Tímaþjófurinn á svið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2017 10:15 Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson eru í aðalhlutverkum. Edda Arnljótsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir leika mæðgur. Oddur Júlíusson fer einnig með ýmis hlutverk í sýningunni. Mynd/Þjóðleikhúsið Tímaþjófurinn, bók Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar, sló í gegn þegar hún kom út árið 1986. Efni hennar, eldheitt ástarævintýri, afdrif þess og afleiðingar, verður nú sett á svið í fyrsta sinn og frumsýnt annað kvöld, föstudag, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur er höfundur leikgerðar. „Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri átti hugmyndina en bókin hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að hún kom út og mér fannst hún mjög spennandi viðfangsefni,“ segir hún og heldur áfram: „Una Þorleifsdóttir vann svo upp úr leikgerð minni sýningu með listrænum samverkamönnum og þar hafa sviðshreyfingar og tónlist mikið vægi.“ Sagan Tímaþjófurinn er að mörgu leyti óvenjulegt efni til leikgerðar, að sögn Melkorku sem lýsir því nánar. „Það er lítið um samtöl í bókinni því hún er fyrstu persónu frásögn og textinn á köflum mjög ljóðrænn. En það sem heillaði okkur í leikhúsinu er að bókin opnar heim sterkra ástríðna þar sem aðalpersónan er hrífandi, flókin og mótsagnakennd kona. Skáldsagan er ákveðinn leikur með formið, þar sem ljóðlist er blandað inn í söguna. Að sama skapi er leiksýningin ákveðinn leikur þar sem texti, hreyfingar og hljóðmynd mynda eina heild og leitast er við að ná fram ákveðnum ljóðrænum áhrifamætti. Engu að síður er verkið dramatísk saga um ást, höfnun, þráhyggju og missi.“ Melkorka segir Steinunni hafa sýnt henni traust og veitt listrænt frelsi. „Hún kom á fyrsta samlestur og hefur fylgst með æfingum í lokavikunni,“ lýsir hún en skyldi hún vera með fleiri verk Steinunnar í huga fyrir leiksvið? „Steinunn er í miklu eftirlæti hjá mér sem rithöfundur en eins og stendur er hugur minn alfarið hjá Tímaþjófnum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars 2017 Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tímaþjófurinn, bók Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar, sló í gegn þegar hún kom út árið 1986. Efni hennar, eldheitt ástarævintýri, afdrif þess og afleiðingar, verður nú sett á svið í fyrsta sinn og frumsýnt annað kvöld, föstudag, í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur er höfundur leikgerðar. „Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri átti hugmyndina en bókin hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að hún kom út og mér fannst hún mjög spennandi viðfangsefni,“ segir hún og heldur áfram: „Una Þorleifsdóttir vann svo upp úr leikgerð minni sýningu með listrænum samverkamönnum og þar hafa sviðshreyfingar og tónlist mikið vægi.“ Sagan Tímaþjófurinn er að mörgu leyti óvenjulegt efni til leikgerðar, að sögn Melkorku sem lýsir því nánar. „Það er lítið um samtöl í bókinni því hún er fyrstu persónu frásögn og textinn á köflum mjög ljóðrænn. En það sem heillaði okkur í leikhúsinu er að bókin opnar heim sterkra ástríðna þar sem aðalpersónan er hrífandi, flókin og mótsagnakennd kona. Skáldsagan er ákveðinn leikur með formið, þar sem ljóðlist er blandað inn í söguna. Að sama skapi er leiksýningin ákveðinn leikur þar sem texti, hreyfingar og hljóðmynd mynda eina heild og leitast er við að ná fram ákveðnum ljóðrænum áhrifamætti. Engu að síður er verkið dramatísk saga um ást, höfnun, þráhyggju og missi.“ Melkorka segir Steinunni hafa sýnt henni traust og veitt listrænt frelsi. „Hún kom á fyrsta samlestur og hefur fylgst með æfingum í lokavikunni,“ lýsir hún en skyldi hún vera með fleiri verk Steinunnar í huga fyrir leiksvið? „Steinunn er í miklu eftirlæti hjá mér sem rithöfundur en eins og stendur er hugur minn alfarið hjá Tímaþjófnum.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars 2017
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira