Ný fjármálaáætlun: Einfaldara skattkerfi og aukin útgjöld til heilbrigðis-og menntamála Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 10:13 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnir áætlunina í morgun. vísir/anton brink Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verður sérstök áhersla lögð á uppbyggingu innviða og eflingu velferðarkerfisins. Stjórnvöld hyggjast einfalda skattkerfið, auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála og greiða hratt niður skuldir. Markmið stjórnvalda er „að skapa hagfelld skilyrði fyrir vaxtalækkun, og mynda þannig rými til að aukinna útgjalda og lægri skatta. Á tímabilinu verður unnið að því að vega á móti þenslu í hagkerfinu, stuðla að sátt á vinnumarkaði, taka á gengisstyrkingu og efla opinbera þjónustu og styrkja innviði,“ eins og segir í tilkynningu. Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar eru heilbrigðis-og velferðarmál en gert er ráð fyrir að uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent á tímabilinu og 13 prósent til velferðarmála. Á meðal þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í er að byggja nýjan Landspítala, stytta biðlista, lækka kostnað sjúklinga, hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara í skrefum. Þá á að stíga markviss skref til að leysa húsnæðisvandann og lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð. Hvað varðar umbætur á skattkerfinu þá á að auka skilvirkni kerfisins og einfalda það. Eins og greint hefur verið frá hyggst ríkisstjórnin fella flestar tegundir ferðaþjónustu undir almennt þrep virðisaukaskatts en breytingin mun taka gildi þann 1. júlí á næsta ári. Með þessari aðgerð myndast svigrúm til þess að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts úr 24 prósentum í 22,5 prósent en sú breyting mun taka gildi þann 1. janúar 2019. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og „áfram unnið að útfærslu heildstæðs kerfis grænna skatta. Áður lögfestar eða áformaðar skattkerfisbreytingar taka gildi á tímabilinu, þar á meðal vörugjald á bílaleigubíla, samsköttunarákvæði og lækkun bankaskatts,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins en hana má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun hins opinbera til næstu fimm ára, það er frá 2018 til 2022, á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í morgun. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu verður sérstök áhersla lögð á uppbyggingu innviða og eflingu velferðarkerfisins. Stjórnvöld hyggjast einfalda skattkerfið, auka útgjöld til heilbrigðis- og menntamála og greiða hratt niður skuldir. Markmið stjórnvalda er „að skapa hagfelld skilyrði fyrir vaxtalækkun, og mynda þannig rými til að aukinna útgjalda og lægri skatta. Á tímabilinu verður unnið að því að vega á móti þenslu í hagkerfinu, stuðla að sátt á vinnumarkaði, taka á gengisstyrkingu og efla opinbera þjónustu og styrkja innviði,“ eins og segir í tilkynningu. Stærstu útgjaldaliðir fjármálaáætlunar eru heilbrigðis-og velferðarmál en gert er ráð fyrir að uppsafnaður raunvöxtur útgjalda til heilbrigðismála verði 22 prósent á tímabilinu og 13 prósent til velferðarmála. Á meðal þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í er að byggja nýjan Landspítala, stytta biðlista, lækka kostnað sjúklinga, hækka greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi og hækka frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara í skrefum. Þá á að stíga markviss skref til að leysa húsnæðisvandann og lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð. Hvað varðar umbætur á skattkerfinu þá á að auka skilvirkni kerfisins og einfalda það. Eins og greint hefur verið frá hyggst ríkisstjórnin fella flestar tegundir ferðaþjónustu undir almennt þrep virðisaukaskatts en breytingin mun taka gildi þann 1. júlí á næsta ári. Með þessari aðgerð myndast svigrúm til þess að lækka í kjölfarið almennt þrep virðisaukaskatts úr 24 prósentum í 22,5 prósent en sú breyting mun taka gildi þann 1. janúar 2019. Kolefnisgjald verður tvöfaldað og „áfram unnið að útfærslu heildstæðs kerfis grænna skatta. Áður lögfestar eða áformaðar skattkerfisbreytingar taka gildi á tímabilinu, þar á meðal vörugjald á bílaleigubíla, samsköttunarákvæði og lækkun bankaskatts,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins en hana má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira