Vetrarferðin – verk fullt af fegurð og trega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. mars 2017 09:15 Snorri og Gunnar hafa æft Vetrarferðina frá því á síðasta hausti, hér heima hjá Snorra. Vísir/GVA Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017 Menning Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja Vetrarferð Schuberts í Hannesarholti í dag klukkan 16:00.Í fyrstu stóð hér að tónleikarnir byrjuðu klukkan 17:00, sem er ekki rétt. „Þetta er eitt áhrifamesta verk tónbókmenntanna, fullt af fegurð og trega,“ segir Gunnar. „Ljóðmælandinn, Wilhelm Müller, fjallar um óendurgoldna ást og vonleysi og það sem gerir verkið svo tilfinningaríkt er að bæði Müller og Schubert skrifa Vetrarferðina á sínum lokametrum, þeir eru báðir að ljúka sinni ferð og það finnst í gegn.“ Gunnar kveðst hafa flutt Vetrarferðina með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara árið 2000 og ári síðar í hljómsveitarútsetningu Hans Zender í París með Orchestre National d’Ile de Paris. Þá hafi hann flakkað með verkið í borgirnar kringum París. „En mig langaði alltaf að syngja það aftur og til þess skapaðist tækifæri þegar við Snorri byrjuðum að vinna saman á síðasta ári í Söngskóla Sigurðar Demetz, þá fórum við að taka lag og lag.“ Flutningurinn tekur klukkutíma og kortér og er án hlés, að sögn Gunnars. „Það krefst talsverðs styrks að syngja 24 lög með fullri einbeitingu í beinni línu við áheyrendur en æfingarnar hafa gengið mjög vel.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. mars 2017
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira