landi. Þá telur lögreglan frekar að slökkt hafi verið á farsíma hennar heldur en að hann hafi orðið rafmagnslaus. Hvarf Birnu er enn rannsakað sem mannshvarf en ekki sem sakamál.Klukkan 18:45 sendir lögreglan frá sér tilkynningu og biður fjölmiðla um að birta myndband sem sýnir Birnu á ferð í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags skömmu áður en hún hverfur. Á myndbandinu sést Birna ganga Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg en hún hverfur svo sjónum við Laugaveg 31.Um kvöldið fer fram leit að Birnu á flóttmannaleið en hún afmarkast við Vífilsstaði og Kaldárselsveg. Um 120 manns leita á svæðinu en tæknivinna lögreglu varð til þess að farið var að leita á þessum slóðum.Um klukkan 23 finnur svo almennur borgari svartan Dr. Martens-skó á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. Um er að ræða skó af sömu tegund og í sama lit og Birna var í nóttina sem hún hvarf. Umfangsmikil leit hefst í og við Hafnarfjarðarhöfn í kjölfarið.Fjöldi björgunarsveitarmanna leituðu að frekari vísbendingum við Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar. Skór, sem sterkur grunur leikur á að séu þeir sem Birna klæddist þegar hún hvarf, fundust við höfnina í mánudagskvöld.vísir/vilhelmÞriðjudagur 17. janúar: Aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar fer fram leit í og við Hafnarfjarðarhöfn á því svæði sem að skórinn fannst. Sérsveitarmenn og björgunarsveitar taka þátt í leitinni. Kafað er í höfninni og siglt um hana á gúmmíbát en svæðinu er lokað fyrir almennri umferð. Síðar um nóttina finnst hinn Dr. Martens-skórinn en undir skónum er snjór. Varðstjóri hjá lögreglu segir að sterkur grunur leiki á að skórnir séu af Birnu. Engar frekari vísbendingar finnast við leitina sem lýkur undir morgun en allsherjarútkall er boðað í birtingu. Fram kemur að enginn er enn grunaður um aðild að hvarfi Birnu.Klukkan 10:30 hefst aftur leit í og við Hafnarfjarðarhöfn. Um er að ræða allsherjarútkall hjá lögreglu, björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni. Yfir 100 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni auk þess sem notast er við kafbát, dróna og leitarhunda. Í hádeginu leggur lögregla svo hald á rauða Kia Rio-bifreið af sömu tegund og árgerð og bíllinn sem keyrði niður Laugaveg aðfaranótt laugardags á sama tíma og sama stað og Birna hvarf. Lögreglan tekur bílinn þar sem honum er lagt á bílastæði við Hlíðasmára í Kópavogi en starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði bílinn á leigu.Klukkan 12:45 er svo greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað að lögreglan fái að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu aðfaranótt laugardags. Þetta þýðir að lögreglan má nú kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, segir að úrskurðurinn hafi töluverða þýðingu fyrir málið.Síðdegis fæst svo staðfest hjá lögreglu að Dr. Martens-skórnir sem fundust við höfnina eru Birnu. Rúmlega þrír kílómetrar eru frá svæðinu í kringum mastrið í Hafnarfirði og að áhaldageymslunni við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.VÍSIR/LOFTMYNDIRKlukkan 16 greinir Vísir svo frá því að lögreglan hafi undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 laugardagsmorguninn sem Birna hvarf. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott. Umfangsmikilli leit sem staðið hafði yfir frá því um morguninn er hætt um kvöldmatarleytið. Birna er ófundin og þá hafa engar frekari vísbendingar fundist. Ekki verður farið aftur að leita nema frekari vísbendingar komi fram. Sérsveitarmenn fóru um borð í danska varðskipið Tríton og biðu þess að skipið kæmi yfir miðlínu efnahagslögsögu Grænlands og Íslands.VÍSIR/GARÐARKlukkan 18:18 er grænlenska togaranum Polar Nanoq snúið við þar sem hann er við veiðar á Grænlandsmiðum. Íslensk lögregluyfirvöld höfðu fyrr um daginn óskað eftir aðstoð danska herskipsins Triton vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu en um morguninn hafði lögreglan fengið lista yfir skipverja á Polar Nanoq. Heimildir Vísis herma að Grænlendingar hafi verið með rauða Kia Rio-bílinn sem lögregla lagði hald á á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en það fæst ekki staðfest að um sé að ræða skipverja á togaranum. Polar Nanoq hélt úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld en skór Birnu höfðu fundist skammt frá þar sem skipið lá við bryggju. Enginn úr áhöfn skipsins hefur hins vegar verið handtekinn og þá hefur enginn heldur verið yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs manns. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton.Miðvikudagur 18. janúarUm morguninn er greint frá því að lögreglan rannsaki peysu sem almennur borgari fann í grjótgarðinum við Hafnarfjarðarhöfn á þriðjudagskvöld. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að ekki sé talið að flíkin sé af Birnu. Lögreglan rannsaki hana engu að síður til að kanna hvort hún tengist nokkuð hvarfinu. Síðar kemur í ljós að peysan tengist málinu ekki.Klukkan hálftólf tekur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, á loft frá Reykjavíkurflugvelli með sérsveitarmenn innanborðs. Ekki fást upplýsingar um hvert þyrlan er að fara en síðar um daginn greinir lögreglan frá því að um hádegisbil hafi lögreglumenn úr sérsveitinni handtekið tvo menn um borð í Polar Nanoq. Eru þeir taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu en mennirnir eru grænlenskir. Búist er við því að togarinn komi til Hafnarfjarðar klukkan 23. Strandarheiði er á Reykjanesskaganum.VÍSIR/LOFTMYNDIRÁ öðrum tímanum er sérhæft leitarfólk kallað út til að halda áfram leit að Birnu en kafarar hafa verið í Hafnarfjarðarhöfn síðan um morguninn að leita. Áfram á að leita á hafnarsvæðinu auk þess sem leitað verður á vegaslóðum á Strandarheiði á Reykjanesi. Er það gert vegna vísbendinga sem hafa borist frá almenningi. Björgunarsveitarmenn leita meðal annars eftir því hvort að manneskja hafi farið um vegarslóða á Strandarheiði á bíl og þá eru þeir einnig vakandi fyrir því að finna síma á svæðinu.Klukkan 20:30 er þriðji skipverjinn handtekinn um borð í Polar Nanoq. Ástæðan er sú sama og varðandi hina tvo, það er hann er talinn búa yfir upplýsingum sem varpað geti ljósi á hvarf Birnu.Um klukkan 23 leggst Polar Nanoq að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Nokkur fjöldi fólks var samankominn við höfnina til að fylgjast með komu skipsins en öllum suðurhluta hafnarinnar var lokað fyrir almennri umferð.Upp úr miðnætti eru skipverjarnir þrír sem hafa verið leiddir út úr skipinu og inn í lögreglubíla. Frá höfninni var ekið með þá á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fara í yfirheyrslur strax um nóttina.Fimmtudagur 19. janúar Fréttablaðið greinir frá því að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingum þremur sem handteknir voru um borð í Polar Nanoq á miðvikudeginum. Þegar Vísir nær tali af Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni, um klukkan sex um morguninn standa yfirheyrslur enn. Rannsókn um borð í togaranum er hins vegar lokið en lögreglumenn fóru um borð í togarann þegar hann kom að landi og leituðu í skipinu að vísbendingum um hvarf Birnu. Frá komu Polar Nanoq til Hafnarfjarðar.VÍSIR/ANTON BRINKUm klukkan átta lýkur svo yfirheyrslum en hvarf Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Áfram er leitað á Strandarheiði en engar nýjar upplýsingar komu fram í yfirheyrslunum sem nýtast geta við leitina.Klukkan 11:30 er einn af skipverjunum þremur sem handteknir voru leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur fram kröfu um fjögurra vikna gæsluvarðhald og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur úrskurðar að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur. Skömmu eftir hádegi er svo annar skipverji úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Mennirnir neita báðir sök, það er því að eiga aðild að hvarfi Birnu.Klukkan 12 greinir Vísir frá því að rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum sem lögregla lagði hald á á þriðjudag bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi.VÍSIRVísir greinir frá því um klukkan hálffjögur að skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald sjáist koma inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn á laugardagsmorgun klukkan rúmlega sex. Mennirnir fara báðir út úr bílnum, ræðast þar við í smástund en annar þeirra fer svo um borð í togarann á meðan hinn keyrir í burtu. Hann sést svo ekki á eftirlitsmyndavélum við höfnina fyrr en tæpri klukkustund síðar. Undir kvöld sendir Landsbjörg frá sér tilkynningu þess efnis að leitað verði fram á kvöld að Birnu á og við vegaslóða á Reykjanesi. Þriðja manninum sem handtekinn var um borð í Polar Nanoq, grunaður um aðild að hvarfi Birnu er sleppt úr haldi lögreglu þar sem ekki er talið að hann tengist málinu. Frá því er svo greint um klukkan 20:30 að lögreglan telji yfirgnæfandi líkur á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi hafi verið í rauða Kia Rio-bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu á sömu slóðum.Föstudagur 20. janúar Fréttablaðið greinir frá því að mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á fimmtudeginum séu grunaðir um manndráp. Skipverjarnir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness.VÍSIR/ANTON BRINKÍ hádeginu óskar lögreglan eftir aðstoð ökumanna sem búa yfir myndavélabúnaði í bílum sínum. Biðlar lögreglan til þeirra um að þeir yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast við leitina að Birnu:Hér er einvörðungu og aðeins átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar frá kl. 7 – 11.30.Jafnframt er tekið fram að einungis er verið að leita eftir myndefni frá umræddu tímabili sem kann að sýna rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð). Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, að lögreglu sé ekki kunnugt um ferðir bílsins í þessar rúmlega fjóru klukkustundir á laugardagsmorgninum. Þannig sé bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði og leitar lögreglan því eftir aðstoð almennings. Lögreglan lýsti eftir ökumanni þessa bíls í tengslum við hvarf Birnu.LÖGREGLANUm klukkan 16 lýsir lögreglan svo eftir ökumanni hvíts bíls sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. Lögregla tekur skýrt fram að ökumaðurinn sé ekki grunaður um neitt misjafnt, hann gæti hins vegar hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglu við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þá eru fjórir leitarhópar kallaðir út síðdegis til að fylgja eftir vísbendingum um mannaferðir á Strandarheiði. Um kvöldið greinir Vísir frá því að blóð hafi fundist í rauða Kia Rio-bílnum sem annar skipverjinn sem situr í haldi hafði á leigu. Heimildir herma að talið sé að blóðið sé úr Birnu. Þá er jafnframt greint frá því að við yfirheyrslur hafi skipverjarnir ekki útilokað að hafa komist í kynni við Birnu nóttina sem hún hvarf.Laugardagur 21. janúar Klukkan níu koma hundruð björgunarsveitarmanna saman í húsi björgunarsveitar Hafnarfjarðar til að taka þátt í umfangsmestu leit sem ráðist hefur verið í. Björgunarsveitarmenn áður en þeir héldu til leitar að Birnu.VÍSIR/VILHELMÁætlað er að alls muni um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leit að Birnu og vísbendingum varðandi það hvar hana geti mögulega verið að finna. Þá verða drónar, hundar, fjórhjól og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina en leitarsvæðið er stórt; nær allt frá Borgarnesi að Selfossi auk þess sem allur Reykjanesskaginn er undir. Leitað var á stóru svæði.VÍSIR/FRÉTTABLAÐIÐAlls ætla björgunarsveitirnar að klára um 2000 verkefni á laugardegi og sunnudegi og er um helmingi verkefnanna lokið þegar leit er hætt um klukkan 20. Ýmislegt finnst sem lögreglan tekur til rannsóknar en Birna er enn ófundin. Rannsókn málsins þokast lítið áfram en í kvöldfréttum Stöðvar 2 er þó greint frá því að lögreglan segir að ekki sé lengur hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu nóttina sem hún hvarf. Hann hafi allt eins getað orðið rafmagnslaus.Sunnudagur 22. janúar Leitinni að Birnu er haldið áfram um morguninn og er alveg jafn umfangsmikil og á laugardeginum. Mikil einurð og samkennd ríkir í hópi leitarfólks sem er einbeitt og ákveðið í því að finna Birnu áður en deginum lýkur.Rétt fyrir klukkan 12 á hádegi sendir lögreglan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að lífsýni sem fundist hafi í rauðu Kia Rio-bifreiðinni sé úr Birnu. Telur lögreglan því að staðfesting sé komin á því að hún hafi verið í bílnum. Gengið er út frá því við rannsókn málsins að um sé að ræða sama bíl og sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 á sama tíma og Birna hverfur úr þeim vélum. Telur lögregla að Birna hafi farið upp í bílinn við Laugaveg.Klukkan 17 boðar lögreglan svo til blaðamannafundar þar sem greint er frá því að talið sé lík Birnu hafi fundist í fjörunni við Selvogsvita um klukkan 13. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar með sérhæft leitarfólk frá Landsbjörg innanborðs sem fann líkið en þyrlan hafði tekið þátt í leitinni frá því á laugardag. Á fundinum kemur fram að lögreglan telji að Birnu hafi verið ráðinn bani. Þá telur hún jafnframt að mennirnir sem sitja í haldi beri ábyrgð á dauða hennar. Ekki er vitað hvar líki Birnu var komið fyrir í sjó. Björgunarsveitarmenn halda áfram að leita fram á kvöld að vísbendingum í grennd við staðinn þar sem Birna fannst en þeir hafa alls gengið um 7000 kílómetra það sem af er helginni í þessari umfangsmiklu leit.Rétt um klukkan 21 greinir lögreglan frá því að ökumaður hvíta bílsins sem leitað hefur verið að sé kominn fram. Rætt var við manninn en hann hafði ekki upplýsingar undir höndum sem komu að notum við rannsóknina á hvarfi Birnu.Mánudagur 23. janúar Vísir greinir frá því að annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi hafi sést á eftirlitsmyndavélum á hafnarsvæðinu um hádegi á laugardag, skammt frá þeim stað þar sem skór Birnu fundust. Þar athafnaði hann sig í um 25 mínútur áður en hann fór burt. Rauða og hvíta svæðið er svæðið þar sem skipverjinn var í um 25 mínútur án þess að sæist til hanst á eftirlitsmyndavélum. Á svæðinu fundust skór Birnu Brjánsdóttur á mánudagskvöld.VÍSIR/GARÐAR/VILHELM/LOFTMYNDIRÞá er jafnframt greint frá því að bílaleigubíllinn sem skipverjarnir voru með á leigu hafi verið laskaður að framanverðu þegar honum var skilað skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem Birna hvarf. Lögreglu þykir þetta benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Síðdegis kveður Hæstiréttur upp sinn dóm varðandi gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur en lögreglan kærði úrskurði héraðsdóms þar sem hún hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald en mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæslu. Hæstiréttur staðfestir úrskurði héraðsdóms svo skipverjarnir verða að minnsta kosti í haldi til 2. febrúar.Þriðjudagur 24. janúar Greint er frá því í Fréttablaðinu að lögreglan sé með til skoðunar hversu mikla ábyrgð þeir beri hvor um sig í málinu en báðir sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um manndráp. Lögreglan yfirheyrir annan skipverjann, þann er keyrði Kia Rio bílinn, en áætlað er að yfirheyra hinn daginn eftir. Þá kemur jafnframt fram að bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lokið var á mánudagskvöld, hafi fært lögreglu nær því hver dánarorsök Birnu er. Í samtali við Vísi vill Grímur Grímsson ekki tjá sig um niðurstöðu krufningarinnar og fæst dánarorsökin því ekki upp gefin. Frá blaðamannafundi lögreglunnar sunnudaginn 22. janúar.VÍSIR/ANTON BRINKFjölmiðlar greina frá því að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq. Eiga þau að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum en lögreglan vill ekki staðfesta fundinn. Þá er jafnframt fjallað um það að annar skipverjinn hafi ítrekað reynt að ná í íslenska vinkonu sína á þeim tíma sem lögreglan telur að Birna hafi verið í bíl með hinum grunuðu. Vinkonan hafi hins vegar ekki svarað símanum en fyrsta símtalið barst henni klukkan 03:55 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og það síðasta klukkan 11:55 í hádeginu sama dag.Miðvikudagur 25. janúar Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst við Selvogsvita er af Birnu Brjánsdóttur. Þá er jafnframt ljóst að um manndráp er að ræða. Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu var saknað.VÍSIR/LOFTMYNDIREnn er ekki vitað hvar líki Birnu var komið fyrir í sjónum en Vegagerðin hefur látið lögreglunni í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem hún hvarf. Í samtali við Vísi segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að þó ekkert sé hægt að fullyrða á þessari stundu þá telji hann miðað við þau gögn sem hann hefur undir höndum að líkið hafi ekki borist mjög langa leið að Selvogsvita. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo að heldur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Hann segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Um kvöldið segir Grímur Grímsson að lögreglan telji að skóm Birnu hafi verið komið fyrir á hafnarsvæðinu þar sem þeir fundust. Til rannsóknar er hvort það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu.Fimmtudagur 26. janúar Fréttablaðið greinir frá því að á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í Polar Nanoq var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum eru í haldi. Grænlenski togarinn Polar Nanoq.VÍSIR/VILHELMÁ maðurinn að hafa gleymt úlpunni í bílnum sem skipsfélagi hans hafði á leigu. Þegar hann fékk úlpuna svo að morgni laugardagsins 14. janúar veitti hann því athygli að búið var að þvo hana. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Hann var handtekinn en látinn laus að lokinni yfirheyrslu þar sem aðild hans að málinu var útilokuð. Grímur Grímsson segir í samtali við Vísi að lögreglan telji að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra laugardagsmorguninn sem Birna hvarf. Áður hafði verið greint frá því að lögreglan teldi að bílnum hafi verið ekið um 300 kílómetra á þeim eina sólarhring sem skipverjarnri höfðu bílinn á leigu. Er lögreglan engu nær um ferðir bílsins á laugardagsmorgninum þrátt fyrir að hafa óskað eftir myndefni frá ökumönnum. Þá er jafnframt greint frá því að lögreglan muni aldrei fá úr því skorið hvort að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus þar sem síminn sendir frá sér eins merki í báðum tilfellum.Föstudagur 27. janúar Fréttablaðið greinir frá því að lögreglan gangi ekki út frá því við rannsókn málsins að um manndráp af gáleysi sé að ræða. Engar játningar liggja enn fyrir en mennirnir tveir verða ekki yfirheyrðir í dag. Grímur Grímsson segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi ákveðna hugmynd um það hvar líki Birnu hafi verið komið fyrir í sjó en ekki sé tímabært að tjá sig frekar um það. Aðspurður hvort að dúkku hafi verið kastað út segir Grímur svo ekki vera en að það komi til álita að prófa það.Laugardagur 28. janúar Þúsundir koma saman í miðbæ Reykjavíkur og ganga til minningar um Birnu. Gangan hefst klukkan hálffimm og er gengið frá Hlemmi, niður Laugaveg og að Arnarhóli.Fjölmargir kveikja á kertum og leggja blóm við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast á lífi auk þess sem margir setja blóm og kerti á Arnarhól. Þá tekur Karlakórinn Esja nokkur lög.Mánudagur 30. janúar Greint er frá því að lögreglan telji sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson vill þó ekki fara nánar út í það og svarar því til dæmis ekki hvort að vopni hafi verið beitt. Fátt nýtt kom annars fram við rannsókn málsins um helgina. Lögreglan er til að mynda engu nær um ferðir rauða bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar og þá liggur ekki fyrir hvar líki Birnu var komið fyrir í sjó. Ekki stendur til að yfirheyra þá grunuðu í dag.Þriðjudagur 31. janúar Mennirnir tveir eru yfirheyrðir á Litla-Hrauni. Lögreglan telur sig nú hafa stóru myndina í málinu þannig að hún viti nokkurn veginn atburðarásina í tengslum við hvarf Birnu og dauða hennar. Játning í málinu liggur enn ekki fyrir. Annar skipverjinn er hér leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær.VÍSIR/ANTON BRINK Miðvikudagur 1. febrúar Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur rennur út á morgun en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Annar hinna grunuðu er yfirheyrður af lögreglu.Fimmtudagur 2. febrúarLögreglan ákveður að sleppa öðrum skipverjanum en fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum. Ekki er farið fram á að þeim sem er sleppt verði gert að sæta farbanni. Hann kemur hins vegar fyrir dómara til að staðfesta þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu og er enn með réttarstöðu sakbornings. Héraðsdómur úrskurðar að hinn maðurinn skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi og einangrun til 16. febrúar. Fréttaskýringar Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. 2. febrúar 2017 16:24 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Tveir skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn, grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu. Annar mannanna var látinn laus í gær en hinn maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna varðhald. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en staðfest hefur verið með réttarfræðilegri rannsókn að henni var ráðinn bani.Vilja að Birnu verði minnst sem stelpunnar sem hún var Birna verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, þremur vikum eftir að hún fór út að skemmta sér með vinum sínum föstudagskvöldið 13. janúar. Í viðtali við Fréttablaðið um seinustu helgi sögðu vinkonur Birnu, þær María Bjarnadóttir og Matthildur Soffía Jónsdóttir, að þær vilji að hennar verði minnst sem stelpunnar sem hún raunverulega var, en ekki bara fyrir það sem kom fyrir hana. Hér að neðan er atburðarás þessa sorglega máls rakin en óhætt er að segja að Birna Brjánsdóttir hafi snert alla þjóðina, sem sást kannski ekki síst í göngu til minningar um hana síðastliðinn laugardag þegar þúsundir komu saman í miðbæ Reykjavíkur og minntust þessarar stúlku. Birna var að skemmta sér á Húrra en yfirgaf staðinn um klukkan fimm aðfaranótt laugardags.VísirFöstudagskvöldið 13. janúar: Birna leggur bíl sínum í Tjarnargötu og fer með vinkonu sinni, Matthildi Soffíu, á Nora Magasin í Hafnarstræti. Þær fara svo yfir á skemmtistaðinn Húrra í Tryggvagötu og eru þar saman til klukkan tvö um nóttina þegar Matthildur fer heim. Birna verður eftir á staðnum með sameiginlegri vinkonu þeirra. Í viðtali sögðu vinkonur Birnu, Matthildur og María, allt hafa verið eðlilegt umrætt kvöld; Birna hafi í góðu skapi að skemmta sér.Laugardagur 14. janúar: Birna fer af skemmtistaðnum Húrra um fimmleytið. Þaðan fer hún á Alí Baba til að fá sér að borða en sést svo í eftirlitsmyndavélum ganga ein síns liðs austur Austurstræti, upp Bankastræti, inn Skólavörðustíg, niður Bergstaðastræti og inn á Laugaveg. Birna hverfur síðan sjónum klukkan 05:25 við Laugaveg 31. Á sama tíma sést á eftirlitsmyndavélum hvar rauðum Kia Rio-bíl er ekið vestur Laugaveg til móts við hús númer 31 og lýsti lögreglan eftir ökumanni bílsins á mánudagsmorgun.Lögreglan fékk ýmsar mikilvægar upplýsingar fyrir rannsókn málsins með því að skoða gögn tengd farsíma Birnu.vísir/fréttablaðiðLögregla hefur rakið ferðir Birnu út frá símagögnum þar sem gengið er út frá því í rannsókninni að hún hafi verið með símann sinn á sér um nóttina. Síminn kemur fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25, síðan kemur hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknar á símanum þegar hann tengist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði.Á kortinu má sjá ferðir Birnu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags.Vísir/loftmyndirKlukkan 12 á laugardeginum átti Birna svo að mæta í vinnuna en mætti ekki. María, vinkona hennar sem vinnur með henni, segir að hún hafi ekki hringt sig inn veika eða boðað önnur forföll. Þegar hún svo reyndi að hringja í hana hafi verið slökkt á símanum. María hafi því athugað hvort sameiginlegir vinir þeirra vissu eitthvað um Birnu en enginn vissi neitt.Rétt fyrir miðnætti lýsti lögreglan svo eftir Birnu:Lögregla leitar að Birnu Brjánsdóttur fædd ´96. Birna er 170 cm há, uþb. 70 kg með sítt ljóst rautt hár .Birna var klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó. Síðast er vitað um Birnu í miðborg Reykjavíkur um kl. 02:00 – 03:00 sl nótt. Upplýsingar um ferðir Birnu berist til lögreglu í síma 444 1000.Birna Brjánsdóttir.Sunnudagur 15. janúar: Vinir Birnu og ættingjar hefja leit að henni í Hafnarfirði. Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, segir í samtali við Vísi að það eina sem þau hafi í höndunum varðandi hvar dóttir hennar geti verið sé verið sé merki frá síma Birnu klukkan 05:50 á laugardagsmorgun. Sjálfboðaliðarnir við leitina ganga meðal annars hús úr húsi með mynd af henni og spyrja hvort einhver hafi orðið var við ferðir hennar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir móðir Birnu svo að hún vilji einfaldlega að allsherjarleit verði gerð að dóttur hennar. Þá biðlaði hún til þeirra sem gætu verið með henni. „Ef þið eruð að halda henni í gíslingu, bara sleppa henni og hafa samband.“Síðar um kvöldið sendir lögreglan frá sér tilkynningu vegna hvarfs Birnu. Er tekið fram að leitin að henni sé í algjörum forgangi. Verið sé að skoða þær ábendingar sem borist hafa en lögregla er engu nær.Skömmu eftir miðnætti er síðan óskað eftir aðstoð sporhundsins Perlu við leitina. Hann fer meðal annars að skemmtistaðnum Húrra og að Flatahrauni. Leitin ber ekki árangur en hundurinn rekur slóð Birnu frá Húrra og að Laugavegi 31. Þar missir hann slóðina.Mánudagur 16. janúar: Klukkan 06:45 sendir lögreglan frá sér tilkynningu þar sem lýst er eftir ökumanni rauðs fólksbíls af gerðinni Kia Rio sem ekið var vestur Laugaveg á móts við hús númer 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardags. Er það sá svipuðum tíma og Birna hverfur sjónum úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan telur að í bílnum séu möguleg vitni sem veitt geti upplýsingar um ferðir Birnu þar sem ekki er vitað hvert hún fer eftir að hún hverfur sjónum.Klukkan 10:30 er sérhæft leitarfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallað út til leitar í miðbæ Reykjavíkur. Á fjórða tug leitarmanna taka þátt og er svæði í 300 metra radíus frá Laugavegi 31, staðnum þar sem Birna hverfur úr eftirlitsmyndavélum aðfaranótt laugardags, fínkembt í leit að vísbendingum. Klukkan 14:15 er fleira leitarfólk kallað út til að leita við Flatahraun í Hafnarfirði en þar kemur merki frá síma Birnu í seinasta sinn inn á símamastur. Öðruvísi leitaraðferðum er beitt í Hafnarfirði en í miðbæ Reykjavíkur þar sem stærra svæði er undir. Alls taka um sextíu manns þátt í leitinni; helmingurinn leitar í Reykjavík og helmingurinn við Flatahraun.Björgunarsveitarmenn fínkemba svæði í 300 metra radíus frá þeim stað þar sem Birna sást seinast.vísir/loftmyndirKlukkan 17 heldur lögreglan blaðamannafund vegna hvarfs Birnu. Á fundinum kemur fram að fjölmargar ábendingar hafi borist lögreglu frá almenningi en þær hafi engu skilað. Lögreglan er því litlu nær hvert Birna fer eftir að hún hverfur úr eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. Helst er litið til þess að hún hafi annað hvort farið upp í rauða Kia Rio-bílinn, beygt niður Vatnsstíg eða farið inn í port bak við hús á Laugavegi. Lögreglan biðlar því til íbúa í miðborginni til að leita eftir vísbendingum um Birnu í skúmaskotum og kjöllurum. Á blaðamannafundinum kemur jafnframt fram að lögreglan telji ólíklegt að Birna hafi farið úr landi. Þá telur lögreglan frekar að slökkt hafi verið á farsíma hennar heldur en að hann hafi orðið rafmagnslaus. Hvarf Birnu er enn rannsakað sem mannshvarf en ekki sem sakamál.Klukkan 18:45 sendir lögreglan frá sér tilkynningu og biður fjölmiðla um að birta myndband sem sýnir Birnu á ferð í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags skömmu áður en hún hverfur. Á myndbandinu sést Birna ganga Austurstræti, Bankastræti og Laugaveg en hún hverfur svo sjónum við Laugaveg 31.Um kvöldið fer fram leit að Birnu á flóttmannaleið en hún afmarkast við Vífilsstaði og Kaldárselsveg. Um 120 manns leita á svæðinu en tæknivinna lögreglu varð til þess að farið var að leita á þessum slóðum.Um klukkan 23 finnur svo almennur borgari svartan Dr. Martens-skó á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði. Um er að ræða skó af sömu tegund og í sama lit og Birna var í nóttina sem hún hvarf. Umfangsmikil leit hefst í og við Hafnarfjarðarhöfn í kjölfarið.Fjöldi björgunarsveitarmanna leituðu að frekari vísbendingum við Hafnarfjarðarhöfn aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar. Skór, sem sterkur grunur leikur á að séu þeir sem Birna klæddist þegar hún hvarf, fundust við höfnina í mánudagskvöld.vísir/vilhelmÞriðjudagur 17. janúar: Aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar fer fram leit í og við Hafnarfjarðarhöfn á því svæði sem að skórinn fannst. Sérsveitarmenn og björgunarsveitar taka þátt í leitinni. Kafað er í höfninni og siglt um hana á gúmmíbát en svæðinu er lokað fyrir almennri umferð. Síðar um nóttina finnst hinn Dr. Martens-skórinn en undir skónum er snjór. Varðstjóri hjá lögreglu segir að sterkur grunur leiki á að skórnir séu af Birnu. Engar frekari vísbendingar finnast við leitina sem lýkur undir morgun en allsherjarútkall er boðað í birtingu. Fram kemur að enginn er enn grunaður um aðild að hvarfi Birnu.Klukkan 10:30 hefst aftur leit í og við Hafnarfjarðarhöfn. Um er að ræða allsherjarútkall hjá lögreglu, björgunarsveitum og Landhelgisgæslunni. Yfir 100 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni auk þess sem notast er við kafbát, dróna og leitarhunda. Í hádeginu leggur lögregla svo hald á rauða Kia Rio-bifreið af sömu tegund og árgerð og bíllinn sem keyrði niður Laugaveg aðfaranótt laugardags á sama tíma og sama stað og Birna hvarf. Lögreglan tekur bílinn þar sem honum er lagt á bílastæði við Hlíðasmára í Kópavogi en starfsmaður fyrirtækis í götunni hafði bílinn á leigu.Klukkan 12:45 er svo greint frá því að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað að lögreglan fái að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðast með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu aðfaranótt laugardags. Þetta þýðir að lögreglan má nú kanna hvaða farsímar koma inn á sömu senda og sími Birnu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, segir að úrskurðurinn hafi töluverða þýðingu fyrir málið.Síðdegis fæst svo staðfest hjá lögreglu að Dr. Martens-skórnir sem fundust við höfnina eru Birnu. Rúmlega þrír kílómetrar eru frá svæðinu í kringum mastrið í Hafnarfirði og að áhaldageymslunni við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.VÍSIR/LOFTMYNDIRKlukkan 16 greinir Vísir svo frá því að lögreglan hafi undir höndum upptöku af rauðum bíl, líkast til rauðum Kia Rio, sem náðist á eftirlitsmyndavél áhaldageymslu Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar klukkan 5:53 laugardagsmorguninn sem Birna hvarf. Samkvæmt heimildum Vísis virðist af myndskeiðinu sem ökumanni bifreiðarinnar bregði þegar hann verður var við að ljós kviknar á eftirlitsmyndavélinni þegar hún greinir hreyfingu. Má merkja það á aksturslagi bifreiðarinnar sem ekið er skyndilega á brott. Umfangsmikilli leit sem staðið hafði yfir frá því um morguninn er hætt um kvöldmatarleytið. Birna er ófundin og þá hafa engar frekari vísbendingar fundist. Ekki verður farið aftur að leita nema frekari vísbendingar komi fram. Sérsveitarmenn fóru um borð í danska varðskipið Tríton og biðu þess að skipið kæmi yfir miðlínu efnahagslögsögu Grænlands og Íslands.VÍSIR/GARÐARKlukkan 18:18 er grænlenska togaranum Polar Nanoq snúið við þar sem hann er við veiðar á Grænlandsmiðum. Íslensk lögregluyfirvöld höfðu fyrr um daginn óskað eftir aðstoð danska herskipsins Triton vegna rannsóknarinnar á hvarfi Birnu en um morguninn hafði lögreglan fengið lista yfir skipverja á Polar Nanoq. Heimildir Vísis herma að Grænlendingar hafi verið með rauða Kia Rio-bílinn sem lögregla lagði hald á á leigu á þeim tíma sem Birna hvarf en það fæst ekki staðfest að um sé að ræða skipverja á togaranum. Polar Nanoq hélt úr Hafnarfjarðarhöfn á laugardagskvöld en skór Birnu höfðu fundist skammt frá þar sem skipið lá við bryggju. Enginn úr áhöfn skipsins hefur hins vegar verið handtekinn og þá hefur enginn heldur verið yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs manns. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi flogið með nokkra íslenska sérsveitarmenn um borð í Triton.Miðvikudagur 18. janúarUm morguninn er greint frá því að lögreglan rannsaki peysu sem almennur borgari fann í grjótgarðinum við Hafnarfjarðarhöfn á þriðjudagskvöld. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við Vísi að ekki sé talið að flíkin sé af Birnu. Lögreglan rannsaki hana engu að síður til að kanna hvort hún tengist nokkuð hvarfinu. Síðar kemur í ljós að peysan tengist málinu ekki.Klukkan hálftólf tekur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, á loft frá Reykjavíkurflugvelli með sérsveitarmenn innanborðs. Ekki fást upplýsingar um hvert þyrlan er að fara en síðar um daginn greinir lögreglan frá því að um hádegisbil hafi lögreglumenn úr sérsveitinni handtekið tvo menn um borð í Polar Nanoq. Eru þeir taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu en mennirnir eru grænlenskir. Búist er við því að togarinn komi til Hafnarfjarðar klukkan 23. Strandarheiði er á Reykjanesskaganum.VÍSIR/LOFTMYNDIRÁ öðrum tímanum er sérhæft leitarfólk kallað út til að halda áfram leit að Birnu en kafarar hafa verið í Hafnarfjarðarhöfn síðan um morguninn að leita. Áfram á að leita á hafnarsvæðinu auk þess sem leitað verður á vegaslóðum á Strandarheiði á Reykjanesi. Er það gert vegna vísbendinga sem hafa borist frá almenningi. Björgunarsveitarmenn leita meðal annars eftir því hvort að manneskja hafi farið um vegarslóða á Strandarheiði á bíl og þá eru þeir einnig vakandi fyrir því að finna síma á svæðinu.Klukkan 20:30 er þriðji skipverjinn handtekinn um borð í Polar Nanoq. Ástæðan er sú sama og varðandi hina tvo, það er hann er talinn búa yfir upplýsingum sem varpað geti ljósi á hvarf Birnu.Um klukkan 23 leggst Polar Nanoq að bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Nokkur fjöldi fólks var samankominn við höfnina til að fylgjast með komu skipsins en öllum suðurhluta hafnarinnar var lokað fyrir almennri umferð.Upp úr miðnætti eru skipverjarnir þrír sem hafa verið leiddir út úr skipinu og inn í lögreglubíla. Frá höfninni var ekið með þá á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir fara í yfirheyrslur strax um nóttina.Fimmtudagur 19. janúar Fréttablaðið greinir frá því að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds yfir Grænlendingum þremur sem handteknir voru um borð í Polar Nanoq á miðvikudeginum. Þegar Vísir nær tali af Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni, um klukkan sex um morguninn standa yfirheyrslur enn. Rannsókn um borð í togaranum er hins vegar lokið en lögreglumenn fóru um borð í togarann þegar hann kom að landi og leituðu í skipinu að vísbendingum um hvarf Birnu. Frá komu Polar Nanoq til Hafnarfjarðar.VÍSIR/ANTON BRINKUm klukkan átta lýkur svo yfirheyrslum en hvarf Birnu er nú rannsakað sem sakamál. Áfram er leitað á Strandarheiði en engar nýjar upplýsingar komu fram í yfirheyrslunum sem nýtast geta við leitina.Klukkan 11:30 er einn af skipverjunum þremur sem handteknir voru leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggur fram kröfu um fjögurra vikna gæsluvarðhald og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Héraðsdómur úrskurðar að maðurinn skuli sæta gæsluvarðhaldi og einangrun í tvær vikur. Skömmu eftir hádegi er svo annar skipverji úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Mennirnir neita báðir sök, það er því að eiga aðild að hvarfi Birnu.Klukkan 12 greinir Vísir frá því að rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum sem lögregla lagði hald á á þriðjudag bendi til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi.VÍSIRVísir greinir frá því um klukkan hálffjögur að skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald sjáist koma inn á hafnarsvæðið við Hafnarfjarðarhöfn á laugardagsmorgun klukkan rúmlega sex. Mennirnir fara báðir út úr bílnum, ræðast þar við í smástund en annar þeirra fer svo um borð í togarann á meðan hinn keyrir í burtu. Hann sést svo ekki á eftirlitsmyndavélum við höfnina fyrr en tæpri klukkustund síðar. Undir kvöld sendir Landsbjörg frá sér tilkynningu þess efnis að leitað verði fram á kvöld að Birnu á og við vegaslóða á Reykjanesi. Þriðja manninum sem handtekinn var um borð í Polar Nanoq, grunaður um aðild að hvarfi Birnu er sleppt úr haldi lögreglu þar sem ekki er talið að hann tengist málinu. Frá því er svo greint um klukkan 20:30 að lögreglan telji yfirgnæfandi líkur á því að mennirnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi hafi verið í rauða Kia Rio-bílnum sem ekið var niður Laugaveginn um það leyti sem síðast sást til Birnu á sömu slóðum.Föstudagur 20. janúar Fréttablaðið greinir frá því að mennirnir tveir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald á fimmtudeginum séu grunaðir um manndráp. Skipverjarnir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness.VÍSIR/ANTON BRINKÍ hádeginu óskar lögreglan eftir aðstoð ökumanna sem búa yfir myndavélabúnaði í bílum sínum. Biðlar lögreglan til þeirra um að þeir yfirfari myndefni í þeirri von að það geti gagnast við leitina að Birnu:Hér er einvörðungu og aðeins átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar frá kl. 7 – 11.30.Jafnframt er tekið fram að einungis er verið að leita eftir myndefni frá umræddu tímabili sem kann að sýna rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð). Í samtali við Vísi segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, að lögreglu sé ekki kunnugt um ferðir bílsins í þessar rúmlega fjóru klukkustundir á laugardagsmorgninum. Þannig sé bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði og leitar lögreglan því eftir aðstoð almennings. Lögreglan lýsti eftir ökumanni þessa bíls í tengslum við hvarf Birnu.LÖGREGLANUm klukkan 16 lýsir lögreglan svo eftir ökumanni hvíts bíls sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. Lögregla tekur skýrt fram að ökumaðurinn sé ekki grunaður um neitt misjafnt, hann gæti hins vegar hugsanlega búið yfir upplýsingum sem gagnist lögreglu við rannsókn á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þá eru fjórir leitarhópar kallaðir út síðdegis til að fylgja eftir vísbendingum um mannaferðir á Strandarheiði. Um kvöldið greinir Vísir frá því að blóð hafi fundist í rauða Kia Rio-bílnum sem annar skipverjinn sem situr í haldi hafði á leigu. Heimildir herma að talið sé að blóðið sé úr Birnu. Þá er jafnframt greint frá því að við yfirheyrslur hafi skipverjarnir ekki útilokað að hafa komist í kynni við Birnu nóttina sem hún hvarf.Laugardagur 21. janúar Klukkan níu koma hundruð björgunarsveitarmanna saman í húsi björgunarsveitar Hafnarfjarðar til að taka þátt í umfangsmestu leit sem ráðist hefur verið í. Björgunarsveitarmenn áður en þeir héldu til leitar að Birnu.VÍSIR/VILHELMÁætlað er að alls muni um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leit að Birnu og vísbendingum varðandi það hvar hana geti mögulega verið að finna. Þá verða drónar, hundar, fjórhjól og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina en leitarsvæðið er stórt; nær allt frá Borgarnesi að Selfossi auk þess sem allur Reykjanesskaginn er undir. Leitað var á stóru svæði.VÍSIR/FRÉTTABLAÐIÐAlls ætla björgunarsveitirnar að klára um 2000 verkefni á laugardegi og sunnudegi og er um helmingi verkefnanna lokið þegar leit er hætt um klukkan 20. Ýmislegt finnst sem lögreglan tekur til rannsóknar en Birna er enn ófundin. Rannsókn málsins þokast lítið áfram en í kvöldfréttum Stöðvar 2 er þó greint frá því að lögreglan segir að ekki sé lengur hægt að fullyrða að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu nóttina sem hún hvarf. Hann hafi allt eins getað orðið rafmagnslaus.Sunnudagur 22. janúar Leitinni að Birnu er haldið áfram um morguninn og er alveg jafn umfangsmikil og á laugardeginum. Mikil einurð og samkennd ríkir í hópi leitarfólks sem er einbeitt og ákveðið í því að finna Birnu áður en deginum lýkur.Rétt fyrir klukkan 12 á hádegi sendir lögreglan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að lífsýni sem fundist hafi í rauðu Kia Rio-bifreiðinni sé úr Birnu. Telur lögreglan því að staðfesting sé komin á því að hún hafi verið í bílnum. Gengið er út frá því við rannsókn málsins að um sé að ræða sama bíl og sést í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 á sama tíma og Birna hverfur úr þeim vélum. Telur lögregla að Birna hafi farið upp í bílinn við Laugaveg.Klukkan 17 boðar lögreglan svo til blaðamannafundar þar sem greint er frá því að talið sé lík Birnu hafi fundist í fjörunni við Selvogsvita um klukkan 13. Það var þyrla Landhelgisgæslunnar með sérhæft leitarfólk frá Landsbjörg innanborðs sem fann líkið en þyrlan hafði tekið þátt í leitinni frá því á laugardag. Á fundinum kemur fram að lögreglan telji að Birnu hafi verið ráðinn bani. Þá telur hún jafnframt að mennirnir sem sitja í haldi beri ábyrgð á dauða hennar. Ekki er vitað hvar líki Birnu var komið fyrir í sjó. Björgunarsveitarmenn halda áfram að leita fram á kvöld að vísbendingum í grennd við staðinn þar sem Birna fannst en þeir hafa alls gengið um 7000 kílómetra það sem af er helginni í þessari umfangsmiklu leit.Rétt um klukkan 21 greinir lögreglan frá því að ökumaður hvíta bílsins sem leitað hefur verið að sé kominn fram. Rætt var við manninn en hann hafði ekki upplýsingar undir höndum sem komu að notum við rannsóknina á hvarfi Birnu.Mánudagur 23. janúar Vísir greinir frá því að annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi hafi sést á eftirlitsmyndavélum á hafnarsvæðinu um hádegi á laugardag, skammt frá þeim stað þar sem skór Birnu fundust. Þar athafnaði hann sig í um 25 mínútur áður en hann fór burt. Rauða og hvíta svæðið er svæðið þar sem skipverjinn var í um 25 mínútur án þess að sæist til hanst á eftirlitsmyndavélum. Á svæðinu fundust skór Birnu Brjánsdóttur á mánudagskvöld.VÍSIR/GARÐAR/VILHELM/LOFTMYNDIRÞá er jafnframt greint frá því að bílaleigubíllinn sem skipverjarnir voru með á leigu hafi verið laskaður að framanverðu þegar honum var skilað skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem Birna hvarf. Lögreglu þykir þetta benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Síðdegis kveður Hæstiréttur upp sinn dóm varðandi gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur en lögreglan kærði úrskurði héraðsdóms þar sem hún hafði farið fram á fjögurra vikna varðhald en mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæslu. Hæstiréttur staðfestir úrskurði héraðsdóms svo skipverjarnir verða að minnsta kosti í haldi til 2. febrúar.Þriðjudagur 24. janúar Greint er frá því í Fréttablaðinu að lögreglan sé með til skoðunar hversu mikla ábyrgð þeir beri hvor um sig í málinu en báðir sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um manndráp. Lögreglan yfirheyrir annan skipverjann, þann er keyrði Kia Rio bílinn, en áætlað er að yfirheyra hinn daginn eftir. Þá kemur jafnframt fram að bráðabirgðakrufning réttarmeinafræðings lögreglunnar, sem lokið var á mánudagskvöld, hafi fært lögreglu nær því hver dánarorsök Birnu er. Í samtali við Vísi vill Grímur Grímsson ekki tjá sig um niðurstöðu krufningarinnar og fæst dánarorsökin því ekki upp gefin. Frá blaðamannafundi lögreglunnar sunnudaginn 22. janúar.VÍSIR/ANTON BRINKFjölmiðlar greina frá því að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq. Eiga þau að hafa fundist í ruslatunnu í togaranum en lögreglan vill ekki staðfesta fundinn. Þá er jafnframt fjallað um það að annar skipverjinn hafi ítrekað reynt að ná í íslenska vinkonu sína á þeim tíma sem lögreglan telur að Birna hafi verið í bíl með hinum grunuðu. Vinkonan hafi hins vegar ekki svarað símanum en fyrsta símtalið barst henni klukkan 03:55 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og það síðasta klukkan 11:55 í hádeginu sama dag.Miðvikudagur 25. janúar Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst við Selvogsvita er af Birnu Brjánsdóttur. Þá er jafnframt ljóst að um manndráp er að ræða. Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu var saknað.VÍSIR/LOFTMYNDIREnn er ekki vitað hvar líki Birnu var komið fyrir í sjónum en Vegagerðin hefur látið lögreglunni í té upplýsingar um öldufar á þeim tíma sem hún hvarf. Í samtali við Vísi segir Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að þó ekkert sé hægt að fullyrða á þessari stundu þá telji hann miðað við þau gögn sem hann hefur undir höndum að líkið hafi ekki borist mjög langa leið að Selvogsvita. Sigurður segir sunnanvert Reykjanesið líklegt, þó svo að heldur sé ekkert hægt að fullyrða um það. Hann segist engar forsendur hafa til að útiloka svæðið frá Óseyrarbrú, að Krýsuvíkurbergi eða til Grindavíkur. Um kvöldið segir Grímur Grímsson að lögreglan telji að skóm Birnu hafi verið komið fyrir á hafnarsvæðinu þar sem þeir fundust. Til rannsóknar er hvort það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu.Fimmtudagur 26. janúar Fréttablaðið greinir frá því að á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í Polar Nanoq var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum eru í haldi. Grænlenski togarinn Polar Nanoq.VÍSIR/VILHELMÁ maðurinn að hafa gleymt úlpunni í bílnum sem skipsfélagi hans hafði á leigu. Þegar hann fékk úlpuna svo að morgni laugardagsins 14. janúar veitti hann því athygli að búið var að þvo hana. Maðurinn gaf sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Hann var handtekinn en látinn laus að lokinni yfirheyrslu þar sem aðild hans að málinu var útilokuð. Grímur Grímsson segir í samtali við Vísi að lögreglan telji að rauða bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra laugardagsmorguninn sem Birna hvarf. Áður hafði verið greint frá því að lögreglan teldi að bílnum hafi verið ekið um 300 kílómetra á þeim eina sólarhring sem skipverjarnri höfðu bílinn á leigu. Er lögreglan engu nær um ferðir bílsins á laugardagsmorgninum þrátt fyrir að hafa óskað eftir myndefni frá ökumönnum. Þá er jafnframt greint frá því að lögreglan muni aldrei fá úr því skorið hvort að slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus þar sem síminn sendir frá sér eins merki í báðum tilfellum.Föstudagur 27. janúar Fréttablaðið greinir frá því að lögreglan gangi ekki út frá því við rannsókn málsins að um manndráp af gáleysi sé að ræða. Engar játningar liggja enn fyrir en mennirnir tveir verða ekki yfirheyrðir í dag. Grímur Grímsson segir í samtali við Vísi að lögreglan hafi ákveðna hugmynd um það hvar líki Birnu hafi verið komið fyrir í sjó en ekki sé tímabært að tjá sig frekar um það. Aðspurður hvort að dúkku hafi verið kastað út segir Grímur svo ekki vera en að það komi til álita að prófa það.Laugardagur 28. janúar Þúsundir koma saman í miðbæ Reykjavíkur og ganga til minningar um Birnu. Gangan hefst klukkan hálffimm og er gengið frá Hlemmi, niður Laugaveg og að Arnarhóli.Fjölmargir kveikja á kertum og leggja blóm við Laugaveg 31 þar sem Birna sást síðast á lífi auk þess sem margir setja blóm og kerti á Arnarhól. Þá tekur Karlakórinn Esja nokkur lög.Mánudagur 30. janúar Greint er frá því að lögreglan telji sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson vill þó ekki fara nánar út í það og svarar því til dæmis ekki hvort að vopni hafi verið beitt. Fátt nýtt kom annars fram við rannsókn málsins um helgina. Lögreglan er til að mynda engu nær um ferðir rauða bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar og þá liggur ekki fyrir hvar líki Birnu var komið fyrir í sjó. Ekki stendur til að yfirheyra þá grunuðu í dag.Þriðjudagur 31. janúar Mennirnir tveir eru yfirheyrðir á Litla-Hrauni. Lögreglan telur sig nú hafa stóru myndina í málinu þannig að hún viti nokkurn veginn atburðarásina í tengslum við hvarf Birnu og dauða hennar. Játning í málinu liggur enn ekki fyrir. Annar skipverjinn er hér leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær.VÍSIR/ANTON BRINK Miðvikudagur 1. febrúar Gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur rennur út á morgun en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim. Annar hinna grunuðu er yfirheyrður af lögreglu.Fimmtudagur 2. febrúarLögreglan ákveður að sleppa öðrum skipverjanum en fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir hinum. Ekki er farið fram á að þeim sem er sleppt verði gert að sæta farbanni. Hann kemur hins vegar fyrir dómara til að staðfesta þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu og er enn með réttarstöðu sakbornings. Héraðsdómur úrskurðar að hinn maðurinn skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi og einangrun til 16. febrúar.
„Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. 2. febrúar 2017 16:24
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent