Norðurlöndin – örugg höfn í ólgusjó Stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2017 07:00 Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við lifum nú mikla breytingatíma. Félagslega, efnahagslega og pólitískt upplifir heimsbyggðin mikil umbrot, átök og öfgar. Óöryggi og hræðsla við framtíðina gerir víða vart við sig. Öfgar og lýðskrum hafa víða fengið byr undir báða vængi og þeirri heimsskipan og framþróun sem við höfum búið við undanfarna áratugi er að mörgu leyti ógnað. Þetta á við um alþjóðlegt samstarf, alþjóðaviðskipti, forsendur lýðræðis, stöðu mannréttinda, varnarsamstarf o.fl. Bandaríki Trumps, Brexit, uppgangur fasismans í Evrópu og þróun mála í Rússlandi, Tyrklandi og víðar, sýnir glögglega að heimsmyndin getur auðveldlega breyst stórkostlega til hins verra á komandi árum. Norðurlöndin geta ekki tekið þá áhættu að sitja aðgerðalítil hjá og sætt sig við stöðu áhorfandans á þessum miklu umbrotatímum. Þvert á móti er afar mikilvægt að Norðurlöndin stórauki nú samstarf sitt og taki forystu í baráttu fyrir nýrri heimsskipan, þar sem félagslegt öryggi, jöfnuður, réttlæti og lýðréttindi eru í hávegum höfð. Norðurlöndin verða að standa þétt saman um þessi mikilvægu gildi, beita sér sameiginlega af alefli og leita bandamanna um heim allan sem vilja sjá sambærilega þróun á komandi tíð. Norðurlöndin eru þekkt víða um heim fyrir mikla velmegun, frjálslyndi, jafnrétti, lýðræðislega þátttöku, samstarf, öryggi og jöfnuð. Þessi mikilvægu gildi verðum við að verja af öllu afli, enda er víða að þeim sótt. Allt of víða er þróunin því miður í öfuga átt og við það verður ekki unað. Okkar norrænu velferðarsamfélög hafa sýnt og sannað hvers þau eru megnug og það er okkar hlutverk að verja þau og þróa áfram, en ekki láta brjóta þau niður. Sameinuð eru Norðurlöndin meðal tíu stærstu efnahagsstórvelda heimsins og þeirra fimm stærstu í Evrópu. Einnig í því ljósi geta Norðurlöndin kinnroðalaust krafist sætis við borðið þar sem framtíð Evrópu og heimsins er rædd og ákvarðanir teknar. Í okkar huga er það því forgangsmál að tryggja að Norðurlöndin vinni mun betur saman á alþjóðavettvangi, en hingað til. Að því munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði vinna á komandi mánuðum og árum. Phia Andersson, formaður, Svíþjóð Henrik Dam Kristensen, Danmörku Maarit Feldt-Ranta, Finlandi Oddný G. Harðardóttir, Íslandi Sonja Mandt, Noregií stjórn Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar