Ekki hægt að staðfesta landnám skógarmítils þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. mars 2017 13:45 Í ljós kom fyrr í mánuðnum að skógarmítillinn getur lifað af íslenska vetur. Ekki er hægt að staðfesta að skógarmítillinn hafi gerst landlægur hér á landi þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað talsvert á undanförnum árum. Náttúrufræðistofnun hefur hins vegar fengið staðfest að mítillinn geti lifað af íslenska vetur og telur einhverjar líkur á að hann myndi minniháttar stofna á stöku stað. Þetta kom fram í máli Matthíasar Alfreðssonar líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem flutti erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“ á málþingi í gær. Stofnunin tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinum 2015 til 2016 sem hefur það að markmiði að rannsaka útbreiðslu sýklabera í álfunni.Matthías Alfreðsson líffræðingur.Stærra útbreiðslusvæði ný ógn Matthías segir að skógarmítlum hafi fjölgað í Evrópu. Þá hafi útbreiðslusvæði þeirra stækkað til norðurs og að þeir finnist einnig í meiri hæð yfir sjávarmáli en áður. Fyrsti skógarmítillinn hér á landi fannst árið 1976 í Surtsey á þúfutittlingi. Síðan þá hefur stofnunin skráð 210 tilfelli og alls 222 skógarmítla. Veruleg aukning hefur orðið á innsendum tilfellum, þá sérstaklega árin 2006 til 2015. Árið 2016 fór fram mikil umfjöllun um skógarmítilinn og stofnunin sendi póst til dýralækna um að senda inn skógarmítla sem finnast, en það ár komu 43 mítlar á borð stofnunarinnar. Flest tilfellin koma af Suðvestur-, Suður- og Austurlandi í júlí, ágúst og septembermánuði. Matthías segir stækkandi útbreiðslusvæði fylgja ákveðin ógn því skógarmítlarnir geti borið með sér ýmsa sýkla á borð við Borreliu burgorferii, sem er orsakavaldur Lyme-sjúkdómsins, og veiru sem getur valdið mítilborinni heilabólgu, en mítillinn getur valdið fleiri sjúkdómum. Helstu hýslar skógarmítilsins eru hundar, síðan kettir og svo mannfólk. Þá hafa þeir einnig fundist á sauðfé og hreindýrum.Getur mítillinn myndað fullburða stofn á Íslandi? Matthías segir margt þurfa að ganga upp svo skógarmítillinn geti myndað fullburða stofn hér á landi. Hitastig, búsvæði og veðurfar skipti máli en að þá sé jafnframt skortur á hýslum því þéttleiki þeirra sé takmarkandi. Ákveðnir staðir séu í meiri hættu en aðrir, en það eru meðal annars Skógar, sveitabær í Mýrdal og Hrossabithagi í Höfn, en þar er unnið að frekari rannsóknum. Þá segir Matthías að lengi hafi verið grunur um að skógarmítlar geti lifað af íslenska vetur. Það hafi fengist staðfest 6. mars síðastliðinn þegar stofnunin fékk til sín fullvaxta kvendýr sem fannst á ketti. „Það er búið að staðfesta að þeir geti lifað af íslenska vetur. En hins vegar er ekki hægt að staðfesta að skógarmítlar séu landlægir, en mögulega getur verið að myndast lítill staðbundin stofn á Skógum, en það er nauðsynlegt að finna lirfur til að staðfesta landnámið. Þannig að næstu skref eru að finna lirfur og leita á músum og farfuglum, jafnvel kanínum,“ segir Matthías. Jafnframt þurfi að halda rannsóknum áfram. „Svo þarf að leita að sýklum í þeim skógarmítlum sem hafa fundist. Ég ætla að fara með fyrsta skammtinn núna til Bretlands og gera slíka rannsókn og það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað finnst í þeim.“Hlýða má á erindi Matthíasar í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Skógarmítill fannst á Vestfjörðum: Hunda- og kattaeigendur beðnir um að leita á dýrum sínum Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði. 14. október 2015 14:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Ekki er hægt að staðfesta að skógarmítillinn hafi gerst landlægur hér á landi þrátt fyrir að tilfellum hafi fjölgað talsvert á undanförnum árum. Náttúrufræðistofnun hefur hins vegar fengið staðfest að mítillinn geti lifað af íslenska vetur og telur einhverjar líkur á að hann myndi minniháttar stofna á stöku stað. Þetta kom fram í máli Matthíasar Alfreðssonar líffræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem flutti erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“ á málþingi í gær. Stofnunin tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á árinum 2015 til 2016 sem hefur það að markmiði að rannsaka útbreiðslu sýklabera í álfunni.Matthías Alfreðsson líffræðingur.Stærra útbreiðslusvæði ný ógn Matthías segir að skógarmítlum hafi fjölgað í Evrópu. Þá hafi útbreiðslusvæði þeirra stækkað til norðurs og að þeir finnist einnig í meiri hæð yfir sjávarmáli en áður. Fyrsti skógarmítillinn hér á landi fannst árið 1976 í Surtsey á þúfutittlingi. Síðan þá hefur stofnunin skráð 210 tilfelli og alls 222 skógarmítla. Veruleg aukning hefur orðið á innsendum tilfellum, þá sérstaklega árin 2006 til 2015. Árið 2016 fór fram mikil umfjöllun um skógarmítilinn og stofnunin sendi póst til dýralækna um að senda inn skógarmítla sem finnast, en það ár komu 43 mítlar á borð stofnunarinnar. Flest tilfellin koma af Suðvestur-, Suður- og Austurlandi í júlí, ágúst og septembermánuði. Matthías segir stækkandi útbreiðslusvæði fylgja ákveðin ógn því skógarmítlarnir geti borið með sér ýmsa sýkla á borð við Borreliu burgorferii, sem er orsakavaldur Lyme-sjúkdómsins, og veiru sem getur valdið mítilborinni heilabólgu, en mítillinn getur valdið fleiri sjúkdómum. Helstu hýslar skógarmítilsins eru hundar, síðan kettir og svo mannfólk. Þá hafa þeir einnig fundist á sauðfé og hreindýrum.Getur mítillinn myndað fullburða stofn á Íslandi? Matthías segir margt þurfa að ganga upp svo skógarmítillinn geti myndað fullburða stofn hér á landi. Hitastig, búsvæði og veðurfar skipti máli en að þá sé jafnframt skortur á hýslum því þéttleiki þeirra sé takmarkandi. Ákveðnir staðir séu í meiri hættu en aðrir, en það eru meðal annars Skógar, sveitabær í Mýrdal og Hrossabithagi í Höfn, en þar er unnið að frekari rannsóknum. Þá segir Matthías að lengi hafi verið grunur um að skógarmítlar geti lifað af íslenska vetur. Það hafi fengist staðfest 6. mars síðastliðinn þegar stofnunin fékk til sín fullvaxta kvendýr sem fannst á ketti. „Það er búið að staðfesta að þeir geti lifað af íslenska vetur. En hins vegar er ekki hægt að staðfesta að skógarmítlar séu landlægir, en mögulega getur verið að myndast lítill staðbundin stofn á Skógum, en það er nauðsynlegt að finna lirfur til að staðfesta landnámið. Þannig að næstu skref eru að finna lirfur og leita á músum og farfuglum, jafnvel kanínum,“ segir Matthías. Jafnframt þurfi að halda rannsóknum áfram. „Svo þarf að leita að sýklum í þeim skógarmítlum sem hafa fundist. Ég ætla að fara með fyrsta skammtinn núna til Bretlands og gera slíka rannsókn og það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað finnst í þeim.“Hlýða má á erindi Matthíasar í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41 „Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Skógarmítill fannst á Vestfjörðum: Hunda- og kattaeigendur beðnir um að leita á dýrum sínum Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði. 14. október 2015 14:34 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Sjá meira
Flísatöngin best gegn mítlinum Þórólfur Guðnason hjá Landlækni, segir hvað best sé að gera við biti frá skógarmítli. 22. júlí 2014 14:41
„Þetta var öðruvísi bit en öll bit sem ég hef fengið“ Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir sagði frá því í Bítinu í morgun þegar hún var bitin af skógarmítli í Borgarfirði. 22. júlí 2014 11:45
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28
Skógarmítill fannst á Vestfjörðum: Hunda- og kattaeigendur beðnir um að leita á dýrum sínum Skógarmítill fannst í síðustu viku á eyrinni á Ísafirði. 14. október 2015 14:34