
Afnám ÁTVR: Ekki bara af því bara!
Röksemdir og kredda
Í fyrsta lagi þá skýtur skökku við að saka andstæðinga einkavæðingar, hvort sem er í heilbrigðiskerfinu eða varðandi áfengismálin, um að stjórnast af hugmyndafræði, þegar staðreyndin er sú að allur málflutningur þeirra gengur út á málefnaleg rök, vísað er í rannsóknir og skýrslur, ábendingar heilbrigðisyfirvalda, ungmenna- og foreldrasamtaka og fagaðila, sem flestir ef ekki allir, gera grein fyrir andstöðu sinni með skírskotun til efnislegra röksemda. Síðast en ekki síst vísa andstæðingar frumvarpsins til lýðheilsustefnu stjórnvalda sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu.
Stuðningsfólk frumvarpsins klifar á hinn bóginn á því að óeðlilegt sé að ríkið hafi áfengissölu með höndum. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðileg afstaða svo fremi hún styðjist ekki við annað en þetta pólitíska viðhorf, að ríkið eigi ekki að koma nálægt neins konar markaðsstarfsemi.
Málefnalegar spurningar og vangaveltur
Ef samfélagsleg aðkoma tryggir eftirfarandi umfram einkaaðila: a) betra utanumhald og minni ágang markaðsafla,
b) er betri fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi okkur sem skattgreiðendur,
c) færir okkur hagstæðara verðlag (hátt útsöluverð stjórnast af álagningu),
d) tryggir meira úrval,
e) dregur úr aðstöðumun þéttbýlis og dreifbýlis; ef þetta er svo, er þá ekki sjálfsagt að halda í það fyrirkomulag sem við búum við?
Í þessum röksemdum sameinast þeir sem vilja takmarka aðgengi af lýðheilsuástæðum og hinir sem neyta áfengis og vilja hafa ríka valmöguleika, tryggja hagstætt verðlag og hagsmuni sína sem skattgreiðendur. Allt eru þetta efnislegar röksemdir gegn staðhæfingum þeirra sem segja það vera rangt að ríkið hafi áfengisdreifinguna á sinni hendi af þeirri einföldu ástæðu að það sé rangt! Með öðrum orðum: Af því bara. Ég held að varla sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að hugmyndafræði sé þarna orðin stjórnmálamönnum fjötur um fót.
Ekki flýti á kostnað yfirvegunar!
En hvers vegna ekki að afgreiða málið í snarhasti með atkvæðagreiðslu, þess vegna á morgun? Það er vissulega rétt, að margt hefur verið sagt um þetta mál bæði inni á Alþingi og í þjóðfélaginu almennt. En ef það er nú svo að meirihluti þingmanna gæti verið fyrir því að hunsa eigin lýðheilsustefnu, ganga gegn ábendingum alþjóðlegra og innlendra heilbrigðisyfirvalda, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, Landlæknisembættisins, samþykktum heilbrigðisstétta, almennum vilja í þjóðfélaginu eins og hann hefur margítrekað birst í skoðanakönnunum, með öðrum orðum, lýðræðislegum vilja, óskum og hvatningu foreldrasamtaka, sérfræðinga í áfengisvarnarmálum, nánast allra umsagnaraðila um málið, ef á að hunsa allt þetta og þröngva síðan upp á okkur fyrirkomulagi sem svo rík andstaða er gegn, verður þá ekki skiljanlegt að menn vilji vinna tíma þar til öllum þingmönnum sem greiða atkvæði um málið hafi örugglega gefist tóm til að ígrunda allar hliðar þess af yfirvegun? Varla er til of mikils mælst í svo afdrifaríku máli að þeir sem taka ákvörðun geri það á upplýstan hátt!
Hagsmunabarátta, ekki frelsisbarátta
Í þriðja lagi langar mig til að beina því til þeirra sem telja að málið snúist um togstreitu á milli frelsis og lýðheilsusjónarmiða, hvort ekki væri nær að segja að í því kristallist átök á milli lýðheilsuhagsmuna annars vegar og verslunarhagsmuna hins vegar. Eða hvers vegna skyldu stóru verslunarsamsteypurnar vera nær einu aðilarnir sem mæla málinu bót í samræmdu pólitísku göngulagi með hugmyndafræðilegum samherjum á þingi?
Verslunarkeðjurnar eru ákafar í breytingar, enda er þar um mikla peningahagsmuni þeirra að tefla. Eigendurnir vilja þannig ÁTVR-verslun ríkisins feiga. Og það vilja þeir ekki bara af því bara.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Grindavík lifir
Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar

Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar