Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 78-96 | Grindvíkingar gáfu engin grið Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 31. mars 2017 21:30 Grindavíkurinn Lewis Clinch Jr. sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Ernir Grindavík tók forystuna í einvíginu við Stjörnuna í undanúrslitum Domino's deildar karla með 78-96 sigri í fyrsta leik liðanna í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grindvíkingar voru mun sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn gegn slökum Stjörnumönnum. Stjarnan var þremur stigum yfir, 21-18, eftir 1. leikhluta en Grindavík tók völdin í 2. leikhluta sem þeir unnu 27-16. Staðan í hálfleik var 37-45, Grindvíkingum í vil. Í 3. leikhluta fóru Dagur Kár Jónsson og Lewis Clinch Jr. á kostum og skoruðu 13 stig hvor. Grindvíkingar leiddu með 17 stigum, 59-76, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar héldu gestirnir sjó og unnu að lokum öruggan sigur, 78-96. Næsti leikur liðanna fer fram í Grindavík á þriðjudaginn.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar spiluðu stórvel í leiknum í kvöld og höfðu svör við öllu sem Stjörnumenn báru á borð fyrir þá. Gestirnir voru grjótharðir í vörninni og í sókninni léku Dagur og Clinch lausum hala og skoruðu að vild, sérstaklega í 3. leikhluta. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og byggðu upp gott forskot sem þeir héldu svo út leikinn. Gestirnir sýndu styrk og stöðvuðu öll áhlaup heimamanna í fæðingu.Bestu menn vallarins: Dagur sýndi sínum gömlu félögum ekki neina miskunn og raðaði stigum á þá. Dagur skoraði 26 stig, þar af 13 í 3. leikhluta. Clinch hélt einnig uppteknum hætti frá því í oddaleiknum gegn Þór Þ. á sunnudaginn. Hann skoraði 29 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá voru bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir öflugir að vanda en sá fyrrnefndi slökkti nánast einn síns liðs í álitlegu áhlaupi Stjörnunnar um miðjan 4. leikhluta. Tómas Þórður Hilmarsson átti fína innkomu af bekknum hjá Stjörnunni. Hann skilaði 11 stigum og hitti úr fimm af sjö skotum sínum.Tölfræðin sem vakti athygli: Stjarnan tók 22 sóknarfráköst, helmingi fleiri en Grindavík, og fékk 26 stig af bekknum gegn sjö hjá Grindavík. Það dugði samt ekki til sigurs.Hvað gekk illa? Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í kvöld og voru undir á öllum sviðum. Bekkurinn skilaði ágætis framlagi en byrjunarliðið var slakt. Justin Shouse var fjarri sínu besta með 27,8% skotnýtingu og sex tapaða bolta. Hlynur Bæringsson hefur oft spilað betur og Marvin Valdimarsson skilaði ekki neinu. Anthony Udunsi byrjaði leikinn ágætlega og var kominn með 12 stig í hálfleik. Hann hvarf hins vegar í seinni hálfleik þar sem hann skoraði aðeins tvö stig úr vítum. Sannkallaður köttur í sekknum, Odunsi.Stjarnan-Grindavík 78-96 (21-18, 16-27, 21-31, 20-20)Stjarnan: Anthony Odunsi 14/10 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13, Justin Shouse 13/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 11, Hlynur Elías Bæringsson 10/14 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 3, Marvin Valdimarsson 2.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 29/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 26, Þorleifur Ólafsson 16/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Kristófer Breki Gylfason 2.Hrafn: Líkamstjáningin okkar var ömurleg Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Grindavík í kvöld og dró hvergi undan eftir leik. „Ég ætla ekki að segja að ég sé sleginn en ofboðslega ósáttur við frammistöðuna og hvernig við bárum okkur í þessum leik,“ sagði Hrafn sem sagði að sínir menn hefðu einfaldlega ekki mætt til leiks, þótt þeir hafi leitt með þremur stigum, 21-18, eftir 1. leikhluta. „Við byrjuðum aldrei og vorum aldrei nokkurn tímann með í þessum leik. Við litum kannski út fyrir að stoppa þá en við gáfum þeim skotin sem þeir vildu fá. Við vorum linir og komum ekki við þá.“ Stjarnan spilaði vel í einvíginu gegn ÍR í síðustu umferð en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. „Við vissum að við vorum að fara að spila við betra lið. Við vissum að við þyrftum að sýna að við vildum þetta jafn mikið og taka vel á þeim. Mér fannst við ekki sýna það af okkur í dag,“ sagði Hrafn. „Mér fannst líkamstjáningin okkar ömurleg. Fljótlega eftir að það var ljóst að þeir ætluðu að gefa okkur leik fannst mér líkamstjáning nokkurra leikmanna minna gefa það til kynna að þeim fyndist þetta vera einn af þessum leikjum. Við erum staddir í undanúrslitum á móti frábæru liði og ef við getum ekki verið sárir og sýnt metnað fyrir þessu erum við ekki að fara að gera neitt.“ Hrafn segist ekki geta tekið neitt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Við sýndum af okkur háðulega frammistöðu sem lið og þjálfarar. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu sem lið og ég held að það sé ekkert unnið með því að rífa út einhverja broskalla,“ sagði Hrafn að lokum.Jóhann: Höfum komist að því að það er ekki hægt að skora 2-3 körfur í einni sókn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum kátur með sigurinn góða á Stjörnunni í kvöld. En var þetta einn besti leikur Grindvíkinga í vetur? „Sóknin var mjög góð og við hittum mjög vel. Þriggja stiga nýtingin var yfir 40%. Ég veit ekki hvort þetta var besti leikurinn. Við spiluðum mjög vel í oddaleiknum gegn Þór Þ. og þetta var jákvætt framhald af því,“ sagði Jóhann. „En það er fullt sem við getum lagað. Þeir tóku yfir 20 sóknarfráköst sem er að öllu jöfnu alltof mikið. Það sem dreif okkur áfram á móti Þór voru litlu hlutirnir og við getum gert betur þar. En það er jákvætt að spila vel og vinna og geta samt bætt eitthvað,“ sagði Jóhann. „Við töluðum um það að leikurinn er í 40 mínútur. Við þurfum að halda okkur inni í augnablikinu hverju sinni. Þetta er ein sókn og vörn í einu. Við höfum lagað það. Við trúðum því í allan vetur að við gætum skorað 2-3 körfur í einni sókn. Við erum búnir að komast að því að það er ekki hægt og höldum okkur í augnablikinu.“ Jóhann segist eiga von á ákveðnum Stjörnumönnum í öðrum leiknum á þriðjudaginn. „Áframhaldandi djöfulgangi og stríði. Þeir þurfa að koma til baka og við þurfum að verja heimavöllinn. Við höfum ekki verið neitt frábærir þar í vetur. Núna er risapróf framundan hjá okkur,“ sagði Jóhann að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 vísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Grindavík tók forystuna í einvíginu við Stjörnuna í undanúrslitum Domino's deildar karla með 78-96 sigri í fyrsta leik liðanna í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Grindvíkingar voru mun sterkari aðilinn og verðskulduðu sigurinn gegn slökum Stjörnumönnum. Stjarnan var þremur stigum yfir, 21-18, eftir 1. leikhluta en Grindavík tók völdin í 2. leikhluta sem þeir unnu 27-16. Staðan í hálfleik var 37-45, Grindvíkingum í vil. Í 3. leikhluta fóru Dagur Kár Jónsson og Lewis Clinch Jr. á kostum og skoruðu 13 stig hvor. Grindvíkingar leiddu með 17 stigum, 59-76, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þar héldu gestirnir sjó og unnu að lokum öruggan sigur, 78-96. Næsti leikur liðanna fer fram í Grindavík á þriðjudaginn.Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar spiluðu stórvel í leiknum í kvöld og höfðu svör við öllu sem Stjörnumenn báru á borð fyrir þá. Gestirnir voru grjótharðir í vörninni og í sókninni léku Dagur og Clinch lausum hala og skoruðu að vild, sérstaklega í 3. leikhluta. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og byggðu upp gott forskot sem þeir héldu svo út leikinn. Gestirnir sýndu styrk og stöðvuðu öll áhlaup heimamanna í fæðingu.Bestu menn vallarins: Dagur sýndi sínum gömlu félögum ekki neina miskunn og raðaði stigum á þá. Dagur skoraði 26 stig, þar af 13 í 3. leikhluta. Clinch hélt einnig uppteknum hætti frá því í oddaleiknum gegn Þór Þ. á sunnudaginn. Hann skoraði 29 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þá voru bræðurnir Þorleifur og Ólafur Ólafssynir öflugir að vanda en sá fyrrnefndi slökkti nánast einn síns liðs í álitlegu áhlaupi Stjörnunnar um miðjan 4. leikhluta. Tómas Þórður Hilmarsson átti fína innkomu af bekknum hjá Stjörnunni. Hann skilaði 11 stigum og hitti úr fimm af sjö skotum sínum.Tölfræðin sem vakti athygli: Stjarnan tók 22 sóknarfráköst, helmingi fleiri en Grindavík, og fékk 26 stig af bekknum gegn sjö hjá Grindavík. Það dugði samt ekki til sigurs.Hvað gekk illa? Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum í kvöld og voru undir á öllum sviðum. Bekkurinn skilaði ágætis framlagi en byrjunarliðið var slakt. Justin Shouse var fjarri sínu besta með 27,8% skotnýtingu og sex tapaða bolta. Hlynur Bæringsson hefur oft spilað betur og Marvin Valdimarsson skilaði ekki neinu. Anthony Udunsi byrjaði leikinn ágætlega og var kominn með 12 stig í hálfleik. Hann hvarf hins vegar í seinni hálfleik þar sem hann skoraði aðeins tvö stig úr vítum. Sannkallaður köttur í sekknum, Odunsi.Stjarnan-Grindavík 78-96 (21-18, 16-27, 21-31, 20-20)Stjarnan: Anthony Odunsi 14/10 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13, Justin Shouse 13/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 11, Hlynur Elías Bæringsson 10/14 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/6 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Ágúst Angantýsson 3, Marvin Valdimarsson 2.Grindavík: Lewis Clinch Jr. 29/6 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 26, Þorleifur Ólafsson 16/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/9 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5, Kristófer Breki Gylfason 2.Hrafn: Líkamstjáningin okkar var ömurleg Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Grindavík í kvöld og dró hvergi undan eftir leik. „Ég ætla ekki að segja að ég sé sleginn en ofboðslega ósáttur við frammistöðuna og hvernig við bárum okkur í þessum leik,“ sagði Hrafn sem sagði að sínir menn hefðu einfaldlega ekki mætt til leiks, þótt þeir hafi leitt með þremur stigum, 21-18, eftir 1. leikhluta. „Við byrjuðum aldrei og vorum aldrei nokkurn tímann með í þessum leik. Við litum kannski út fyrir að stoppa þá en við gáfum þeim skotin sem þeir vildu fá. Við vorum linir og komum ekki við þá.“ Stjarnan spilaði vel í einvíginu gegn ÍR í síðustu umferð en það var allt annað uppi á teningnum í kvöld. „Við vissum að við vorum að fara að spila við betra lið. Við vissum að við þyrftum að sýna að við vildum þetta jafn mikið og taka vel á þeim. Mér fannst við ekki sýna það af okkur í dag,“ sagði Hrafn. „Mér fannst líkamstjáningin okkar ömurleg. Fljótlega eftir að það var ljóst að þeir ætluðu að gefa okkur leik fannst mér líkamstjáning nokkurra leikmanna minna gefa það til kynna að þeim fyndist þetta vera einn af þessum leikjum. Við erum staddir í undanúrslitum á móti frábæru liði og ef við getum ekki verið sárir og sýnt metnað fyrir þessu erum við ekki að fara að gera neitt.“ Hrafn segist ekki geta tekið neitt jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Við sýndum af okkur háðulega frammistöðu sem lið og þjálfarar. Við þurfum að vinna okkur út úr þessu sem lið og ég held að það sé ekkert unnið með því að rífa út einhverja broskalla,“ sagði Hrafn að lokum.Jóhann: Höfum komist að því að það er ekki hægt að skora 2-3 körfur í einni sókn Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum kátur með sigurinn góða á Stjörnunni í kvöld. En var þetta einn besti leikur Grindvíkinga í vetur? „Sóknin var mjög góð og við hittum mjög vel. Þriggja stiga nýtingin var yfir 40%. Ég veit ekki hvort þetta var besti leikurinn. Við spiluðum mjög vel í oddaleiknum gegn Þór Þ. og þetta var jákvætt framhald af því,“ sagði Jóhann. „En það er fullt sem við getum lagað. Þeir tóku yfir 20 sóknarfráköst sem er að öllu jöfnu alltof mikið. Það sem dreif okkur áfram á móti Þór voru litlu hlutirnir og við getum gert betur þar. En það er jákvætt að spila vel og vinna og geta samt bætt eitthvað,“ sagði Jóhann. „Við töluðum um það að leikurinn er í 40 mínútur. Við þurfum að halda okkur inni í augnablikinu hverju sinni. Þetta er ein sókn og vörn í einu. Við höfum lagað það. Við trúðum því í allan vetur að við gætum skorað 2-3 körfur í einni sókn. Við erum búnir að komast að því að það er ekki hægt og höldum okkur í augnablikinu.“ Jóhann segist eiga von á ákveðnum Stjörnumönnum í öðrum leiknum á þriðjudaginn. „Áframhaldandi djöfulgangi og stríði. Þeir þurfa að koma til baka og við þurfum að verja heimavöllinn. Við höfum ekki verið neitt frábærir þar í vetur. Núna er risapróf framundan hjá okkur,“ sagði Jóhann að endingu.Tweets by @Visirkarfa1 vísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira