Minkurinn skotinn í vitna viðurvist Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. mars 2017 14:54 Minkurinn sást við Tjörnina í morgun. Minkurinn sem sást á vappi við Tjörnina í Reykjavík var drepinn um hádegisbil í dag. Hann vakti talsverða athygli enda eru minkar ekki algeng sjón í höfuðborginni, en hann virtist nokkuð gæfur, að sögn vegfarenda. Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, var fenginn til starfans. Sami háttur var hafður á í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum að sögn Þráins; minkurinn var skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins bestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn.Fólki brugðið Vegfarandi sem fréttastofa talaði við segir að fólki hafi orðið nokkuð brugðið þegar meindýraeyðirinn dró upp skotvopnið, en hópur ferðamanna var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Þráinn tekur fram að öllum hafi verið gert viðvart áður en skotinu hafi verið hleypt af og kannast ekki við að fólki hafi brugðið. Aðspurður segir hann þetta hafa tekið fljótt af - aðeins eitt skot hafi þurft til. „Við reynum alltaf að bregðast fljótt og vel við þegar við fáum svona tilkynningar. Okkur er mikið í mun að vernda fuglalífið við Tjörnina. Þarna var þetta bara eitt skot og búið, sem betur fer.“ Höfuðborgarstofa birti myndband af minknum á Facebook-síðu sinni í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Minkurinn sem sást á vappi við Tjörnina í Reykjavík var drepinn um hádegisbil í dag. Hann vakti talsverða athygli enda eru minkar ekki algeng sjón í höfuðborginni, en hann virtist nokkuð gæfur, að sögn vegfarenda. Þráinn Svansson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, var fenginn til starfans. Sami háttur var hafður á í þessu tilfelli og öðrum sambærilegum að sögn Þráins; minkurinn var skotinn með haglabyssu. „Við mætum bara á staðinn og hann er drepinn. Við erum með heimsins bestu byssu, Benelly, sem er haglabyssa,“ segir Þráinn.Fólki brugðið Vegfarandi sem fréttastofa talaði við segir að fólki hafi orðið nokkuð brugðið þegar meindýraeyðirinn dró upp skotvopnið, en hópur ferðamanna var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Þráinn tekur fram að öllum hafi verið gert viðvart áður en skotinu hafi verið hleypt af og kannast ekki við að fólki hafi brugðið. Aðspurður segir hann þetta hafa tekið fljótt af - aðeins eitt skot hafi þurft til. „Við reynum alltaf að bregðast fljótt og vel við þegar við fáum svona tilkynningar. Okkur er mikið í mun að vernda fuglalífið við Tjörnina. Þarna var þetta bara eitt skot og búið, sem betur fer.“ Höfuðborgarstofa birti myndband af minknum á Facebook-síðu sinni í dag, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Minkur við Tjörnina í Reykjavík Vörpulegur og ófeiminn minkur var að spóka sig á og við Tjörnina í Reykjavík nú í morgun. 21. mars 2017 12:33