Von á öðrum stormi í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 07:42 Það er von á stormi í kvöld. Vísir/Ernir Veðurstofan varar við stormi á öllu landinu en í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að þó að suðvestan stormurinn sem geisaði á landinu í gærkvöldi og nótt sé í rénun þá sé von á öðrum sunnan stormi strax í kvöld. Það nær í raun ekki að lægja almennilega í dag þar sem það tekur vindhraða nokkurn tíma að fara niður á við eftir storm eins og í gærkvöldi og nótt og svo byrjar að hvessa aftur seinnipartinn. Rigning fylgir storminum og verður hún töluverðu á vestanverðu landinu. Sunnanáttin er þó hlý og er því spáð að hiti fari yfir 10 stig á Austurlandi í nótt en þar verður lítil eða engin rigning. Á morgun, laugardag, er svo útlit áfram fyrir hvassan vind en hann verður vestlægari og í stað rigningar koma skúrir eða él með kaldara veðri. Það er síðan betra veður í kortunum fyrir sunnudaginn, þó aðeins blási og rigni sunnan-og vestanlands. Eftir helgi er svo útlit fyrir rólegt veður á landinu.Veðurhorfur á landinu:Suðvestan 15-23 m/s í fyrstu og dálitlir skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig. Dregur úr vindi með morgninum, 10-18 eftir hádegi. Gengur í sunnan 15-23 undir kvöld með rigningu, talsverð vestantil á landinu. Hlýnar í veðri.Suðvestan hvassviðri eða stormur á morgun með skúrum eða éljum og kólnar smám saman, en rofar til um landið austanvert.Á laugardag:Suðvestan 15-23 m/s, en 13-20 síðdegis, hvassast um landið norðanvert. Skúrir eða él vestantil og hiti 0 til 5 stig. Rigning um morguninn á Suðausturlandi, en annars yfirleitt þurrt um landið austanvert og hiti 7 til 12 stig þar fram eftir degi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og úrkomulítið, en 8-15 síðdegis með rigningu og súld. Hægari og þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 8 stig.Á mánudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8. Þurrt að kalla á landinu, en víða skýjað. Hiti 3 til 9 stig.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Austlæg átt ríkjandi. Úrkoma af og til um landið austanvert, en yfirleitt þurrt vestanlands. Hiti frá 1 stigi á Norðausturlandi, upp í 9 stig að deginum á Vesturlandi. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi á öllu landinu en í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að þó að suðvestan stormurinn sem geisaði á landinu í gærkvöldi og nótt sé í rénun þá sé von á öðrum sunnan stormi strax í kvöld. Það nær í raun ekki að lægja almennilega í dag þar sem það tekur vindhraða nokkurn tíma að fara niður á við eftir storm eins og í gærkvöldi og nótt og svo byrjar að hvessa aftur seinnipartinn. Rigning fylgir storminum og verður hún töluverðu á vestanverðu landinu. Sunnanáttin er þó hlý og er því spáð að hiti fari yfir 10 stig á Austurlandi í nótt en þar verður lítil eða engin rigning. Á morgun, laugardag, er svo útlit áfram fyrir hvassan vind en hann verður vestlægari og í stað rigningar koma skúrir eða él með kaldara veðri. Það er síðan betra veður í kortunum fyrir sunnudaginn, þó aðeins blási og rigni sunnan-og vestanlands. Eftir helgi er svo útlit fyrir rólegt veður á landinu.Veðurhorfur á landinu:Suðvestan 15-23 m/s í fyrstu og dálitlir skúrir eða él. Hiti 0 til 5 stig. Dregur úr vindi með morgninum, 10-18 eftir hádegi. Gengur í sunnan 15-23 undir kvöld með rigningu, talsverð vestantil á landinu. Hlýnar í veðri.Suðvestan hvassviðri eða stormur á morgun með skúrum eða éljum og kólnar smám saman, en rofar til um landið austanvert.Á laugardag:Suðvestan 15-23 m/s, en 13-20 síðdegis, hvassast um landið norðanvert. Skúrir eða él vestantil og hiti 0 til 5 stig. Rigning um morguninn á Suðausturlandi, en annars yfirleitt þurrt um landið austanvert og hiti 7 til 12 stig þar fram eftir degi.Á sunnudag:Sunnan 5-10 og úrkomulítið, en 8-15 síðdegis með rigningu og súld. Hægari og þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 8 stig.Á mánudag:Suðlæg eða breytileg átt, 3-8. Þurrt að kalla á landinu, en víða skýjað. Hiti 3 til 9 stig.Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag:Austlæg átt ríkjandi. Úrkoma af og til um landið austanvert, en yfirleitt þurrt vestanlands. Hiti frá 1 stigi á Norðausturlandi, upp í 9 stig að deginum á Vesturlandi.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira