Segir Þýskaland ekkert skulda Bandaríkjunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. mars 2017 07:00 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi sínum í Washington fyrir helgi. VÍSIR/EPA Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Ursula von der Layen, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ekkert hæft í því að Þýskaland eða önnur Evrópuríki skuldi Bandaríkjunum og NATO stórfé fyrir varnir. „Það er enginn skuldareikningur í NATO,“ sagði hún. „Það er rangt að tengja tveggja prósenta markmiðið í útgjöldum til landvarna, sem við ætlum að ná um miðjan næsta áratug, eingöngu við NATO.“ Hún sagði varnarútgjöld einnig ná til friðargæslustarfs og baráttunnar gegn hryðjuverkum. Þarna var hún að svara Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur ítrekað sagt að evrópsku NATO-ríkin skuldi Bandaríkjunum. Það sé vegna þess að Bandaríkin verji miklu meira fé til varnarmála en þau. Á laugardaginn tók Ivo Daalder, fyrrverandi fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá NATO, í sama streng og sagði að Bandaríkjunum væri frjálst að verja eins miklu fé og þau vilja til varnarmála. Hann sagði að önnur NATO-ríki þurfi ekkert að greiða Bandaríkjunum fyrir það sem þau ákveða að verja til varnarmála: „Því miður, herra forseti, þannig virkar NATO ekki,“ sagði Daalder. Trump endurtók fullyrðingar sínar um skuldir Evrópuríkja við Bandaríkin í Twitter-færslum á föstudag, fljótlega eftir að hann hafði hitt Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Washington. „Þýskaland skuldar NATO og Bandaríkjunum stórfé fyrir þær öflugu og afar dýru varnir sem þau veita Þýskalandi,“ skrifaði Trump. Forseti Bandaríkjanna virðist samkvæmt þessu hafa afar takmarkaðan skilning á því hvernig fjármögnun Atlantshafsbandalagsins er háttað. Fundurinn með Merkel virðist ekki hafa bætt þar neitt úr. Í kosningabaráttunni gagnrýndi hann Evrópuríki ítrekað fyrir að veita ekki nægilega mikið fé til varnarmála. Bandaríkin verji mun meira fé og standi í raun að stórum hluta undir kostnaði við varnir Evrópulanda. Að loknum fundinum með Merkel á föstudag sagði hann: „Ég ítrekaði við Merkel kanslara bæði að ég styð NATO sterklega og að bandamenn okkar í NATO þurfi að greiða sanngjarnan hluta af kostnaðinum við varnarmál.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira