Taktík Israels Martin gagnrýnd: Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. mars 2017 13:45 Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Athygli vakti hvernig Israel Martin, þjálfari Tindastóls, dreifði mínútunum í leiknum gegn Keflavík í gær. Allir 12 leikmennirnir á skýrslu hjá Tindastóli komu við sögu í leiknum. Enginn leikmaður liðsins spilaði minna en fimm mínútur og allir nema einn tóku skot. Domino's Körfuboltakvöld var sent beint út frá TM-höllinni í Keflavík. Heimamennirnir Jón Halldór Eðvaldsson og Kristinn Friðriksson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar og þeir voru afar undrandi á taktík Martins. „Ég skil ekki þennan leik,“ sagði Kristinn í hálfleik. „Þú ert með 15 mínútur af bekknum hjá Keflavík en tæplega 40 hjá Stólunum. Hvað er að gerast hérna? Það eru leikmenn sem ég aldrei séð áður sem eru að klára sóknir. Finnbogi [Bjarnason], sem er búinn að skjóta 21 skoti í allan vetur, er búinn að taka fjögur skot í kvöld.“ Sérfræðingarnir voru alveg jafn undrandi eftir leikinn, sem Keflavík vann 86-80. „Það er svo margt sem hann gerir sem mér finnst algjörlega galið,“ sagði Jón Halldór. Meðal þess sem strákarnir í Körfuboltakvöldi furðuðu sig á var þegar Viðari Ágústssyni var skipt út af, strax eftir að hann fiskaði fimmtu villuna á Hörð Axel Vilhjálmsson, leikstjórnanda Keflavíkur. „Honum er skipt út af fyrir mann sem er að spila þrjár mínútur að meðaltali í leik. Það er bara einn maður sem klikkar í þessum leik og það er þjálfarinn,“ sagði Kristinn forviða. „Hann [Martin] tapaði þessum leik. Það er ósköp einfalt. Þessi taktík sem hann mætti með í Keflavík var gjörsamlega galin. Hann einn ber ábyrgð á því að Tindastóll tapaði þessum leik,“ sagði Jón Halldór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira