Vinur segir Spánverjann hafa viðurkennt kynferðisbrot Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 16:35 Maðurinn grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði. Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir spænskum karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur konum og káfað á þeirri þriðju eftir árshátíð á hóteli á Suðurlandi í febrúar síðastliðnum. Lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, að því er fram kemur í úrskurðinum. Það sé meðal annars eftir að vitni, vinur mannsins, greindi frá því að maðurinn hafi farið inn á herbergi til stelpu á hótelinu sem annað hvort hafi verið sofandi eða áfengisdauð. Maðurinn hafi sagt sér að ljósin í herberginu hafi verið slökkt og að hann hafi farið að eiga við stelpuna í rúminu, vitandi að hún væri sofandi. Hann hafi svo hætt og farið út þegar hún hafi vaknað og kveikt ljósin. Konurnar þrjár voru sofandi hver í sínu hótelherberginu þegar hin ætluðu brot voru framin. Konurnar sem maðurinn er sakaður um að hafa nauðgað segjast báðar hafa vaknað við að maðurinn væri að hafa við þær samfarir. Tókst þeim báðum að ýta manninum af sér.Segist hafa verið að leita að tóbakinu sínu Önnur konan gat bent á manninn á vettvangi og var hann handtekinn á staðnum, en við leit fundust kvenmannsnærbuxur í vinstri brjóstvasa mannsins. Þriðja konan hafði samband við lögreglu nokkrum dögum síðar og kærði manninn fyrir kynferðisbrot, en hún sagði hann hafa káfað á innanverðu læri sínu og rassi þegar hún lá uppi í rúmi. Maðurinn neitar sök og segir kynferðismökin hafa verið með samþykki kvennanna, og að hann hafi síðan látið af háttsemi sinni þegar þær hafi beðið hann um að hætta. Hvað varðar þriðju konuna segist hann hafa verið með hendurnar undir sæng hennar því hann hafi verið að leita að tóbakinu sínu í rúmi hennar.Talinn hættulegur umhverfi sínu Maðurinn var úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna en lögregla telur hann hættulegan umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málið sé til meðferðar. Þá telur lögregla að sterkur rökstuddur grunur sé fyrir því að maðurinn hafi gerst sekur um brotin, þrátt fyrir neitun hans. Þá telur lögregla að grunur sinn hafi styrkst á undanförnum vikum því fram hafi farið frekari yfirheyrslur vitna sem hafi meðal annars leitt í ljós að þær skýringar sem maðurinn gaf í framburðum sínum hjá lögreglu fái ekki staðist. Lögregla segir rannsókn málsins á lokastigi. Niðurstaðna úr DNA rannsókn er nú beðið en gert er ráð fyrir að þær berist á næstu fjórum til fimm vikum. Að öðru leyti sé rannsókn málsins lokið og að það verði sent héraðssaksóknara eins fljótt og unnt verði.
Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15