Hann stakk upp á því á Twitter að í sumar myndi UFC fá úr því skorið hver væri aðalkaratestrákurinn í UFC og birti með mynd úr hinni goðsagnakenndu kvikmynd, The Karate kid.
Þar er Kavanagh að mæla með því að Gunnar stökkvi næst í bardaga gegn sjálfum Steven „Wonderboy“ Thompson.
Whats next for gunni? How about this summer we find out who the real karate kid is in the @ufc ? #GunnivWonderboypic.twitter.com/mvffhFSKWi
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) March 19, 2017
Þetta yrði ansi stórt stökk fyrir Gunnar enda er Thompson búinn að berjast í tvígang um veltivigtartitilinn við Tyron Woodley. Fyrst gerðu þeir jafntefli og svo vann Woodley síðari bardagann þar sem tveir dómarar dæmdu honum sigur.
Í könnun á síðu MMAjunkie eru MMA-aðdáendur mjög spenntir fyrir því að þeir mætist og 85 prósent gefa bardaganum sitt atkvæði er þessi frétt er skrifuð.