Tímamót á bankamarkaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. mars 2017 11:00 Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Tilkynnt var í vikunni að bandarískir fjárfestingarsjóðir, ásamt fjárfestingarbankanum Goldman Sachs, hefðu komist að samkomulagi um kaup á um þrjátíu prósenta hlut í Arion banka. Ljóst er að um stórfrétt er að ræða í íslenskri efnahagssögu og stóran áfanga í uppgjörinu við eftirmál hrunsins. Hitt er þó ekki síður merkilegt að hér er komin stærsta fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fyrr og síðar. Þetta er ekki stóriðjufjárfesting og ekki ævintýramennska sem tengist íslensku vatni eða orku. Í grunninn eru þetta því tímamót sem ber að fagna. Reyndir bandarískir fjárfestar eru í reynd að gefa það í skyn með fótunum að þeir hafi trú á íslensku efnahagslífi, og láta meira að segja ofursterka krónu ekki trufla sig. Þetta fylgir í kjölfar aðkomu Bandaríkjamanna að farsímafélaginu Nova og aukinnar þátttöku erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. Íslenskur markaður er að verða alþjóðlegri, sem er nokkuð sem við aldrei náðum á árunum fyrir hrun. Í þessu samhengi er athyglisvert að heyra umræður á Alþingi um málið. Sumir þingmenn leggja á það alla áherslu að fá upplýst um endanlega eigendur sjóðanna. Væntanlega er það hægara sagt en gert en fjárfestar í sjóðum sem þessum geta numið þúsundum. Skynsamlegri nálgun væri að einblína á þá sem eru í fararbroddi sjóðanna. Aðrir virðast sannfærðir um að þarna sé um einhvers konar leppviðskipti að ræða. Slíkar hugmyndir eru í besta falli kjánalegar. Goldman Sachs og Hauck & Aufhauser eiga lítið sameiginlegt. Á meðan sitja lífeyrissjóðirnir eftir með sárt ennið en þeir höfðu borið víurnar í bankann. Fyrir þá sem eru hrifnir af fjölbreytni er fagnaðarefni að sú umleitan hafi ekki gengið eftir. Það var ekki spennandi tilhugsun að láta sjóðunum eftir bankakerfið í ofanálag við nánast öll skráð félög í landinu. Salan á Arion er vafalaust ekki fullkomin, og raunar er margt sem bendir til að tiltölulega lágt verð hafi fengist fyrir hlutinn í bankanum. Tækifærin eru í ofanálag æpandi. Vafalaust er hægt að lækka rekstrarkostnað verulega með einu pennastriki og ljóst er að svigrúm er til verulegra arðgreiðslna. Þangað til annað kemur í ljós er hins vegar ekki ástæða til annars en bjartsýni. Íslendingar hafa gott af samskiptum við útlendinga. Það á við um bankamenn sem aðra.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira