Ríkinu stefnt vegna skerðinga á lífeyri aldraðra Björgvin Guðmundsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Málaferli gegn ríkinu eru í uppsiglingu vegna ólögmætrar skerðingar Tryggingastofnunar (ríkisins) á lífeyri aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði í janúar og febrúar á þessu ári. Þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á Alþingi haustið 2016 féll niður heimild til skerðingar á lífeyri þeirra aldraðra sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóði. Í stað þess að láta Alþingi setja inn nýja heimild í lögin fyrir áramótin síðustu var farin sú leið að skerða lífeyri aldraðra án lagaheimildar. Það gerðist í tæpa tvo mánuði. Í lok febrúar var heimild til skerðingar sett inn í lög um almannatryggingar á ný. Þá nam ólögmæta skerðingin orðið 5 milljörðum króna. Einhverjir stjórnarþingmenn sögðu á Alþingi, að menn hefðu vitað, að umrædd skerðing ætti að vera í gildi. Þetta eru furðuleg ummæli. Í fyrsta lagi lýsa þau algerri óvirðingu við lagasetningu Alþingis; nánast er sagt, að ekki skipti máli hvort lagatextinn sé réttur eða ekki. Í öðru lagi horfir umræddur þingmaður (þingmenn) framhjá því, að eldri borgarar eru flestir andvígir umræddri skerðingu lífeyris og telja það himnasendingu, að heimild Alþingis til slíkrar skerðingar falli niður. Stór hluti eldri borgara vill að skerðing tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða verði afnumin með öllu og bætur greiddar fyrir skerðingu fyrri ára.Skorað á LEB að fara í mál við ríkið Flokkur fólksins sendi Landssambandi eldri borgara bréf, áskorun um að sambandið færi í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna í janúar og febrúar á þessi ári. Tilkynnti flokkurinn, að ef þetta yrði ekki gert innan 10 daga mundi flokkurinn sjálfur fara í mál við ríkið vegna ólögmætu skerðinganna. Málið stendur þá þannig, að annaðhvort fer Landssamband eldri borgara í mál við ríkið eða Flokkur fólksins gerir það vegna þess máls, sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Ég tel þetta gott framtak hjá Flokki fólksins. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að stefna eigi ríkinu vegna ólögmætu skerðinganna á lífeyri aldraðra í janúar og febrúar á þessu ári. En ekki á að láta þar við sitja. Einnig á að undirbúa mál á hendur ríkinu vegna stöðugra fyrri skerðinga á lífeyri aldraðra hjá TR vegna lífeyrissjóða. En það var lagt til í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Safna þarf gögnum til staðfestingar því, að það hafi verið skilningur þeirra, sem stóðu að stofnun lífeyrissjóðanna og þeirra sem fylgdust með því, að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar. Lítið er til af skriflegum staðfestingum á því, að svo hafi átt að vera og því þarf að rita niður slíkar staðfestingar og það tekur nokkurn tíma. Nauðsynlegt er að fara í mál við ríkið vegna fyrri skerðinga til þess að fá þeim hnekkt og tryggja fullan rétt aldraðra. Stjórnvöld, hver sem þau eru, fást ekki til þess að afnema skerðingar án málsóknar. Það er mitt mat.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar