Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. mars 2017 20:00 Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“ Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Aðeins þrír hafa greinst með sjúkdóminn á síðustu 20 árum og voru það allt óbólusettir einstaklingar. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. Barnið hafði dvalist með fjölskyldu sinn í Taílandi og kom til landsins 2. mars en veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Leitað var með barnið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins þann 19. mars síðastliðinn og voru tekin sýni sem staðfestu mislinga. Barnið var óbólusett vegna ungs aldurs. Mislingar er veirusjúkdómur sem er mjög smitandi og einkennist af hita og útbrotum um allan líkamann. Hann getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þetta sé í þriðja sinn á 20 árum sem mislingar greinast á Íslandi. „Þau hafa öll smitast erlendis, allt óbólusettir einstaklingar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknirVísir/StefánHefur embættið áhyggjur af þessu smiti?„Já, við höfum alltaf ákveðnar áhyggjur af því að mislingar geti breiðst út. Mislingar geta verið alvarlegir en ef að margir einstaklingar eru bólusettir eru litlar líkur á því að við fáum hér einhvern stóran faraldur,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að Landspítalinn og heilsugæsla höfuðborgasvæðisins muni hafa samband við foreldra óbólusettra barna sem hugsanlega gætu hafa smitast af viðkomandi barni. „Þetta níu mánaða barn hefur ekki verið á leikskóla. Það hefur verið heima þannig að það hefur verið með takmarkaðan umgang við önnur börn. Næstu skref eru að finna þá sem hafa hugsanlega komist í tæri við þetta barn meðan það var veikt, rannsaka það og bjóða því bólusetningu ef það er hægt. Og svo fylgjast með fólki vegna þess að það tekur um tólf daga að veikjast. “ Alltaf megi þó gera ráð fyrir því að óbólusettir einstaklingar geti smitast af mislingum. Umrætt barn umgangist fólk því sem minnst. „Barnið er bara heima og er þar í hálfgerðri einangrun. Það er mælst til þess að fólk sé ekki að koma að heimsækja þessa fjölskyldu á meðan veikindin standa yfir. Þetta brýnir okkur í því að hvetja fólk til þess að mæta með sín börn í bólusetningar eins og mælst er til þannig að við getum haldið þessum sjúkdómi frá Íslandi.“
Tengdar fréttir Íslenskt barn greint með mislinga Níu mánaða barn greindist með mislinga. 21. mars 2017 16:18 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira