
Ríkinu stefnt vegna skerðinga á lífeyri aldraðra
Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli.
Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.
Skorað á LEB að fara í mál við ríkið
Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni.
Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík.
Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Stjórnvöld, Óskar á heima hér!
Þóra Andrésdóttir skrifar

Dvel þú í draumahöll
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Níðingsverk
Jón Daníelsson skrifar

Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir
Stefán Jón Hafstein skrifar

Æji nei innflytjendur
Davíð Aron Routley skrifar

Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Samstaða, kjarkur og þor
Björn Snæbjörnsson skrifar

Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám
Darri Rafn Hólmarsson skrifar

Yfirfull fangelsi, brostið kerfi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur
Árni B. Möller skrifar

Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga?
Erling Valur Ingason skrifar

5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra
Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar

Endurnýjun hugarfarsins
Bjarni Karlsson skrifar

Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi
Þórir Garðarsson skrifar

Góð vísa...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu?
Einar Magnússon skrifar

Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt
Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar